Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 32
Bjöm Bjömsson
Tafla 1. 2
Hjónavígslur, miðað við 1000 fbúa
Danmörk: 1971-75: 6.4
1981-84: 5.2
Finnland: 1971-75: 7.5
1981-84: 6.1
ísland: 1971-75: 8.2
1981-85: 5.7
Noregur: 1971-75: 7.0
1981-84: 5.1
Svíþjóð: 1971-75: 5.0
1981-84: 4.4
Áður en rætt er um hina miklu lækkun á hjúskapartíðni hér á landi,
sem er 30% á umræddu tímabili, þá er rétt að vekja athygli á því, hversu
há þessi tíðni var, áður en hún lækkaði þetta mikið á ekki lengri tíma. Nú
mætti ætla að hárri hjúskapartíðni mundi fylgja lág hlutfallstala bama,
sem fæðast utan hjónabands. En raunin er önnur hér á landi. Á sama tíma
og hér hefur verið hæst hjúskapartíðni á Norðurlöndum, þá hefur tala
bama fæddra utan hjónabands verið hæst hér og lengstum munað miklu,
þótt það hafi breyst á síðustu ámm, sbr. töflu 4. Þannig fór saman árin
1971-75 hjúskapartíðni 8.2 og 33% fæðinga utan hjónabands, en t.d. í
Finnlandi, sem þá kom næst okkur í hjúskapartíðni, 7.5, var tala fæðinga
utan hjónabands 8.0%, eða ferfalt lægri en hjá okkur.
Þetta háa hlutfall hjónavígslna samtímis háu hlutfalli fæðinga utan
hjónabands hér á landi má einkum skýra með tilvist þess sambýlisforms,
sem ég á öðmm vettvangi hefi nefnt trúlofunarfjölskylduna.3 Þá
fjölskyldugerð greindi ég frá annars konar óvígðri sambúð,
sambúðarfjölskyldunni, með því að benda á, að hin fyrri stefni ótvírætt í
hjúskap, en hin síðari miklu síður eða alls ekki. Trúlofunarfjölskyldan, —
nafnið kann að hafa misst fyrri merkingu sína —, samanstóð af ungum
foreldrum bams, sem skv. eðli máls fæddist utan hjónabands, en mjög
algengt var, að foreldramir gengu í hjónaband, þegar þetta fyrsta bam
þeirra var fært til skímar. Með þessum hætti fór það ágætlega saman, að
hjúskapartíðnin væri há, og einnig, að tala bama fæddra utan hjónabands
væri há.
Þegar hjúskapartíðnin hefur lækkað svo mikið sem raun ber vitni, þá
gæti það gefið vísbendingu um, að óvígð sambúð, sem ekki er stofnað til
með hjúskap fyrir augum, verði æ almennari. Nánar verður að því vikið í
þættinum um óvígða sambúð hér að aftan.
Hvað hin Norðurlöndin varðar, þá má sjá af töflu 1, að mun minni
lækkun er á hjúskapartíðni á umræddu tímabili, nema í Noregi. Þar er
lækkunin 27%. En þá er þess að gæta, að lækkunin í hinum löndunum,
einkum í Svíþjóð og Danmörku, var komin fram áður. Þannig varð í
30