Sagnir - 01.06.1998, Side 53

Sagnir - 01.06.1998, Side 53
SAGNIR ‘ 98 52 19 18 - 1 99 8 nóvember árið 1943. Þar segir hann m.a.: Að byggja nokkurn hluta húsanna [sem áformuð voru í greinargerð þeirra tví- menninga] á stoðum er fjarstæða. Ég tel hyggilegra að höfundar staurabygginganna, Höfðaborg, hefðu beðið eftir reynslu þaðan áður en þeir ráðleggja öðrum að byggja hlaðin steinhús að nokkru leyti á stoðum.34 Það átti því að mati Magnúsar hvorki að byggja steinhús né annað húsnæði á staurum eins og byrjað var á um miðj- an október árið 1941 við Höfða. Þetta viðhorf var í raun staðfest af einum hönnuði húsanna, Einari Sveinssyni arkitekt. Honum fannst að kapp frekar en forsjá hefði einkennt þessa ráðstöfun borgaryfir- valda þar sem [b]yggingarkostnaður slíkra bráða- birgðahúsa er um 60% af byggingarkostnaði varanlegra íbúðarhúsa og því getur það hvorki talist hyggilegt nje æskilegt að reisa mikið af slíkum húsum [...].35 Bjarni Benediktsson borgarstjóri reyndi að svara þessari gagnrýni: „Húsin eru þannig byggð að unnt er að taka þau sundur þegar þeirra er ekki lengur þörf og má þá nota þau til sumarbústaða eða annars.“36 En lengi drógst að rífa þessi bráðabirgðahús, eða allt fram til 1971-72. Þau voru því aðsetur efnaminni fjölskyldna í þrjá áratugi. ÞORPIð Í BORGINNI OG ÍBÚAR þESS Fyrstu fjölskyldurnar héldu jólin hátíðleg í Höfðaborg árið 1941 og á næstu mánuðum þar á eftir fór íbúum hennar fjölg- andi. Þegar komið var fram á vormánuði ársins 1942, höfðu allar 104 íbúðir Höfðaborgar verið leigðar út.37 Það voru því um 104 reykvískar fjölskyldur, u.þ.b. 560 einstaklingar, sem fengu lausn á húsnæðisvandræðum sínum í bráðabirgða- byggðinni við Höfða.38 Færri komust þó að en vildu, enda fullnægðu þessar 104 íbúðir ekki nema að takmörkuðu leyti þeirri miklu húsnæðisþörf sem skapast hafði í bænum í kjölfar hernámsins. Samkeppni um hið takmarkaða leiguhúsnæði á vegum bæjaryfirvalda var því lengi framan af hörð og var allskyns ráðum beitt í baráttunni um húsaskjól. Margir sendu helstu ráðamönnum lands og borgar nokkurs konar bænabréf. Í þeim var iðulega reynt að höfða til samkenndar og pólitískra tengsla. Bréfritarar ráku raunir sínar og áminntu viðtakanda á traust sitt og stuðning við allt það sem hann og flokkur hans stæði fyrir. Bænabréf rakara nokkurs til Gunnars Thoroddsens borgarstjóra, dagsett þann 17. september 1948, veitir okkur ágæta sýn inn í hugarheim samtímamanna og þann mikla vanda sem margir gátu lent í sökum húsnæðisvandans: Samkvæmt tilvísun yðar, er jeg átti tal við yður á skrif- stofu yðar 15. þ.mán., þá sendi jeg hjer skriflega umsókn um tveggja herberga íbúð í Höfðaborg. Mjer er bráð nauðsyn á að fá íbúð, þar sem jeg er húsnæðislaus og er með konu og tvö börn, og hefir fólk mitt verið burt úr bænum í sumar og er enn og bíður eftir að komast í bæinn og ekki síst þar sem annað Jón Ingvar Kjaran En lengi drógst að rífa þessi bráðabirgðahús, eða allt fram til 1971-72. Þau voru því aðsetur efna- minni fjölskyldna í þrjá áratugi. Ungir Höfðaborgarbúar að leik fyrir utan nýju heimkynnin. Enn þann dag í dag vilja margir fyrrum íbúar ekki tengja nafn sitt við bráðabirgðahverfið og óskuðu nafnleyndar í heimild- askrá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.