Sagnir - 01.06.1998, Page 19

Sagnir - 01.06.1998, Page 19
Björn Bjarnason Með sambandslögunum frá 1. desember 1918 fengum við samningsbundna stöðu innan danska ríkisins, en allt frá því að Jón Sigurðsson stóð upp og mótmælti 1851 hafði Íslendingum með einhliða hætti verið skipað til sætis af dönskum stjórn- völdum. Tilfinningarnar, sem bundnar eru við sambandslögin í hjörtum okkar Íslendinga, eru heitar. Lokaáfangi sjálfstæðisbaráttunnar hófst 1. desember 1918. Framfarir í landinu hafa haldist í hendur við aukna sjálf- stjórn og dirfsku í ákvörðunum um utanríkismál, hvort heldur öryggismál eða landhelgismál. Við værum enn að bíða eftir ölmusu frá stóra bróður og óttuðumst að missa hana, ef við stæðum ekki á eigin fótum. Ég verð jafnan undrandi þegar því er haldið fram, að samningurinn 1918 sé jafnvel merkilegri en stofnun lýðveldis 1944. Þetta fær ekki með nokkru móti staðist. Stofnun lýðveldis skapaði okkur endanlegt svigrúm til að ráða málum okkar sjálf. Með henni fengum við einnig nauðsynlegt sjálfstraust til að glíma við síflóknari viðfangs- efni. Afi minn Benedikt Sveinsson var annar tveggja alþingismanna, sem greiddi atkvæði gegn sam- bandslögunum á sínum tíma. Hann óttaðist einkum, að ákvæði þeirra um jafnan ríkis- borgararétt Dana og Íslendinga kynni að verða okkur hættulegt. Á þetta ákvæði reyndi aldrei á þann veg, að Danir færðu sér það í nyt til að hafa bein áhrif á íslenska stjórnmálaþróun. Hitt er ljóst, að ég hef alist upp við þá g r u n d v a l l a r - skoðun, að ekki hafi verið gengið nægilega langt við að tryggja íslenska hagsmuni með sambandslögunum. Þegar að því kom að segja þeim upp, snerust margir menntamenn og menningarvitar gegn því á þeirri forsendu, að ekki væri ráðlegt að storka Dönum, sem þá voru hernumdir af Þjóðverjum. Þá sögu þarf ekki að rekja hér, en á hana er minnt, því að við mikilvæg þáttaskil í sögu þjóða, er oft auðvelt að draga upp þá mynd, að óbærilegar hættur sé því samfara að taka djarfar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Sagan ein getur fellt dóm um það, hvort rétt var að málum staðið eða ekki. Dómur sögunnar um sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga hljómar þannig að allt hafi gengið eftir á hinn besta veg. Okkur hafi tekist á einkar farsælan hátt að ná því marki, sem Jón Sigurðsson setti á oddinn á þjóð- fundinum 1851. Ég sé ekki nokkur rök sem mæla með því, að við værum betur settir sem hluti af Danaveldi. Okkur hefur gengið miklu betur að þróa vin- samleg samskipti við Dani eftir að við stóðum jafnfætis þeim sem sjálfstæð þjóð. Ef ekki hefði tekist að gera sambands- lagasáttmálann 1918 og fylgja honum eftir með fullu sjálfstæði, væri ekki um það spurt 1. desember eða 17. júní, hvar við stæðum sem íslensk þjóð. Vafasamt er, að við hefðum lagt okkur fram um að tala íslensku og við hefðum sætt okkur við, að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Spurning er um örlög íslenska fánans, þjóðsöngsins og annarra tákna, sem við tengjum tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, svo að ekki sé minnst á þá staðreynd, að þjóðin hefði farið á mis við forsetaembættið. Getur hver og einn litið í eigin barm og spurt sig, hvort íslenska þjóðin væri ekki rislægri við slíkar aðstæður og hvort nokkrum þætti nokkuð í það varið að fá upplýsingar um slíka þjóð í miðlægan gagnagrunn eða við sætum í þeim sessi að vera fimmta þjóðin í röðinni innan OECD, þegar efnahagur og almenn hagsæld er metin. 18 Sambandslög mismunandi Sagnir 19 (1998) 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Sagnir fengu þá Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing til að vega og meta þá stefnu sem Íslendingar Ég verð jafnan undrandi þegar því er haldið fram, að samningurinn 1918 sé jafnvel merkilegri en stofnun lýðveldis 1944. Þetta fær ekki með nokkru móti staðist.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.