Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 34
Bjöm Bjömsson
Viðhorf til hjónabandsins
Að fengnum þessum tölulegu upplýsingum um hjónabandið er ekki
úr vegi að athuga, hvað fram kemur í könnun Hagvangs um viðhorf til
hjónabandsins. Eftirfarandi spuming var lögð fyrir menn: Hvort ert þú
fremur sammála eða ósammála þessari fullyrðingu? „Hjónabandið er úrelt
stofnun“. Svörin vom sem hér segir (hlutfallstölur):
Tafla 3.
ísland Svíbióð Danm. Finnl. Noregur
Sammála 12 14 16 13 13
Ósammála 86 81 74 83 84
Veitekki 2 4 10 4 3
Þessar tölur tala sínu máli um það, að allur þorri manna er ekki á
þeirri skoðun, að hjónabandið sé úrelt stofnun. Síst telja menn svo vera
hér á landi, þótt munurinn sé ekki mikill. Danir hafa nokkra sérstöðu eins
og sjá má.
Þegar við dr. Pétur Pétursson gerðum grein fyrir trúarþættinum f
könnun Hagvangs, komu í ljós fjórir flokkar manna með tilliti til afstöðu
til trúar. 5 Tveir jaðarhópar, nánast jafnfjölmennir, sem við nefndum
„ákveðið krisma“ og „trúleysingja“, 6.5% úrtaksins hvor hópur. Hinar
tvær fjölmennu fylkingamar nefndum við „mikið trúaða“, um það bil
50% úrtaksins, og „lítið trúaða“, u.þ.b. 35%. Um þessa flokkun segir
nánar: „Það er í flestum tilfellum mjög mikill munur á hópunum, hvað
varðar „sterka“ eða „veika“ trú, og sá munur segir til sín frá einum
trúarlega þættinum til annars. Jaðarhópamir, hinir „ákveðið krismu“ og
hinir „trúlausu“, skera sig æði mikið úr eins og við var að búast. Meiri
athygli vekur, hversu allur þorri manna, 85%, skiptist í tvær fylkingar,
sem em meira og minna sjálfum sér samkvæmar í afstöðu sinni til
trúarinnar. önnur fylkingin hneigist ákveðið til sterkrar trúarafstöðu, hin
á sama hátt til veikrar. 6)
Ég mun styðjast við þessa flokkun í athugun á viðhorfum til
hjúskapar, hjónaskilnaðar, kynlífs o.fl. Slík athugun mun varpa ljósi á
tengsl trúarlegra viðhorfa við hjúskapar- og fjölskyldumálin.
Það kemur skýrt fram í töflu 3, að Islendingar telja fráleitt, að
hjónabandið sé úrelt stofnun. Einungis 12% telja, að svo sé. En greinilegt
er, að trúarviðhorf eiga hér hlut að máli. Það sést best á því, að aðeins 5%
í hópnum „ákveðið kristnir“, en 27% í hópi „trúlausra“, em því sammála,
að hjónabandið sé úrelt stoíhun. Þá telur 10% „mikið trúaðra“, að svo sé,
en 15% „lítið trúaðra". Traust til hjónabandsins vex í réttu hlutfalli við
meiri trú.
Aldur skiptir ekki miklu máli varðandi afstöðuna til hjónabandsins.
Þó má benda á, að í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, em 18% þeirrar
skoðunar, að hjónabandið sé úrelt stofnun, en 8% í hópnum 65 ára og
eldri.
32