Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 33
Hjónabandið og fjölskyldan
báðum þessum löndum 37% lækkun frá áratugnum 1961-70 til tímabilsins
1981-84.
Það lætur nærri, að á tuttugu ára tímabili hafí hjónavígslum á
Norðurlöndum fækkað hlutfallslega um þriðjung.4
Tafla 2.
Meðalaldur brúðhióna við fyrsta hiónaband
Danmörk: 1971-75: Ka. 25.9
Ko. 23.3
1984 : Ka. 28.8
’ Ko. 26.1
Finnland: 1971-75: Ka. 25.0
Ko. 23.3
1981 : Ka. 27.0
Ko. 25.0
ísland: 1971-75: Ka. 24.8
Ko. 22.9
1984 : Ka. 26.6
’ Ko. 24.4
Noregur: 1971-75: Ka. 25.2
Ko. 22.7
1984 : Ka. 27.0
’ Ko. 24.4
Svíþjóð 1971-75: Ka. 26.9
Ko. 24.6
1984 : Ka. 30.0
’ Ko. 27.3
Á sama tíma og hjúskapartíðnin lækkar þá hækkar meðalaldur
bníðhjóna við fyrsta hjónaband. Hér er um umtalsverða hækkun að ræða
eins og sjá má. Vafalítið á óvígða sambúðin sinn þátt í þessari breytingu.
Auk þess að hafa áhrif á hjúskapartíðnina þá veldur almenn aukning
óvígðrar sambúðar því, að fólk dregur það á langinn að ganga í
hjónaband. Engar upplýsingar em til um það, hvort og þá hve lengi
brúðhjón hafa búið saman, áður en þau gifta sig. En hitt er vitað, að það er
algengt, að svo sé, og hærri meðalaldur brúðhjóna gefur til kynna, að
óvígð sambúð sem undanfari hjónabands vari nú í lengri tíma en fyrr.
Meðalaldur brúðar á íslandi var 24.4 árið 1984. Á því ári vom
mæður 43% allra lifandi fæddra bama á aldrinum 24 ára og yngri, þar af
10% 19 ára og yngri. Böm fædd utan hjónabands þetta ár vom 47%, þar
af vom böm foreldra í sambúð 68%.
31