Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 14
Bjami Siguðrsson
Fræðimenn ætla, að sálmar Lúters séu 37. Þeir em ýmist þýddir,
umortir eða eiga sér einhverjar rætur í eldri ljóðum, þannig að líkast til
em aðeins 5 þeirra, sem eiga sér ekki neina fyrirmynd.4
Sálmafræðin hefir mjög fjallað um skáldskap Lúters. Varla verður
talið það sé á huldu, hvaða sálmar séu eftir hann eða hann hefir búið í
hendur kirkjunni. Aftur á móti hefir mikið verið um það ritað og rætt,
hve nær einstakir sálmar séu ortir.
Um þær mundir, sem Lúter yrkir ljóð sitt Ein neues Lied wir heben
an hefst ótrúlega frjósamt skeið skáldskapar hans. Eftir hann birtust auk
þessa ljóðs hvorki meira né minna en 24 sálmar í safhritum árið 1524.5
í íslenzku sálmabókinni hafa jafhan verið margir sálmar eftir Lúter.
í Marteinssálmum,6 sem út komu 1555, em 16 af 35 sálmum, sem rekja
má til Lúters. Á sama hátt má rekja til hans 6 af 17 sálmum Gíslakvers.7
í sálmabók Guðbrands 1589 em alls 328 sálmar. í útgáfu Grallara 1594
tekur hann upp 7 sálma, sem ekki höfðu verið í sálmabókinni og bætir enn
í Grallara útgáfu 1607 6 sálmum, sem höfðu ekki áður birzt. í aðra útgáfu
sálmabókarinnar, sem kom út 1619, tekur Guðbrandur enn 38 sálma, sem
hann hafði ekki birt áður. Alls hefir hann þá prenta látið í þessum 4 bókum
sínum 379 sálma. Af þeim sýnist mér, að 31 verði með einhverjum hætti
rakinn til Lúters. Svo er því og farið um aðrar útgáfur íslenzku
sálmabókarinnar, að við hann em þar kenndir fleiri sálmar en nokkum
4 Ausgewahlte Werke, bls. 325-366,466-534.
5 WA,35, bls. 91—184.
6 Marteinssálmar eru prentaðir aftan við handbók Marteins biskups Einarssonar (á
biskupsstóli 1548-1556). Bera þeir svo hljóðandi nafn:
Epter fyl-
ger litið Psalma
kuer af heilagre Skrift vt
dregið/ og Islendskad
af Herra.
M:E:S:S:
í bókarlok segir:
Pryckt vti Konungligum Stad Kaupen-
hafn af mier Hans Vingard XXII. dag
Febmarii Anno Dommini (svo).
M.D.L.V.
7 Gísli Jónsson Skálholts biskup (1558-1587) lét prenta kverið í vígsluför sinni.
Titilblað ber þessa áletmn:
At Gudz lof meigi ætiid
auckast aa medal Kristinna
manna/ þa em hier nockrer Psalmar
vtsetter af mier Gilbert Jonsy-
ne aa Islensku med Lita-
niu og skriptar
gangi
1558
12