Sagnir - 01.06.1998, Page 17

Sagnir - 01.06.1998, Page 17
16SAGNIR ‘ 98 og fleiri tegundum kjarnorkuvopna fyrir á Grænlandi. Þetta græna ljós Hansens var leynilegt og trúnaði ekki aflétt af skjalinu fyrr en árið 1995. Svo virðist því sem kjarnorku- stefna dönsku stjórnarinnar hafi um tíma verið mjög mótsagnakennd, opinberlega aðhylltust þeir stefnu Norðurlan- da um kjarnorkuvopnalaust svæði en leynilega var annað uppi á teningunum. Hernaðaráhugi íslenskra embættismanna var frekar tak- markaður samkvæmt nýjum heimildum er Valur Ingi- mundarson greindi frá. Öryggis- kerfi Íslendinga þótti lélegt og því voru þeim ekki send nein mikilvæg trúnaðarskjöl Atlantshafsbandalagsins á sjötta áratugnum og í byrjun þess sjöunda. Stjórnmálamenn hafi sýnt hernaðarlegu hlutverki landsins lítinn áhuga og hafi það valdið erfiðleikum í sam- starfi Bandaríkjamanna og Íslendinga. ÓVIRKIR þÁTTTAKENDUR Áhrif kalda stríðsins á menningu Norðurlan- danna eru flestum kunn og óhætt að segja að íbúar Norðurlandanna hafi verið móttækile- gir fyrir vestrænum áhrifum. Jussi Hahnimaki frá Finnlandi sagði fleiri þætti hafa sameinað löndin heldur en sundrað og nefndi í því sambandi sameiginleg gildi líkt og trú á lýðræðishugsjón og réttindi einstak- linga. Norðurlandabúar gagnrýndu þó ýmislegt í fari Bandaríkjamanna, einstak- lingshyggju þeirra og mismunun kynþátta. Greinilega er um auðugan garð að gresja í rannsóknum á hlutverki Norðurlan- danna í kalda stríðinu. Eftir lok kalda stríðsins hefur farið fram umfangsmikið endurmat fræðimanna á stöðu Norðurlan- danna og því hvernig þjóðir landanna brugðust við. Óhætt er að fullyrða að ætíð voru þjóðarhagsmunir látnir ganga fyrir samnorrænum hagsmunum. Munur á milli þjóðanna enda nær óbrúanlegur og taka verður inn í myndina hversu ólíkar aðstæður Norðurlandabúar bjuggu við í kalda stríðinu. Danir, Norðmenn og Íslendingar í Atlantshafsbandalaginu, Svíar og Finnar héldu fram hlutleysi og sérstaða Finnlands vegna landfræðilegrar stöðu. Þeir 32 fræðimenn og stjórnmálamenn er leiddu saman hesta sína í Reykjavík í júní síðastliðnum komust helst að þeirri niðurstöðu að Norðurlöndin hafi verið óvirkir þátttakendur í kalda stríðinu, stjórnir landanna reyndu hvað þær gátu til að halda þeim miðsvæðis og því ollu þær því að stórveldin gátu ekki tekið neitt sem sjálfsögðum hlut. Efni það sem hér er tekið fyrir er engan veg- inn tæmandi og í raun einungis kynning á því sem fram fór. Áhugasömum er bent á að fylgj- ast með útgáfumálum CWIHP en hægt er að nálgast allar upplýsingar um CWIHP á heimasíðu þeirra http://cwihp.si.edu/default.htm. Einnig er heimasíða ráðstefnunnar enn uppi og til stendur að hafa þar í framtíðinni heimasíðu kalda stríðs áhugamanna á Íslandi en slóðin er http://www.coldwar.hi.is/conferences.html. Höfundur (f. 1974) stundar BA-nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rósa Magnúsdóttir Hernaðaráhugi íslenskra embættismanna var frekar tak- markaður samkvæmt nýjum heimild- um er Valur Ingimundarson greindi frá. Öryggiskerfi Íslendinga þótti lélegt og því voru þeim ekki send nein mikilvæg trúnaðarskjöl Lyndon B. Johnson og Ásgeir Ásgeirsson ræða málin í Hvíta húsinu árið 1967. Í baksýn eru utan- ríkisráðherrarnir Dean Rusk og Emil Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.