Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 71
Lestur og ritskýring
foma. Höfundur vitnar m.a. í bókina Political Language and Rhetoric
eftir Paul Corcoran til að lýsa þessum mun.64 Þar stendur: „Málfar
nútíma stjómmála er ekki notað til að sannfæra menn heldur til þess að
hafa stjóm á þeim, ekki til þess að örva hugsun heldur til þess að koma í
veg fyrir hana, ekki til þess að veita upplýsingar heldur til þess að leyna
þeim eða villa um fyrir mönnum, ekki til þess að vekja athygli manna
heldur til þess að dreifa athyglinni og kæfa hana. í stuttu máli: Málfar
nútíma stjómmála virðist gegna þveröfugu hlutverki við það sem
mælskulist átti að gegna til foma. f stað ,aðferðar‘ mælskulistar að kenna,
sannfæra og upplýsa, hefur nútíma stjómmálaræðan þróast í
innihaldlausar einræður sem sefja, sjá málefhi ekki í samhengi og reyna
ekki að kryfja þau eða útskýra."
Höfundur telur að beint samband ríki milli eðlis stjómmálaumræðna
og áhuga almennings á stjómmálum. Stjómmálaumræður hvetja menn
sjaldan til málefhalegra umræðna og þess vegna finnst mörgum
stjómmálaumræður þreytandi. Fjölmiðlar eiga sinn þátt í þessari þróun.
Þeir hafa á vissan hátt tekið að sér að hugsa fyrir fólk og gert það þar með
að óvirkum áhorfendum. Þótt benda megi á margt sem styður þá
fullyrðingu að almenningur sé vanhæfur til að setja sig inn í flókin málefhi
stjómmála þá stafar það frekar af upplýsingaskorti en af eðlislægu
vanhæfi. Leiðina til úrbóta telur höfundur vera þá að kennslustofhanir
beiti kröftum sínum til að gera hvem einstakling hæfan til að beita
aðferðum mælskulistar,65 með öðmm orðum að stuðla að því að hver
einstaklingur verði gagnrýninn viðtakandi.
Lesendakannanir sem framkvæmdar hafa verið í Svíþjóð og hér á
landi benda til að Biblían sé lítið lesin enda þótt fólk hér á landi a.m.k. hafi
áhuga á og hugsi um trúmál. í sænsku lesendakönnuninni virðist fremur
lítill hluti þeirra sem spurðir vom tengja biblíulestur grundvallar-
spumingum um lífið og tilvemna.
í virtu læknatímariti birtist nýlega grein um dauða Jesú Krists eftir
lækna og guðfræðinga.66 Þar og í eftirfarandi lesendabréfum virðist
gengið út frá því sem gefhu að guðspjöllin séu bein lýsing á atburðum sem
gerðust í raun og eðli frásagnanna ekki kannað og því lítill eða enginn
64 (Austin: University of Texas Press, 1979), bls. XV, Contemporary political
language is used not to persuade, but to control, not to stimulate thought, but to
prevent it; not to convey information, but to conceal or distort it; not yo draw public
attention, but to divert or suppress it. In short, contemporary political language may
play precisely the reverse role from that classically conceived for political rhetoric.
Instead of a rhetorical ‘method* to inform, persuade and enlighten, contemporary
political language aims at an etiolated monologue which has no content, which
placates, and which bears no relationship to the organization, coherency, and
clarification of information and ideas.
65 to improve public competence by making a real commitment to developing rhetorical
skills in every citizen.
66 The Joumal of the American Medical Association (JAMA) mars 1986.
69