Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 11
Þakkarorð
Á fyrstu árum Guðfræðistoíhunar háði fjárskortur starfseminni. Var
því ekki unnt að hrinda í framkvæmd þeim margvíslegu ráðagerðum, sem
ræddar voru á mörgum fundum. Þá var það snemma árs 1982, að Gísli
Sigurbjömsson forstjóri bauð þáverandi forstöðumanni stoftnmarinnar
(Þ.K.Þ.) í kaffi til umræðna um málefni Guðfræðistofnunar. Urðu þeir
fundir allmargir. Kom þar málum, að Gísli bauð til sín stjóm
Guðfræðistofhunar og síðar kennumm guðfræðideildar, starfsmönnum
stofnunarinnar, til umræðna um möguleika á framkvæmd áætlana. Gaf
hann ýmis góð ráð til fjáröflunar og tilkynnti jafnframt um gjöf til
minningar um stofnendur Gmndar í tilefni af afmæli heimilisins.
Þessi gjöf, og fleiri sem komu á eftir, varð slík hvatning til starfa, að
ekki er ofmælt þótt sagt sé, að þá hafi stjóm og starfsmenn
Guðfræðistofhunar tekið fjörkipp. En hollráð Gísla Sigurbjömssonar
vom ekki síður mikilvæg. Var nú, að ráði hans, stofnaður Starfssjóður
Guðfræðistofnunar Háskóla íslands, og hefur verið veitt úr honum til
fræðilegra starfa og rannsókna. Er hann þegar orðin aflmikil lyftistöng.
Frá upphafi samræðna okkar Gísla Sigurbjömssonar var rætt um
nauðsyn þess að hefja útgáfustarfsemi. Var rætt um útgáfu fræðilegra rita,
enda brýnt að gefa út efhi í guðfræði á íslensku, og þyrftu fleiri en
guðfræðingar einir að geta haft not af. Á nýhafin útgáfustarfsemi
stofnunarinnar því að vemlegu leyti rætur að rekja til hvetjandi umræðna
og stuðnings í verki, sem skylt er að þakka Gísla Sigurbjömssyni, um leið
og ámað er heilla og blessunar mannúðarstarfi Elli- og
hjúkmnarheimilisins Grundar.
í guðfræðideild hefur síðustu áratugina verið lögð áhersla á þá
túlkun kristins dóms sem sýnir, hversu brýnt erindi hann á við þjóðfélagið
og þarfir þess. Stofnendur Grundar og aðstandendur þeirra vom einnig
þessa sama sinnis um skilning á kristindómnum í samtíðinni. Nægir að
nefna nöfh Sigurbjöms Ástvalds Gíslasonar og konu hans, Guðrúnar
Lámsdóttur, í því efhi, eins og kirkjusaga upphafsskeiðs þessarar aldar
leiðir berlega í ljós.
Ástæða er til að ætla, að Guðfræðistofhun muni enn styrkja stoðir
téðs skilnings á kristindómnum og þeirri þjóðfélagslegu ábyrgð sem
kristin trú laðar fram. í ljósi þessa er það því sérstaklega Ijúft að færa
Gísla Sigurbjömssyni og Elli- og hjúkrunarheimilinu Gmnd þakkir á
þessum vettvangi fyrir hvatningu í orði og verki. Slíkur stuðningur er í
anda þeirra sem með stofnun Gmndar hófu merki á loft í kristinni
þjónustu við þjóðfélagið.
ÞórirKr. Þórðarson
9