Sagnir - 01.06.1998, Side 89

Sagnir - 01.06.1998, Side 89
tóku þátt í þessum aðgerðum, en hinir stóðu hjá og fylgd- ust með án þess að aðhafast nokkuð. Að þessu loknu fóru þeir, en tóku í leiðinni með sér ellefu vetra gamlan hest, góðgengan, sem Ingibjörg átti. Sigurður Einarsson sagði Ingibjörgu um leið og hann fór, að lögmaður væri búinn að byggja öðrum jörðina, en hún skyldi fara í Brekkukot því þar fylgdi með snemmbær kýr. Kvaðst Sigurður hafa umboð til að byggja henni jörðina. Ingibjörgu var óljúft að flytja í kotið en fór þangað þegar nýi ábúandinn kom í Miðhús. Búskapurinn gekk ekki betur í Brekkukoti og aftur komu fulltrúar lögmanns og tóku nú leigukýrnar og ærnar, sem fylgt höfðu jörðinni. Þá voru mæðginin bjargarlaus. Umboðsmennirnir heimt- uðu af ekkjunni greiðslu fyrir landskuld og leigum. Ingibjörg átti lítið til að greiða með en bauð þeim kven- söðul upp í leiguna og það sem þeir vildu af búsgögnum. Mennirnir neituðu og kváðu það ógilt. Ein kista var óbrotin frá heimsókn þeirra í Miðhús og heimtuðu höfðingj- arnir lykil að henni og tóku þaðan allt sem þeim leist einhver fengur í. Eftir þennan atgang umboðsmannanna voru Ingibjörg og Jörundur sonur hennar, sem þá var orðinn einn eftir heima, komin á vonarvöl. Þau voru jarðnæðislaus og höfðu ekkert sér til framfæris nema það sem almúginn veitti þeim.30 Í mann- talinu 1703 má finna mæðginin Jörund og Ingibjörgu. Þau voru hýst nóttina fyrir páska hjá Andrési Árnasyni í Engihlíð. Þá var Ingibjörg sögð 50 ára en Jörundur 21 árs.31 Gottrup lögmaður var ekki viðstaddur þessar aðfarir umboðsmannanna og vera má að hann hafi aldrei fengið nákvæma vitneskju um framkomu þeirra við mæðginin, en hann lét þó við- gangast að þeim væri byggt út af jörðinni og komið á vonarvöl. Þannig urðu þau öðrum sýslu- búum til þyngsla. Frásögn Ingibjargar Pálsdóttur er ekki fögur og þó aðeins væri brot af sögu hennar sannleikanum samkvæmt, ber hún vott um mikla harðneskju og miskunnar- leysi gagnvart þeim sem lítils máttu sín. Lögmaðurinn var harður á því að Ingibjörg segði ósatt og skrifaði til erindrekanna 10. ágúst 1703. Þar hélt hann því fram að Páll varalögmaður hefði látið skrifa upp eftir „en vanartig betler Kvindes person“ Ingibjörgu Pálsdóttur frásögn um sig og nokkra þjóna réttvísinnar í Húnavatnssýslu auk sex heiðvirðra dánumanna í héraðinu. Óbreyttur vinnumaður sem var viðstaddur framburð kerlingar hefði fengið afrit af honum hjá Páli og sýnt hverjum sem hafa vildi. Þetta kom af stað orðrómi um allt héraðið og víðar, þar sem fyrrnefndir heiðursmenn hafi verið ófrægðir fyrir afskipti sín af betlikerlingunni Ingibjörgu. Gottrup taldi slík vinnu- brögð ekki sæmandi fyrir varalögmanninn og óskaði eftir því að Árni kannaði þetta mál og þá mundi annað verða upp á teningnum en framburður kerlingarinnar á heimili varalög- mannsins gæfi til kynna.32 Önnur ekkja, Þóra Gissursdóttir, kvartaði einnig við Pál. Framburður hennar var skráður í Víðidalstungu 27. mars 1703. Sá vitnisburður var ekki alveg eins slæmur og frásögn Ingibjargar, en Þóra fór líka á vonarvöl. Í manntalinu 1703 er Þóra talin með hreppsfólki í Áshreppi. Þar segir að hún sé 56 ára og færi sig sjálf.33 Gottrup hafði svipaða sögu að segja í málum ekkjanna, nema hvað hann hafði sýnt Þóru meiri miskunn en hinni ekkj- unni með því að lána henni kú þegar hennar kýr voru geldar. Strax eftir vitnisburðinn sem hún gaf hjá Páli lögmanni fór hún til Þingeyra. Þar bað hún Gottrup lögmann um fyrirgefningu í votta viðurvist, því hún hefði logið upp á hann.34 Árni skrifaði á smáseðil sem fylgir framburði Þóru og segir: „Þessi kerling Þóra Gissursdóttir er nú dauð. Þar fyrir utan gekk hún síðan á móti þeim sínum framburði, heima á Þingeyrum, og át hann ofan í sig.“35 Þess verður að geta að í jarðabókinni kemur líka fram að Gottrup átti það til að sýna ekkjum góðvild. Í Hvammi í Vatnsdal tíðkaðist að gjalda landskuld með fóðri og vallarslætti, en það sem umfram var, skyldi goldið með sauðum í kaupstað. Tvíbýli var á jörðinni þegar jarðabókin var gerð. Annar ábúandinn var ekkjan Kolfinna Skeggjadóttir. Henni bar samkvæmt hefð að greiða landskuldina með fóðri og vallarslætti, en þau tvö ár sem hún hafði haldið jörðina hafði lögmaðurinn vægt um vallar- sláttinn, en tekið í staðinn þá greiðslu í gildum vörum sem ekkjan megnaði að gjalda.36 Ekki hefur Gottrup því verið alls varnað. Þarna bregður fyrir óvæntri „góðmennsku“ eða var það ef til vill aðeins hagsýni af hálfu lögmannsins? LANDSKULD OG LEIGUKÚGILDI Margt varð Gottrup til angurs og ama. Páll Vídalín bjó í umdæmi hans á eignarjörð sinni Víðidalstungu sem var í næstu kirkjusókn við Þingeyrar. Hann átti því auðvelt með að SAGNIR ‘ 98 88 Landsdrottnar og leiguliðar Algengar kvaðir á leiguliða, vallarsláttur og leigukúgildi. Efri myndin er frá Hafnarfirði á 18. öld en sú neðri frá Reykjahlíð um 1830. Mennirnir létu nú greipar sópa og tóku allt nýtilegt, brutu upp kistu og tóku úr henni það sem þeim leist á. Frá Þingvöllum um 1830 - lægsti stallurinn hægra meginn á miðri mynd er Lögberg. Þar er ekki lengur hægt að sjá byggingar enda hafa þingstörf legið niðri í 30 ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.