Sagnir - 01.06.1998, Síða 35

Sagnir - 01.06.1998, Síða 35
stöðu efnahagsmála á hverjum tíma, þá er samanburður þessa láns við enska lánið dálítið varasamur. En það kemur einnig í ljós þegar yfirlit yfir erlendar lántökur Íslendinga eru skoðaðar, að vextir á þeim lánum sem tekin höfðu verið á árunum 1907-1936, eru nokkuð lægri en á enska lán- inu, eða á bilinu 4 til 6,5%. Hér verðum við að athuga með hliðsjón af áðurnefndum fyrirvörum, að í þessu yfirliti kemur ekki fram hve mikil afföll hafa verið á hverju láni, ef einhver, og einnig að vaxtaprósentan er færð í yfirlitinu eins og hún stóð árið 1934, en á sumum lánunum var hún hærri fyrstu árin eftir lántöku.28 DEILUR Í BLÖðUM OG Á ALþINGI Framsóknarflokkurinn, með Jónas Jónsson frá Hriflu í broddi fylkingar og Alþýðuflokkurinn gagnrýndu lántökuna og lán- skjörin einna mest. Það tengdist vissulega áðurnefndri andstöðu þessara afla gegn Íslands- banka og mátti sennilega vera ljóst frá upphafi að deilt yrði um lántökuna, þar sem aðalrökstuðningurinn fyrir henni var aðstoð við bankann. Eða eins og Morgunblaðið komst að orði miðvikudaginn 21. september 1921: ,,að rit- stjóri Tímans hefði [haft] tilbúnar 3 skammar- greinar út af lántöku ríkisins erlendis, eina til að nota, ef ekkert lán yrði tekið, aðra til að nota, ef lánið yrði tekið í Danmörku og hina þriðju til að birta, ef lánið yrði tekið í Englandi.“29 Umræðan um enska lánið og gagnrýnin á Íslandsbanka færðist að sjálfsögðu inn á Alþingi og á þinginu 1922 flutti Jón Baldvinsson þingmaður Alþýðuflokksins þingsályktunartillögu í neðri deild. Þar skoraði hann á ríkisstjórn landsins að sjá til þess að mál yrði höfðað gegn Íslandsbanka fyrir lánstraustsspjöll og annað tjón sem bankinn hafði ollið landinu. Í þingræðu sinni hélt Jón því fram að orsökin fyrir hinum slæmu lán- skjörum enska lánsins væri m.a. að finna í því óorði sem komið væri á landið vegna ógætilegrar útlána- og fjármála- starfsemi bankans. Þingsályktunartillagan var, eins og búast hefði mátt við, felld og var Jón sá eini sem greiddi atkvæði með henni, en tveir þingmenn sátu hjá. Ekki var líklegt að þing og ríkisstjórn beittu sér fyrir því að höfðað yrði skaðabótamál gegn bankanum, þar sem að forsætisráðherra var formaður bankaráðsins og þrír fulltrúar þess kosnir af Alþingi.30 34 Páll Baldursson 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Úr afgreiðslusal Íslandsbanka árið 1922. Hægra meginn á myndinni standa bankastjórarnir þrír vígreifir, Jens Waage, Sigurður Eggerz og Oddur Hermannsson Í þingræðu sinni hélt Jón því fram að orsökin fyrir hinum slæmu lánskjörum enska lánsins væri m.a. að finna í því óorði sem komið væri á landið vegna ógætilegrar útlána- og fjármálastarfsemi bankans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.