Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 91

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 91
lationen af upplestri bændanna, sem hann kallar egen byggn- ings bref er vita röng, því hann skilur ekki málið.“49 Af svörum leiguliðanna við beiðni Gottrups um afhendingu leigukúgilda, má ráða að það hafi ekki verið auðvelt fyrir hann að þröngva þeim til hlýðni. Ef til vill hafði Gottrup nokkuð til síns máls í deilunni um leigukúgildin. Bændur höfðu skrifað undir samning þar sem skýrt var tekið fram að þeir fengju kúgildin ekki endurnýjuð eða uppbætt. Gottrup varð samt að láta í minni pokann þótt honum væri það óljúft. Tilskipun konungs frá árinu 1705 stóð óbreytt. Landsdrottnar viðurkenndu ákvæðin um endurnýjun og upp- bót leigukúgilda, en reyndu oft að koma sér undan þeirri skyldu. Umboðsmenn klausturjarða virðast einnig hafa farið eftir tilskipuninni þó sumir væru tregir til. RÖDD ALþýðUNNAR Segja má að rödd íslenskrar alþýðu hafi fyrst hljómað þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín hófu störf við jarðabókina árið 1702. Þeir áttu samkvæmt erindisbréfi sínu að taka á móti kvört- unum hennar. Sýslumönnum bar að vísu skylda til að taka við kvörtunum almúgans en oft var erfitt fyrir leiguliða að bera fram kærur sínar við sýslumenn sem tíðum voru einnig lands- drottnar þeirra. Þannig var málum háttað í Húnaþingi í valda- tíð Gottrups. Hann var sýslumaður, umboðsmaður klaustur- jarða og Vatnsdalsjarða auk þess sem hann átti sjálfur fjölda jarða. Landsetar hans hafa því átt erfitt með að koma kvört- unum sínum á framfæri. Lauritz Gottrup var erfiður og frekur við landseta sína. Húnvetnskir leiguliðar höfðu því ærna ástæðu til að nýta sér tækifærið sem gafst við komu Árna og Páls. Kvörtunarbréf og kærur voru margar og þær hafa varðveist. Við vitum því meira en við myndum annars vita um óánægju fólks með jarðeigendur og embættismenn. Gottrup var mjög á móti tilskipun konungs frá 15. maí 1705 og reyndi að leiða konungi fyrir sjónir hve stórfellt tap hans yrði ef farið væri eftir 4. grein tilskipunarinnar um uppyngingu og uppbót kúgilda. Þrátt fyrir mikla andstöðu varð Gottrup að láta í minni pokann eins og aðrir klaustur- haldarar og umboðsmenn konungsjarða. Þetta var þó ekki eina deiluefni Gottrups við landsetana. Hann hafði þyngt kvaðir á Vatnsdalsjörðum og lét bændur gjalda kaupstaðagjald í sauðum í stað þess að áður höfðu þeir goldið leigur og land- skuldir með viðurkenndum gjaldmiðli heima hjá lögmanni. Ekkjur áttu oft erfitt uppdráttar ef þær áttu ekki sterka að eins og sjá má af afdrifum Ingibjargar Pálsdóttur sem fór á vonarvöl fyrir atbeina Gottrups. Nokkrir bændur voru harðir í horn að taka og létu ekki hlut sinn í viðskiptum við lögmann. Tilskipun konungs um leiguskilmála á konungsjörðum leysti ekki allan vanda almúgans á Íslandi. Hún bætti þó stöðu landseta svo lengi sem farið var eftir henni. Ætlunin var ekki að minnka gapið milli ríkra og fátækra heldur að tryggja að þeir snauðu yrðu ekki miklu snauðari og gætu séð sér og sínum farborða án aðstoðar hreppsins. Í góðæri komust flestir sæmilega af, en ekkert mátti út af bera og þegar illa áraði beið hungurvofan á næsta leiti. Höfundur (f. 1939) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. TILVÍSANIR 1 Gunnar F. Guðmundsson: „Inngangur.“ Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir. Gunnar F. Guðmundsson bjó til prentunar. Kaupmannahöfn 1993, xxxv. 2 Gísli Gunnarsson: „Afkoma og afkomendur meiri háttar fólks 1550-1800.“ Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit II. Reykjavík 1998, 124. 3 Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Register. Lundi 1967, 60. - Gísli Gunnarsson: „Afkoma og afkomendur meiri háttar fólks 1550-1800,“ 122. 4 Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing Íslands III. Kaupmannahöfn 1902, 61-62. 5 Annálar 1400-1800 I. Reykjavík 1922, 681-82. 6 Árni Magnússon: Embedsskrivelser og andre offentlige aktstykker. Kristian Kålund sá um útgáfuna. Kaupmannahöfn 1920, 100-102. 7 Árni Magnússon: Embedsskrivelser, 193-194. 8 Íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 III. Páll Eggert Ólason bjó til prentunar. Reykjavík 1948-1952, 393. 9 AM 440 fol., 221 r. 10 AM 440 fol., 221 r -v, - 222 r. 11 Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir I. Reykjavík 1881-1904, 591. - Jón Sigurðsson: „Lögsögumanna tal og lögmanna á Íslandi.“ Safn til sögu Íslands II. Kaupmannahöfn 1886, 1-250, 141. 12 Páll Eggert Ólason: Saga Íslendinga V. Reykjavík 1942, 205-206. 13 Jón Sigurðsson: „Lögsögumanna tal og lögmanna á Íslandi,“ 142. 14 Bragi Guðmundsson: Efnamenn og eignir þeirra um 1700. Reykjavík 1985, 41 og 76. 15 Einar Laxness: Íslandssaga i-r II. Reykjavík 1995, 51. 16 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín VIII. Kaupmannahöfn 1913-1926, 262-264. 17 Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson: Saga Íslendinga VI, Reykjavík 1943, bls 19. 18 ÞÍ. Rtk. 3. 4. Innkomin bréf til Rentukammers 1703-1707: Skýrsla Gottrups til Árna og Páls 10. ágúst 1703, bl. 5 v. 19 Í landaurum var ríkisdalur 60 fiskar, en sléttur dalur 40 fiskar. Einar Laxness: Íslandssaga i-r II, 203 20 ÞÍ. Rtk. 3. 4. Innkomin bréf 1703-1707: Bréf frá Gottrup til E. U. Dose 8. september 1703. 21 Jarðabók VIII, 238-241. 22 Alþingisbækur Íslands IX. Reykjavík 1964, 222-223. 23 Alþingisbækur Íslands IX, 223. 24 Jón Jónsson: Oddur Sigurðsson lögmaður. Bessastöðum 1902, 21. 25 Alþingisbækur Íslands IX, 387. 26 Alþingisbækur Íslands IX, 386-391. 27 Ein mörk í landaurum var 8 aurar eða 48 álnir. 28 Alþingisbækur Íslands IX, 391-393. Forlíkun merkir sáttargjörð. 29 ÞÍ. Rtk. 3. 4. Innkomin bréf 1703-1707: Bréf frá Gottrup til Rentukammers, 10. sept. 1706, bl. 1 r. 30 AM 449 fol. Gögn jarðabókarnefndarinnar XII: Pappírar um stjórnsýslu og réttarfar, bl. 99-101. 31 Manntal á Íslandi 1703. Reykjavík 1924-1947, 273. 32 ÞÍ. Rtk 3.4. Innkomin bréf 1703-1707: Skýrsla Gottrups til Árna og Páls 10. ágúst 1703, bl. 4 r og v. 33 AM 449 fol. bl. 105-106. - Manntal á Íslandi 1703, 261. 34 ÞÍ. Rtk. 3.4. Innkomin bréf 1703-1707: Skýrsla Gottrups til Árna og Páls 10. ágúst 1703, bl. 4 v og 5 r -v. 35 AM 449 fol. bl. 107 r. 36 Jarðabók VIII, 300-301. 37 ÞÍ. Rtk. 3. 4. Innkomin bréf 1703-1707. Bréf frá Gottrup til Rentukammers 10. sept. 1706, bl. 1 r -v, 2 r. 38 Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir I, 584. 39 AM 440 fol., bl. 223 r- 226 v. 40 Annálar 1400-1800 I, 682. 41 Annálar 1400-1800 I, 683. 42 Árni Magnússon: Embedsskrivelser, 216. 43 AM 440 fol., bl. 228 r -v - 231 r -v. 44 AM 440 fol., bl. 231 bis. 45 AM 440 fol., bl. 223 r. 46 AM 440 fol., bl. 223 v. 47 AM 440 fol., bl. 229 r. 48 AM 440 fol., bl. 233-235. 49 AM 440 fol., bl. 235 bis. SAGNIR ‘ 98 90 Landsdrottnar og leiguliðar Tilskipun konungs um leiguskilmála á konungs- jörðum leysti ekki allan vanda almúgans á Íslandi. Hún bætti þó stöðu landseta svo lengi sem farið var eftir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.