Sagnir - 01.06.1998, Síða 90

Sagnir - 01.06.1998, Síða 90
ná til landseta Gottrups lögmanns og egna þá upp á móti honum. Gottrup óskaði eftir því að Páli yrði gert að flytja úr Húnaþingi í sitt lögsagnarumdæmi sem var sunnan og austan á Íslandi eins og til var ætlast af lögmönnum. Hann ætti þá ekki eins hægt um vik með að æsa almúgann til mótþróa og óhlýðni við sig. Þá yrði auðveldara fyrir Gottrup að halda uppi lögum og reglu og gæta hagsmuna konungs á umboðsjörðum sínum í Húnaþingi.37 Gottrup taldi að Páll kynti undir óánægju bænda og ýtti undir kvartanir þeirra. Í Ási í Vatnsdal bjó Guðbrandur Arngrímsson, móðurbróðir Páls. Guðbrandur var fyrrum sýslumaður yfir hálfu Húnaþingi, einmitt þeim hluta sem Gottrup fékk í sinn hlut nokkru eftir að Guðbrandur var látinn víkja. Guðbrandur átti löngum í málaþrasi við Gottrup, mest vegna leigukúgilda og leigu af ábýlisjörð hans Ási.38 Fleiri bændur í Vatnsdal voru lögmanninum erfiðir, en líklega má telja það rétt til getið hjá Gottrup að Guðbrandur væri forsprakkinn í þeim hópi. Í bréfi til Guðbrands kvartaði Gottrup yfir því að framkoma hans við sig væri gjörbreytt án nokkurrar sýni- legrar ástæðu. Gottrup kvaðst alltaf hafa talið Guðbrand einn af sínum bestu vinum og skildi ekki hvað olli breytingunni, nema þá helst það, að Guðbrandur vildi styðja systurson sinn Pál Vídalín lögmann, sem væri einn helsti andstæðingur sinn að ósekju og reyni hann að gera sér allt til ama. Hvergi á landinu hafði það heyrst, að leiguliðar héldu eftir leigum sem þeim bar að gjalda landsdrottni sínum. Aðeins Guðbrandur og Vatnsdælingar í fremri og neðri hreppnum, sem og Ásamenn sem allir voru á síðasta þriggja hreppa þingi hafi gert slíkt. Af því megi sjá að „þetta séu samantekin ráð“ þessara bænda.39 Gottrup var sár og reiður og fannst ómaklega að sér vegið af Guðbrandi, Páli lögmanni og leiguliðunum. Að eigin áliti var hann saklaus sem unglamb á vordegi. Leigukúgildi voru helsta kvörtunarefni húnvetnskra bænda og stöðugt þrætuepli milli Gottrups og leiguliða hans. Hann vildi ekki bæta upp gömul eða dauð kúgildi eins og honum var skylt samkvæmt tilskipun konungs 15. maí 1705. Gottrup hafði komið á þeirri nýjung í umboði sínu að allt leigufé hans var undir marki leiguliða. Með því kom hann í veg fyrir að bændur gætu skilað heim leigukúgildum eða boðið þau upp eftir laganna hljóðan þar sem þeir gátu ekki sannað að það væru innstæðukúgildi frá klaustrinu.40 Flestir landsdrottnar höfðu gleymt því, að hvorki mátti hækka landskuldir né hafa kúgildi óuppbætt. Gottrup hækkaði landskuldir á þann hátt að í stað þess sem bóndinn mátti áður gjalda „frítt og dautt að fardögum lét hann allsstaðar þar sem megandi menn bjuggu, gjalda kaupstaðargjald í sauðum, sem miklu var bóndanum þyngra, hann hafði og kvaðir aukið á Vatnsdalsjörðum.“ Hann átti að hafa látið bændur hafa öll kúgildi undir þeirra marki og greiddi þeim aldrei uppbót í yfir 20 ár ef hann taldi minnstu von til þess að bóndinn ætti eitt- hvað til að setja í kúgildi.41 Þegar Árni Magnússon kom til Íslands, 8. júlí 1706, komst hann að því, að Gottrup hafði þá um veturinn farið með fjölmenni heim til fjölda leiguliða sinna og krafist þess að þeir afhentu honum leigukúgildin sem áttu að fylgja ábýlisjörðum þeirra samkvæmt jarðabók, annaðhvort með þeirra marki eða marki klaustursins. Bændurnir höfðu skorast undan nema hann myndi greiða þeim lögskipaða uppbót á dauð eða gömul kúgildi og vísuðu þeir til tilskipunarinnar frá 1705. Lögmaður féllst ekki á þetta og byggði leiguliðunum út.42 Viðvörunarbréf til bændanna voru lesin upp á manntalsþingum í Ási í Vatnsdal 3. maí 1706 og á Sveinsstöðum daginn eftir. Þeir höfðu allir neitað að afhenda leigukýrnar og gjalda leigur fyrir árið 1705. Lögmaður tók þingvitni um að rétt væri sagt frá málsatvikum.43 Seðill frá Árna fylgir skjölunum. Þar segir hann: Þingsvitni sem lögmaður kallar sig tekið hafa upp á andsvar bænda er Nihil minus quam þingsvitni. Uppá það hefur hann tekið þingsvitni að svo bæri hans tveir vottar sem hann hefur uppá bændur skrifað. Eða þeir hafa þá látið úti úr sínum eiðstaf (allt hvað eg veit og aungvu leyni eg af svo þetta vitni er geri) og kynni enn margt hulið og dulið að vera.44 Í bréfunum með þingvitnunum kemur víða fram að bændur storki Gottrup og geri jafnvel góðlátlegt grín að honum. Brynjólfur Hálfdanarson í Saurbæ svaraði kröfu lög- manns um afhendingu leigukúgilda þannig: Her var en koe og er hun död, og mener jeg hiende at vere betalt med lejerne, og ei udsvarer jeg hinde for det förste ind til mig det er tilsagt af höjere öfrighed, og dog I icke vil bygge mig hiemme skal jeg blive paa jorden i Guds tröst og Kongens intil jeg er bortflött.45 Á Bakka í Vatnsdal bjó ekkjan Guðrún Ísaksdóttir. Hún svaraði lögmanni strax og sagði: „icke kan jeg tillade Lejekoen for det förste, og ei heller haver jeg Lejlighed Lejerne at gielde denne gang.“46 Þannig voru svör flestra bændanna. Á Flögu bjó Benedikt Benediktsson og hafði sex leigukúgildi. Hann svaraði lögmanni með spurningu: „Ejer I eller Kongen nogen Lejeqvilder her? icke ejer jeg dem svarede Lögmanden heller ejer Kongen dem.“47 Svipuð svör fékk lögmaður hjá þeim Vatnsdalsbændum, sem hann hafði heimsótti í mars 1706. Þeim byggði lögmaður út af leigujörðunum, en allir neituðu að hlýða þeirri uppsögn. Litlu betri voru landsetar nokkurra jarða í Vestursýslunni sem lögmaður heimsótti í apríl sama ár. Þingvitni voru einnig tekin um þær heimsóknir. Með bréfum Gottrups fylgdi þýðing á „bondernes sielf gifne bygnings breve“ eins og Gottrup kallaði þau bréf sem þrír landsetar hans lásu upp á manntalsþingum í Ási og á Sveinsstöðum. Landsetarnir voru Guðbrandur Arngrímsson í Ási, Sigríður Ólafsdóttir á Hjallalandi og Gísli Guðmundsson á Kornsá.48 Um þýðingu þessara bréfa skrifaði Árni á seðil: „Trans- SAGNIR ‘ 9889 Guðrún Bjarnadóttir Leigukúgildi voru helsta kvörtunarefni húnvetnskra bænda og stöðugt þrætuepli milli Gottrups og leiguliða Friðrik IV, Danakonungur 1699-1730.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.