Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 83

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 83
áfram þeirri uppáhaldsiðju flestra háskólakennara að rann- saka. (Og þetta er líklega meginástæða þess að svo mikil eftir- spurn er eftir störfum háskólakennara í heimspekideildar- greinum, þótt önnur störf bjóði iðulega betri kjör og meiri samfélagsathygli.) Besta leiðin til að bæta úr þessum ágalla í fræðigrein okkar væri sjálfsagt að koma á eins konar sagnfræðiverkstæði þar sem nemendur ynnu raunveruleg fræðileg verk undir stjórn og umsjá kennara: skrifuðu sögur sveitarfélaga og fyrirtækja, semdu útvarpsþætti, byggju til gagnasöfn. Ég hef iðulega prófað þetta í litlum mæli í einstökum námskeiðum, síðast í námskeiðinu Íslands- og Norðurlandasögu III á árunum 1991-97, þar sem nemendur skrifuðu sitt eigið náms- efni. En slíkar stakar tilraunir í einstökum námskeiðum skila auðvitað litlum árangri.16 Til þess þyrfti meiri háttar skipu- lagsbreytingu sem alls ekki liggur í loftinu. Nokkur úrbót, þótt ófullkomnari sé, er að skapa ímynd- aðan vettvang með sérstöku átaki. Í því skyni var stofnað til miðlunarþáttarins í Aðferðum II. Í fyrsta skiptið spreyttu nemendur sig á að skrifa fyrir börn, en seinna var raunar próf- að að fara yfir á raunverulegan vettvang og láta þátttakendur semja og flytja útvarpsþætti sem var útvarpað yfir þjóðina. Til þess að fá eitthvað jafngott í staðinn í öðrum kjarna- námskeiðum þyrfti vinnan í ákveðnum námskeiðum að fara fram á slíkum ímynduðum vettvangi. Námskeið þar sem það væri gert þyrfti varla að skila minni þekkingu fyrir bragðið. En það þyrfti að njóta viðurkenningar sem slíkt í heildarskipu- lagningu námsins. Og það þyrfti að vera skyldunámskeið fyrir öll sagnfræðingaefni, því að framsetning er engin sérgrein sumra sagnfræðinga; hún er eitt af meginatriðunum í vinnu okkar allra. AFLEIðINGAR VANRÆKSLUNNAR Miðlun var aðeins kennd í sérstöku skyldunámskeiði í ellefu ár, lengst af tvo tíma í viku annað misserið, og hún gerði eðlilega ekki nein kraftaverk. Sagnfræðingar hafa að vísu verið að hasla sér nýja velli undanfarinn áratug, kannski ekki sérstaklega nemendurnir úr Aðferðum II, heldur ekki síður þeir sem voru hér í námi um það leyti þegar stofnað var til þeirra. Það eru innan við 15 ár síðan starfs- menn og stjórnarmenn sveitar- félaga héldu því feimnislaust fram að ekki væri hægt að ráða sagn- fræðinga til að skrifa sögur þeirra af því að skrif sagnfræðinga væru svo leiðinleg. Það orð hefur starfs- stéttin rekið af sér, og fáir munu nú ráðnir til að rita söguleg verk aðrir en sagnfræðingar. Engu að síður geldur fræðigrein okkar á margan hátt fyrir það að fram- setningarhlið hen- nar hefur ekki verið rækt sem skyldi. Sagnfræði hefur ekki rutt sér til þess rúms í menningu þjóðarinnar sem báðar þurfa með. Ég verð að láta nægja eitt dæmi þess. Fyrir nokkrum árum var bent á hve lítið og illa væri fjallað um sagnfræðirit í fjölmiðlum okkar. Í menningarþáttum útvarps og sjónvarps fékk hún nánast ekkert rúm. Ritdómarar sagn- fræðirita í blöðum, sem fæstir voru sagnfræðingar, fjölluðu nær eingöngu um innihald rita og hældu höfundum sífellt fyrir að draga saman fróðleik. Um framsetningu kunnu þeir fá orð önnur en „lipur“, „læsileg“, „skýr“, „skilmerkileg“ og „greinargóð“.17 Lesendur mínir geta sjálfir metið hvort á þessu hefur orðið umtalsverð breyting síðan þessi athugun var gerð, um 1990. Ég hygg ekki. Í íslenskri menningarumræðu er ekki til orðræða um listina að semja sagnfræðirit. Þetta er ekki fjölmiðlunum að kenna, því hvar ætti sú orðræða að spretta upp annars staðar en í sagnfræðiskor Háskóla Íslands? En til þess að það gerist þarf skorin að rækta hana upp með því að stunda hana sjálf. Höfundur (f.1939) er prófessor í sagnfæði við Háskóla Íslands. TILVÍSANIR 1 Sbr. „Sagnfræði: listgrein eða vísindi?“ Ný Saga IV (1990), 82-90. Þar setja tveir sagnfræðingar, bókmenntafræðingur og rithöfundur fram skoðanir sínar á eðli sagnfræðinnar. 2 Háskóli Íslands. Heimspekideild. Sagnfræðiskor. Fundargerðir skorarfunda frá 16. fundi 1993 (14. okt.) til 5. fundar 1994 (24. febr.). – Sbr. Reglur um námskipan í sagnfræði til BA-prófs. Samþykktar í deildarráði 4. mars 1994. 3 Háskóli Íslands. Kennsluskrá. Háskólaárið 1982-1983. Reykjavík 1982, 111-13. Háskólaárið 1983-1984. Reykjavík 1983, 124-25. 4 Háskóli Íslands. Kennsluskrá. Háskólaárið 1983-1984. Reykjavík 1983, 125. 5 Háskóli Íslands. Kennsluskrá. Háskólaárið 1993-1994. Reykjavík 1993, 182. 6 Gunnar Karlsson: „Draumórar um samþættingu inngangsfræði og sögu.“ Sagnir II (1981), 55-57. 7 Sbr. Hayden White: The Content of the Form. Narrative Discourse and Historical Representation. Baltimore 1987. Titill bókarinnar gefur góða hugmynd um viðhorf höfundar til þessa efnis. 8 Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld. Reykjavík 1956, 22-55. Að vísu dó Jón frá verkinu áður en seinna bindið kom út, en nemandi hans, Þórhallur Vilmundarson, gaf það út og hefur örugglega gert það eins vel og framast var ætlast til á þeim tíma. 9 Þorkell Jóhannesson: Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts. Reykjavík 1933, 253-56. – Helgi P. Briem: Byltingin 1809. Reykjavík 1936, 503-27. 10 Björn Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800- 1919. Sögulegt yfirlit. Reykjavík 1947. 11 Introduktion til historie. Bibliografi over fagets hjælpemidler med en vejledning i litteratursøgn- ing. Ritstýrt af Bent Jørgensen, Karl Evald Kristensen, Erland Kolding Nielsen, Michael Wolfe. Kaupmannahöfn 1970. 12 Sbr. Jörn Rüsen: Lifandi saga. Framsetning og hlutverk sögulegrar þekkingar. Gunnar Karlsson þýddi. Ritsafn Sagnfræðistofnunar XXXIV. Reykjavík 1994, 9-12. 13 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstjórar Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon. Reykjavík 1997, 49 (tafla 2.1). 14 Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli. Saga frá 18. öld. Reykjavík 1989. 15 Gísli Gunnarsson: „Að skrifa greinilega um góða rannsókn. Umsögn um tólfta árgang Sagna.“ Sagnir XIII (1992), 86. 16 Gunnar Karlsson: „Kennslutengdar rannsóknir.“ Milli himins og jarðar. Maður, guð og menning í hnotskurn hugvísinda. Erindi flutt á hugvísindaþingi guðfræðideil- dar og heimspekideildar 18. og 19. okt. 1996. Ritstjórar Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius. Reykjavík 1997, 415-22. 17 Margrét Guðmundsdóttir: „Svart-hvít gagnrýni. Sagnfræðirit í fjölmiðlum.“ Ný Saga IV (1990), 28-33. SAGNIR ‘ 98 82 Er hægt að kenna sagnfræðilega framsetningu? Sagnfræði hefur ekki rutt sér til þess rúms í menningu þjóðar- innar sem báðar þurfa með. Ég verð að láta nægja eitt dæmi þess. Fyrir nokkrum árum var bent á hve lítið og illa væri fjallað um sagnfræðirit í fjöl- miðlum okkar. Í menningarþáttum útvarps og sjónvarps fékk hún nánast ekkert rúm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.