Sagnir - 01.06.1998, Page 92

Sagnir - 01.06.1998, Page 92
Tímaritið Sagnir er án efa í hópi metnaðarfyllstu og glæsi- legustu tímarita háskólanema hér á landi. Þar fara saman faglegur metnaður og vilji til að miðla grúski sínu til fleiri en þeirra sem innvígðir eru í fræðin á áhugaverðan hátt. Sagnir 1997 eru þar engin undantekning en hins vegar má margt betur fara í ytri búnaði blaðsins sem auðvelt er að laga. BYLTINGIN OG BÖRNIN Sagnir eru einkar góður skóli fyrir sagnfræðinema; þar læra þeir að aga vinnubrögð sín, setja mál sitt fram á skipulegan hátt, minnugir þess að sagnfræðingar hafa skyldum að gegna við fleiri en stéttarbræður sína. Þær eru þannig eins konar starfskynning eða æfingabúðir undir það sem bíður margra sem útskrifast – að skrifa fyrir aðra en sjálfa sig, hvort sem það er á sviði söguritunar eða blaðamennsku. Sagnir 1984 þóttu byltingarkenndar. Þá var útgáfan færð inn í nú- tímann, ljósmyndir fengu veglegan sess og umbrotið líktist „glanstímaritunum“ svokölluðu. Blaðið var þannig í takt við tímann, eins og sagt er, og þótti það einkar djarft framtak. Sagnir 1997 eru of líkar þessu rómaða byltingarblaði og um leið svolítið gamaldags þannig að engu er líkara en þarna hafi sannast hið fornkveðna: byltingin étur börnin sín. Að DANSA MEð Á kápunni er ákveðinn „prentsmiðjusvipur“. Myndin á henni er góð, forvitnileg og óvenjuleg þannig að það er ekkert út á hana að setja nema hvað hún nýtur sín ekki nógu vel. Nettur rammi utan um hana hefði strax gefið skemmtilegan svip og styrkt hana. Þá hefði mátt kveikja forvitni lesenda með því að segja frá efni blaðsins, hafa á forsíðunni áhugaverðar fyrir- sagnir á greinum inni í blaðinu, s.s. Kaupmenn í klóm drekans; Bundin með hendur í kross; Kattarmorðin miklu og þar fram eftir götum. Kápan hefði líka fengið aukið líf ef settar hefðu verið á hana tvær til þrjár af þeim góðu myndum sem eru í blaðinu, án þess þó að veikja aðalmyndina. Þannig væri gefin til kynna fjölbreytni – og um leið sagt að blaðið væri skreytt myndum. Við lifum á tímum myndmiðla og þar verða blöðin að dansa með – annars verða þau undir. LESANDINN DREGINN INN Útlitið inni í blaðinu er mjög einfalt og virkar fremur leiðigjarnt eða gamalt. Það hefði mátt leyfa sér meira í fyrirsögnum, millifyrirsögnum og útdráttum. Mér finnst með öðrum orðum að aðstandendur Sagna megi sýna meiri djörfung í ytri búnaði blaðsins, án þess að fara út í einhverja loftfimleika. Það eru tilburðir í þessa átt í Sögnum 1997 í greininni um Svartadauða sem heppnast vel. Svarti borðinn rammar bæði inn umfjöllunina og gefur góðan svip. Þetta mætti sjást víðar í blaðinu. Það væri ekki úr vegi fyrir aðstandendur blaðsins að verja 30-40.000 krónum í að láta hanna svip til 3-4 ára, jafn- Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 9891 Pétur Már Ólafsson: Djarfara útlit Sagnir 1997 eru of líkar þessu rómaða byltingar- blaði og um leið svolítið gamaldags þannig að engu er líkara en þarna hafi sannast hið fornkveðna: byltingin étur börnin sín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.