Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 65

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 65
SAGNIR ‘ 98 64 Leifur Reynisson 19 18 - 1 99 8 harðri stjórnarandstöðu. Árið áður höfðu vinstrimenn borið sigur úr býtum til 1. desember nefndarinnar sem upp úr þessu varð hinn eiginlegi pólitíski vettvangur.27 Þeir yfirtóku Stúdentablaðið og gerðu það að eigin áróðursriti. Á forsíðu Stúdentablaðsins 1. desember segir eftirfarandi: Í dag minnast stúdentar fullveldis þjóðarinnar að göm- lum sið en með nýjum hætti. Stúdentablaðið er að þessu sinni árangur að samstarfi tveggja baráttuhópa stúdenta, þeirra sem telja að brottvikning bandaríska herliðsins sé ski- lyrði fyrir fullkomlega sjálfstæðu þjóðlífi Íslendinga og þeirra sem telja að sjálfstæði þjóðarinnar sé undir því komið að við hefjum nú þegar öfluga baráttu gegn þeim spillingaröflum sem herja á lífið sjálft.28 Rótækir námsmenn höfðu náð forystu í námsmanna- hreyfingunni. Markmiðið var sósíalískt þjóðfélag sem koma átti á fyrir samstöðu stúdenta og verkalýðs gegn fjandsamlegu valdakerfi. Sósíalisminn var orðinn að tískufyrirbrigði.29 Við Alþingiskosningarnar 1971 gafst róttækum kjörið tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Framboðsflokkurinn var stofnaður af róttækum háskólanemum með það að markmiði að hrista upp í stöðnuðu stjórnmálakerfi. Fyrir ungmennunum einkenndist pól- itíkin af stöðnun sem kæmi skýrt fram í fastmótaðri stjórnmálaum- ræðu þar sem menn fóru með „frasakenndar tuggur“. Framboðsflokkurinn var „skop- stæling starfandi stjórnmálaflokka og gerði stólpagrín að skipulagi, málflutningi og kosningabaráttu þeirra.“ Ætlunin var „að vekja fólk til vitundar um málflutning lýðskrumara [...].“30 Því var haldið fram að kosningarnar væru „bílaleikur flokkanna“ þar sem stjórnarfarið væri „peningalýðræði“ enda lægju allir þræðir þjóðfélagsins um stjórnmálaflokkana.31 Þó svo langflestir þeirra sem stóðu að Framboðsflokknum hafi verið vinstrisinnaðir var þess gætt að ekki væri hægt að „hanka flokkinn á raunverulegri vinstri- eða hægri pólitík“ enda var meginmálið að deila á kerfið þar sem allir flokkarnir væru undir sömu sök seldir.32 Deilur hægri og vinstri manna snerust töluvert um hvernig haga ætti stúdentapólitíkinni. Vinstri menn litu svo á að hagsmunasamtök nemenda ættu að hafa afskipti af þjóðfélagsmálum33 en hægri menn kröfðust þess að umræðan yrði ein- skorðuð við hagsmunamál nemenda. Því var haldið fram að pólitísk barátta yrði til þess að hagsmunabarátta nemenda færi fyrir ofan garð og neðan.34 Í hugum vinstri manna fékk hugtakið pólitík mikið víðtækari skírskotun en áður hafði verið. Það leiddi til mikilla deilna um raunveruleg hagsmunamál stúdenta. Það var ekki nóg með að baráttumálin væru ólík heldur var mikill ágreiningur uppi um hvernig bæri að skilgreina ýmis lykil- hugtök svo sem frelsi og lýðræði.35 Landssamband íslenskra men- ntaskólanema (LÍM) varð einn helsti víg- völlur þessara átaka. Eftir þriðja landsþingið, sem fór fram 1970, var því haldið fram að þau hefðu öll „einkennzt af sýndarmennsku og froðusnakki“ þar sem þjóðmálaumræðu hefði verið haldið utan þingsins.36 Mikil átök urðu á næstu þingum svo hætta þótti á upplausn.37 Því var haldið fram að „lítilsigldir menn og smámenni hafi leikið sér að því að gera landsþingið og L.Í.M. að vettvangi furðukenninga sinna um þjóð- félagsmál.“38 Vinstri menn svöruðu því til að tillögur landssambandsins hafi „meira og minna farið styztu leið í ruslakörfuna“ þar sem kröfurnar væru ekki nægjanlega pól- itískar.39 Þessar áherslur komu sérlega skýrt fram í málgögnum nemenda. Í marsmánuði 1973 birtist lesendabréf í Stúdentablaðinu þar sem fundið er að þessum vinnubrögðum: Í blaðinu birtast æ færri greinar um málefni stúdenta, um leið og greinum um kommún- isma, sósíalisma, marx-lénínisma eða Maó má vita hvaða isma, fjölgar svo, að þær mynda nú aðaluppistöðuna í efni blaðsins. Slíkt efnisval í blaði, sem á að heita aðalmál- gagn stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra, er fyrir neðan allar hellur.40 Menntaskólablöðin fengu svipaða meðferð. Hið hefðbundna form „listasnobbs“ og „sýndarmennsku“ skyldi víkja „fyrir leitandi hugsun og pólitískri vitund.“41 Blöðin tóku Vinstri menn litu svo á að hagsmunasamtök nemenda ættu að hafa afskipti af þjóðfélagsmálum en hægri menn kröfðust þess að umræðan yrði einskorðuð við hagsmunamál nemenda. Í byrjun áttunda áratugarins kom fyrir að námsmannahreyfing hreiðraði um sig í Menntamálaráðuneytinu. Hér er Össur Skarphéðinsson í fylkingarbrjósti. Helsta kosninga- tákn O-flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.