Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 85

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 85
og undirliggjandi kotum, og halda kúgildum í leigufæru ástandi á sinn kostnað.4 Það sem hér hefur komið fram um kjör leiguliða skýrir að hluta þá niðurstöðu sem Árni og Páll komust að á ferðum sínum við skráningu og mat jarða. Páll Vídalín segir í annáli sínum um þetta efni: En að hugleiddu því, sem snart kynni bót á að verða kom þeim saman, að ranglátar meðferðir þeirra, sem ráð höfðu yfir jarðagóssi (and- legir yfir andlegra góssum, konungsins forléningamenn yfir konungseignum og pro- prietarii yfir sínum eignum), væri ein með þeim stærstu orsökum landsins útörmunar, og einna mest kúgilda uppbótarleysi, sem þá hafði um nokkur ár plagað almúgann, þvert í móti landslögum og allri fornri, góðra manna venju, hvað allt hafði stór- lega útarmað bændur.5 Í skýrslu til konungs 20. sept- ember 1704 sögðu erindrekarnir að þeir töldu að slæmt ástand á Íslandi mætti rekja til misbeitingar valds í landinu við framkvæmd laga, í verslun, og í viðure- ign landsdrottna við leiguliða. Þeir töldu að bæta mætti hag leiguliða verulega ef konun- gur gæfi út tilskipun um skyldur landsdrottna við leiguliða og lögðu til að efni hennar yrði eitthvað á þessa leið: 1. Öllum landsdrottnum, hvort sem þeir voru umboðsmenn konungsjarða eða stórbændur, var óheimilt að leggja nýjar álögur á leiguliða. 2. Allir landsdrottnar skyldu afhenda leiguliða byggingarbréf fyrir ábúðarjörðinni. Þar yrðu tilgreindir þeir skilmálar, sem landsdrottinn og leiguliði kæmu sér saman um. Bóndanum bæri ekki skylda til að inna annað af hendi en það sem tilgreint væri í byggingarbréfinu. 3. Öllum landsdrottnum yrði skylt að gefa leiguliða kvittun fyrir greiðslu og vinnu sem hann innti af hendi. 4. Enginn landsdrottinn skyldi dirfast að taka leigu eftir dauð kúgildi umfram það sem tilgreint var í lögum. Allir samningar sem bændur höfðu verið þvingaðir til að samþykkja um skyld- ur þeirra til að endurnýja leigukúgildi yrðu ógildir og lands- drottni gert að bæta gömul eða dauð kúgildi samkvæmt forn- um lögum. 5. Engum bónda beri að flytja smjörleigu til landsdrottins lengra en sem nemi tveggja daga ferð. 6. Enginn landsdrottinn, hvorki sá sem ráði yfir konungsjörð né stóreignabóndi, andlegrar eða veraldlegrar stéttar, megi úthýsa leiguliða af jörð sem honum hafi verið byggð, svo lengi sem hann sitji jörðina eftir lögum og greiði leigu samkvæmt fornri hefð.6 Þetta voru þær úrbætur sem erindrekarnir töldu brýnast að koma á til hagsbóta fyrir almúg- ann í landinu. Konungur fór eftir tillögum Árna og Páls og gaf út tilskipun 15. maí 1705 sem í flestum atriðum var samhljóða þeim. Tilskipunin mæltist misjafnlega fyrir hjá umboðsmönnum konungsjarða og öðrum landsdrottnum. Einkum fór 4. greinin um kúgildaleiguna fyrir brjóstið á mörgum því hún skapaði þeim veruleg útgjöld við að bæta dauð kúgildi og yngja upp önnur afgömul og arðlaus.7 LAURITZ GOTTRUP LÖGMAðUR Í Húnaþingi var valdamikli embættismaðurinn Lauritz Christiansen Gottrup. Hann var danskrar ættar, fæddur um 1648.8 Haustið 1679 gerðist hann umboðsmaður Johanns Kleins, sem var fulltrúi eða fógeti Hinriks Bjelkes hirðstjóra. Gottrup varð aðstoðarmaður Kristofers Heidemanns þegar hann kom hingað til lands 1683 og gegndi þá embætti landfógeta og umboðsmanns stiftamt- manns. Sama ár fékk Gottrup veitingu fyrir Þingeyraklaustri, en gegndi þá störfum á Bessastöðum og þess vegna setti hann Þorstein Benediktsson sýslumann umboðsmann sinn yfir klaustrinu. Gottrup fór til Kaupmannahafnar um haustið og kom aftur til Íslands vorið 1684. Í þessari ferð til Hafnar fékk hann vonarbréf eða loforð fyrir Vatnsdals- og Strandajörðum. Gottrup var kvadd- ur til að vera umboðsmaður landfógeta, þegar hann væri vant við látinn, með bréfi 7. maí 1684. Þann 20. september sama ár gaf Heidemann út tilkynningu, þar sem hann skipaði öllum landsetum Þingeyraklausturs að mæta á Þingeyrum í eigin persónu eða senda löglega umboðsmenn fyrir sig. Þeir áttu að segja hve mörg leigukúgildi fylgdu jörðum þeirra og hve gömul þau væru. Leiguliðarnir skyldu einnig skýra frá ástandi bæjarhúsa og annarra bygginga á ábýlisjörðum sínum.9 Leiguliðar klaustursins tíndust til Þingeyra frá því í september og fram í desember og sögðu frá leiguskilmálum sínum. Með undirskrift sinni samþykktu þeir að hver um sig skyldi ábýlisjörð sinni med husenes bygning og Tunetz dyrkning, holde ved forsvarlig hæfd og magt, j lige maade Closterets leje- qvilder (sem eenhver haver til leje) vel lejegyldig udsvare naar de eller deris arfvinger vedskiller, foru- den paaleg eller fornyelse, item at de shulle j rette og tilbörlig Rigtighed stande om Landskyld og Lejer aarlig til Closterholderen Monsr. Laurits Christiensen Gotrup, og alle andre Rettigheder hannem at yde som tilbörligt er, og naar dette er af indbemte Mænd erligen SAGNIR ‘ 98 84 Landsdrottnar og leiguliðar Í skýrslu til konungs 20. september 1704 sögðu erindrekarnir að þeir töldu að slæmt ástand á Íslandi mætti rekja til misbeitingar valds Þingeyrarklaustur og viðbyggingar rétt fyrir aldamótin 1700. Lauritz Gottrup.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.