Sagnir - 01.06.1998, Síða 84

Sagnir - 01.06.1998, Síða 84
Stærstur hluti íslenskra bænda á sautjándu og átjándu öld voru leiguliðar. Þeir stóðu oft réttlitlir andspænis eignamönnunum og þurftu að þola ýmsan átroðning. Leiguliðar höfðu í fáum tilvikum tækifæri til að ná fram réttlæti í þessum viðskiptum. Þetta breyttist þó á fyrstu árum átjándu aldar er danskt konungsvald sá hag sinn í að kanna kjör almennings. Sú eftirgrennslan hefur skilið eftir sig heimildir sem segja okkur margt um stöðu almúgamannsins gagnvart voldugum sjálfseignabændum. KJÖR LEIGULIðA Á ÍSLANDI Í UPPHAFI 18. ALDAR Á síðustu árum 17. aldar voru mikil harðindi hér á landi. Þegar konungaskipti urðu í Danaveldi 1699 sáu Íslendingar sér leik á borði og sendu nýjum konungi bænarskjal. Þeir báðu hann um að kanna hvernig koma mætti fram umbótum í land- inu í verslunarmálum og búnaðarháttum. Konungur brást vel við og setti nefnd til að meta hag landsmanna og reyna að koma á umbótum. Hann skipaði Árna Magnússon og Pál Vídalín erindreka sína á Íslandi. Þeir áttu að taka saman jarðabók yfir allar jarðir á landinu að danskri fyrirmynd og sjá um að nákvæmt manntal yrði gert á öllu landinu. Þetta var ærið verkefni en ekki það eina sem þeir félagar áttu að vinna. Árni og Páll fengu erindisbréf í 30 liðum þar sem nákvæmlega var greint frá þeim störfum sem þeir skyldu inna af hendi. Í 4.- 6. grein er fjallað um almúgann. Erindrekarnir áttu að halda fundi um allt land í tengslum við jarðabókina og kanna hvort of þungar álögur hvíldu á alþýðunni, en jafnframt veita viðtöku kærum á hendur embættismönnum landsins. Þetta var ekki eingöngu gert til að bæta kjör almúgans heldur mun jafnframt hafa vakað fyrir konungi að skoða hvernig auka mætti tekjur hans af landinu.1 Samkvæmt jarðabók frá 1695 voru 90-95% bænda leiguliðar.2 Jarðir á Íslandi voru flestar í eigu auðugra stórbænda eða um 55%, kirkjan átti um 29% og konungur um 16%.3 Landskuld var oft 1/20 hluti af dýrleika jarðar og hana átti að gjalda í þeirri afurð sem algeng- ust var í viðkomandi héraði. Venja var til sveita að greiða landskuld með öllum tiltækum landaurum (landbúnaðar- afurðum), en stundum í fríðu (lifandi búpeningi). Við sjávar- síðuna greiddu menn landskuld í fiski. Leigumáli var samningur milli landeigenda og leiguliða. Í honum var kveðið á um réttindi, skyldur og ýmsar skuldbindingar leiguliðans. Leigukúgildi eða innistæðukúgildi fylgdu mörgum jörðum, ekki síst kirkju- og klausturjörðum, voru þau landeigendum drjúg tekjulind en þung byrði fyrir leiguliða. Leigur af kúgildum voru að jafn- aði greiddar í smjöri. Mörgum jörðum fylgdu einnig kvaðir. Kvaðir voru vinna sem leiguliði átti að inna af hendi fyrir landsdrottin. Þær voru bundnar í leigusamningi og gátu verið dagsverk, mannslán, skipsáróður, hestlán og fjárfóðrun. Landsetar áttu að viðhalda öllum húsum á heimajörð Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 9883 Guðrún Bjarnadóttir: Landsdrottnar og leiguliðar Gottrúp lögmaður og kjör húnvetnskrar alþýðu í byrjun 18. aldar Samkvæmt jarðabók frá 1695 voru 90-95% bænda leiguliðar. Jarðir á Íslandi voru flestar í eigu auðugra stórbænda eða um 55%, kirkjan átti um 29% og konungur um 16%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.