Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 40
Bjöm Bjömsson
fjölskylduform og sambýlishætti, þótt ekki sé um hjúskap að ræða, eða
jafnvel heldur ekki óvígða sambúð. Rótgróið jákvætt viðhorf hér á landi
til bama, sem fæðast utan hjónabands, lætur einnig ótvírætt að sér kveða í
þessum svörum.
Umrædd sérstaða íslendinga fær athyglisverða staðfestingu, þegar
spurt er um allt aðra hluti, nefhilega í hvaða tilvikum menn telji, að
fóstureyðing sé réttlætanleg. Eitt þeirra tilvika, sem tilgreint er sem
réttlæti fóstureyðingu er, þegar konan, sem í hlut á, er ógift. Mikill
meirihluti íslendinga, 82%, telur, að það eitt, að konan sé ógift, réttlæti
ekki fóstureyðingu, en 55% annarra Norðurlandabúa em sömu skoðunar.
Skýringin á þessum mikla mun er ekki sú, að íslendingar séu þetta miklu
meira á móti fóstureyðingum en hinar þjóðimar. Þegar spurt er um
viðhorf til fóstureyðinga almennt, kemur í ljós, að andstaða gegn þeim er
mest í Finnlandi, minnst í Danmörku, íslendingar liggja þar á milli.
Skýringin er einfaldlega sú, að íslendingar telja það miklu síður en aðrar
þjóðir alvarlega neyð að vera einstæð móðir, neyð er réttlæti
fóstueyðingu.
í lok þessarar greinar verður gerð nánari grein fyrir viðhorfum til
fóstureyðinga, og þá athugað, hvemig trúarleg viðhorf tengjast því máli.
C. Hjónaskilnaðir
Mikil aukning hefiir orðið á tíðni hjónaskilnaða hér á landi sem á
öðmm Norðurlöndum á undanfömum ámm. Eins og fyrr verða hér
birtar tölur frá árunum 1971-75, og þær bomar saman við árin 1981- 84,
ísland 1981- 85. Athygli skal vakin á því, að mun meiri aukning kemur í
ljós sé litið til baka til áratugarins 1961-70. Tölur þar að lútandi munu
fylgja eftirfarandi töflu.
Tafla 6.
Hjónaskilnaðir, miðað við 1000 íbúa
Danmörk : 1971-75 : 1981-84 : : 2.61 : 2.85
Finnland: 1971-75 : 1981-84 : : 1.87 : 2.0
ísland: 1971-75 : 1981-85_ : : 1.62 : 2.0
Noregur : 1971-75 : 1981-84 : 1.17 1.81
Svíþjóð: 1971-75 : 1981-84 : 2.38 2.46