Sagnir - 01.06.1998, Síða 72

Sagnir - 01.06.1998, Síða 72
Bandaríski sagnfræðingurinn Jesse Byock er flestum söguáhugamönnum kunnur. Pétur Hrafn Árnason, Jón Ingvar Kjaran og Magnús Magnússon ræddu við Byock um sagnfræði - nám og fræðimennsku - akadem- íuna, íslenskt sveitalíf og tilveruna sjálfa. Raunar er þetta afskaplega þægilegur og viðkunnanlegur maður, sem er laus við allt sem gæti kallast „akademískur hroki.“ Hann heilsar okkur kumpánalega á ágætri íslensku: „Sælir strákar, ég heiti Jesse.“ Dr. Jesse Lewis Byock er prófessor í germönskum fræðum við Kaliforníuháskóla. Hann lauk B.A.-prófi í sagnfræði, mannfræði og frönsku frá Vermont háskóla árið 1967. Hóf þá nám í lögfræði við Georgetown háskóla en var þá strax kominn með brennandi áhuga fyrir öðrum viðfangsefnum, sérstaklega sagnfræði. Næstu ár stundaði Byock nám við Sorbonne, Háskólann í Lundi, Háskóla Íslands, UCLA og Harvard í miðaldasögu, bók- menntum, mannfræði, íslensku og forn- leifafræði. Hann varði að lokum doktorsritgerð árið 1978 við Harvard háskóla, viðfangsefni hennar var íslenskt miðaldasamfélag. Fjórum árum síðar kom út bókin Feud in the Icelandic Saga, sem hafði að geyma nýstárlegar hugmyndir um notkun Íslendingasagna sem félagslegra heimilda um íslenska þjóðveldið. Árið 1988 birtist svo bókin Medieval Iceland: Society, Sagas, Power. Vafalaust er þetta víðlesnasta bókin um íslenska þjóðveldið á enskri tungu. Hún hefur verið prent- uð átta sinnum, selst í meira en 16.000 eintökum og verið þýdd á dönsku og japönsku. Samt sem áður er Byock umdeildur í sinni fræðigrein. Hann beitir mannfræðilegum aðferðum í nálgun sinni á Íslendingasögum og notar þær til þess að varpa ljósi á þjóðveldið, þegar aðrar heimildir þegja. Hvað réði því að þú fórst að læra sagnfræði? Var það gamall áhugi á kóngum og stríðum eða ein- hverju ákveðnu tímabili? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögu. Ég varð fyrir sterkum áhrifum frá föður mínum og tileinkaði foreldrum mínum bók- ina Medieval Iceland. Mér eru minnisstæðir bíltúrar okkar feðga er við heimsóttum ömmu og afa. Alla leiðina töluðum við um liðna tíma. Ég var því alinn upp við að hugsa um sögu en það voru ekki gamlar hetjur, konungar eða orrustur sem vöktu áhuga minn. Mér fannst framþróun og samfélagskerfi fortíðarinnar merkilegri en atburðirnir sem slíkir. Ég hugði hins vegar á háskólanám í lögfræði. Þetta er í raun svolítið flókið mál en langtímamarkmiðið var að verða sérfræðingur í þjóðarétti sem jafnframt var óskhyggja föður míns. Ég þreifst hins vegar ekki nógu vel í lög- fræðinni og fann að þetta var ekki það sem ég vildi gera. Ég held að möguleikar séu fleiri á því sviði nú heldur en þá. Á þeim tíma snerist þjóðréttarfræði um að skoða samninga á milli fyrirtækja - þar með komst ég að því hversu leiðinlegt þetta var! Ég hafði auk þess ekki áhuga á að starfa við utan- ríkisþjónustuna. Á B.A.-stigi lærði ég m.a. frönsku, mannfræði og sögu Evrópu, en ég hafði sérstaklega mikinn áhuga á Frakklandi. Að loknu B.A.-prófi hóf ég nám í lögfræði við Georgetown háskólann og einnig í Frakklandi. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að vera í Frakklandi, talaði frönsku nokkuð vel, en eftir að ég gaf lögfræðina endanlega upp á bátinn varð ég sem Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 9871 „Samvinna er lykila- tri›i í sagnfræ›i“ Viðtal við Jesse Byock Þá fór ég að lesa sögu Íslands og fannst það mjög spennandi. Aðdragandinn var sá að ég rakst á Njálu í bókabúð í Frakklandi fyrir algjöra tilviljun!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.