Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 27

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 27
gra alda drauma. Hún var lokapunkturinn í aldalangri sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga. Hátíðin var skipulögð með það í huga að sjálf lýðveldisstofnunin yrði dramatískur hápunktur hennar. Þingfundur samþykkti lýðveldisstjórnarskrána og strax að því loknu, á mínútunni klukkan tvö, var fáninn dreginn að húni (sá sami og notaður hafði verið árið 1930) og um leið var kirkjuklukkum hringt. Þeirri hringingu var útvarpað um allt land í tvær mínútur. Að því loknu ríkti alger þögn í eina mínútu, öll umferð um landið var stöðvuð og þjóðin þagði í andakt.43 Þessari stund var þannig lýst í Vesturlandi: Fólkið og staðurinn, sem það stendur á Lögberg hið forna, eru eitt. Það er einungis ein sál, sem þarna er til, þjóðarsál Íslendinga, djúpt snortin af helgi augnabliks, sem öll tilvera þjóðarinnar hefur á öllum tímum hnigið til.44 Hátíðarnefndin hafði erindi sem erfiði. Þjóðin skynjaði einingu sína á því augnabliki sem til var ætlast. Ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar er eflaust ekki jafn mikilvægur atburður í þjóðarsögunni og stofnun lýðveldis, en ekki er spurt um slíkt þegar að hátíðahöldunum sjálfum kemur. Eining þjóðarinnar var sennilega engu minni árið 1974 en 30 árum fyrr. Einn liður í þeirri hátíð var þjóðargangan svokallaða.45 Hún færði hátíðargestum heim sanninn um að þjóðin væri ein og óskipt. Eining þjóðarinnar, sem eðli málsins samkvæmt er huglægt fyrirbæri, var hlutgerð á áhrifaríkan hátt. Fyrir göngunni fór fánaberi með íslenska fánann. Hver og einn hátíðargestur gat samsvarað sig við hluta göngunnar því hún var samsett úr 32 flokkum frá öllu landinu, en um leið við hana alla þar sem hún var einnig ein heild. Eins er um þjóðina, hún er ein heild um leið og hún er samsett úr mörgum einstaklingum. Minnir þetta um margt á hugmyndina um heilaga þrenningu sem um leið er ein heild. Á lýðveldisafmælinu 1994 myndaðist sama einingin á meðal gesta. Þeir höfðu fengið söng- texta afhenta við komuna. Ætlunin var að mynda „þjóðkór“ er syngja myndi ættjarðarlög undir stjórn Garðars Cortes. Lögin voru við hæfi á þessari stundu, „Öxar við ána“, „Hver á sér fegra föðurland“ og „Ísland ögrum skorið“. Við söng hátíðargesta myndaðist sérstök stemmn- ing þar sem þeir voru orðnir hluti af sjálfum „þjóðkórnum.“ Stundin var tilkomumikil, Ingólfur Margeirsson taldi að þar hefði myndast helg þjóðarstemning [þannig að] andi og þjóðarafl létu engan gest ósnortinn. [...] Og á þessari stundu gerðist eitthvað merkilegt í hjörtum allra við- staddra. Kannski var það [...] þegar „Ísland ögrum skorið“ varð að einni þjóðarröddu að augu viðstaddra urðu vot [...]. Ef til vill vegna þess að á þessari stundu rann það upp fyrir þeim tugþúsundum sem stóðu í brekkunni við Efri- Velli, afvopnaðir gagnvart þessum sameiningaranda, hve [...] sameinuð og náin við erum þrátt fyrir daglegt þras, erjur og útistöður landsmanna sín í millum.46 Á þjóðhátíðum hjálpast allt til að mynda þessa helgi. Staðsetningin, blaktandi fánar, ættjarðarlög, allt á sinn þátt í þeirri stemmningu sem myndast. Og ekki síst fólkið sjálft, sem komið er á Þingvelli eftir mislangt ferðalag, staðráðið í að sýna þjóðareiningu sína. AF HVERJU EKKI 1. DESEMBER? Í sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga ber tvo daga hæst. Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki og þann 17. júní 1944 varð Ísland lýðveldi. „Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní“ er frægur brandari úr læknaskýrslu. „Hann var sannur Íslendingur og dó á 1. desember“ er brand- ari sem færri myndu skilja. Fræðimenn hafa löngum haldið þeirri skoðun sinni fram að íslenskt fullveldi hafi verið mikilvægari áfangi í sjálfstæðisbaráttunni heldur en lýðveldisstofnunin. Íslending- ar hafi með sambandslagasamningnum stigið skrefið í átt til sjálfstæðis og á árunum þar á eftir hafi landið orðið meira eða minna sjálfstætt. Lýðveldisstofnunin hafi ekki skipt neinu höfuðmáli hvað varðar baráttu fyrir sjálfstæði. En hvernig stendur þá á því að fullveldisdagurinn skipar ekki stærri sess á meðal þjóðarinnar en raun ber vitni? Árið 1918 var íslensku þjóðinni erfitt. Fyrri heimsstyrjöldin, spænska veikin, óvenjumikil kuldatíð og Kötlugos, lögðust á eitt til þess að gera þetta eitt af hörmungarárum þjóðarinnar. Það er því ekki óeðlilegt að fögnuðurinn yfir fullveldinu hafi verið tempraður í skugga hinna hörmulegu atburða. Engu að síður virðist sinnuleysi þjóðarinnar óeðlilega mikið á þessum merku tímamótum. Það er líkt og þjóðin sjálf hafi ekki fullkomlega áttað sig á því sem var að gerast. Engu að síður var haldin þjóðar- atkvæðagreiðsla um málið. Þátttakan í henni varð ekki eins og menn höfðu gert sér vonir um. Innan við 50% atkvæðis- bærra manna neyttu 26 Kolbeinn Proppé 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Það er því ekki óeðlilegt að fögnuðurinn yfir fullveldinu hafi verið tempraður í skugga hinna hörmulegu atburða. Engu að síður virðist sinnuleysi þjóðarinnar óeðlilega mikið á þessum merku tímamótum. Frá 1. desember hátíðahöldum á þriðja áratuginum. Nýstú- dentar með hvítar húfur á Austurvelli. Fámenni við styttu Kristjáns IX þann 1. desember 1918.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.