Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 51
Um kristna trúfræði mig, hefur séð Föðurinn“ (Jh 14.9), því að „ég og Faðirinn erum eitt“ (Jh 10.30). Samband Jesú og Guðs eins og því er lýst í guðspjöllunum er eilíft samband Föður og Sonar í einingu Heilags anda. Þennan eilífa leyndardóm Guðs skýrir frásagan af skím Jesú (Mt.3.13-17), þar sem greint er frá því, að Heilagur andi steig niður eins og dúfa og Faðirinn heyrðist segja: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ Þennan leyndardóm orðar Biblían á öðrum stað á þennan hátt: „Guð er kærleikur“ (lJh 4.8 og 16). Kærleikur er aldrei einn, heldur leitar einhvers að elska. Guð er kærleikur, segir Biblían og segir með því, að kærleikur sé ekki einn eiginleiki í Guði við hlið annarra, heldur er kærleikurinn eðli Guðs. Þess vegna er Guð ekki einn, heldur samband þriggja. Guð er Faðir og Sonur og Heilagur andi, sem allir deila sama guðdómi, sama eðli, sama mætti, sama vilja. En Guð er ekki kærleikur lokaður inni í sjálfum sér, heldur leitar hann út og skapar eitthvað sem ekki er Guð. Og það, sem hann skapar, er heimurinn, alheimur allur, „himinn og jörð“. Það sem vér lítum í kringum oss, heimurinn, er verk Guðs í kærleika. Guð játast þannig öðmm en sjálfum sér. Hann játast heiminum. Það sem er, ég sjáífur og umhverfi mitt, er af því að Guð hefur játast oss. Einnig þetta kunngjörir Jesús: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf ‘ (Jh 3.16). Þessum leyndardómi Guðs emm vér innsigluð í heilagri skím og í hvert sinn og vér signum oss eða merkjum oss krossinum, staðfestum vér innsiglið. Merking orðanna og atferlisins er þetta: ínafni Guðs: Föður á himnum (hönd að enni) og Sonar, sem gjörðist maður (hönd að bringspölum) og Heilags anda, sem býr í sálu minni (hönd þvert yfir brjóstið). Saga Jesú, sem er Guð að eðli, birtir Guð „einan og þrennan“. Eins og Jesús er þannig er Guð. Maðurinn er leyndardómur Einnig vér sjálf emm leyndardómur. Hvað emm vér innst inni? Það kemur ekki í ljós við neina mælingu, heldur er það gáta, leyndardómur, sem einnig afhjúpast í Jesú. í honum sést, hver vér emm sjálf, hlutverk vort, eðli og köllun, því að Jesús er líka maður að eðli til: Orðið varð hold, maður (Jh 1.14). Eins og Jesús er, þannig er maðurinn skapaður til að vera, þjónn Guðs, sem bera skal mynd Guðs og færa skal mynd Guðs á sköpunarverkið. í því hefur maðurinn bmgðist — það vitnar saga hans um — en Guð hefur ekki bmgðist, heldur er hann trúr. Þess vegna íklæddi hann son sinn eðli manns. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.