Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 82
Jónas Gíslason
Sannleikurinn er sá, að þessar frásögur af kristnitökunni fá ekki
staðizt; augljóst virðist, að eitthvað vantar inn í þær. Hér hljóta að hafa
verið miklu sterkari kristin áhrif, þótt íslenzk stjómskipan, sem ákveðin
var við stofnun alþingis 930, hafi verið heiðin; krismir menn gátu ekki
farið með goðorð og tekið þátt í þingstörfum svo samtvinnuð sem þau
voru framkvæmd heiðinna trúarathafna.
Eina skynsamlega skýringin á krismitökunni og aðdraganda hennar
virðist vera sú, að miklu meiri krismi hafi lifað í landinu en heimildir
greina; þar væri ekki sízt um að ræða áhrif frá pöpum og írskri kristni,
sem hefði þá varðveitzt hér frá dvöl þeirra. Samkvæmt því, sem fyrr var
að vikið, hafði rómversk-kaþólska kirkjan lítinn áhuga á að draga fram
hlut þessarar kelmesku írsku kristni, sem átt hafði í deilum við páfa; þess
vegna þurfti að reyna að sanna, að kristni hefði komið hingað frá Noregi,
en ekki Bretlandseyjum.
Við megum ekki gleyma því, að íslenzk sagnaritun er höfðingjasaga;
litlum sögum fer af almúga manna eða þrælum. Margir þrælar á Islandi
voru írskrar ættar; ambáttir önnuðust oft uppeldi bama höfðingja. Það
væri undarlegt, ef kristnar ambáttir hefðu ekki reynt að sá frækomum
trúar sinnar í bamshjörtum; slíkt var alþekkt í Rómaveldi á fyrsm öldum
krismi.
Erfitt er að verjast þeirri hugsun, að hér hafi staðreyndum verið
hagrætt í þágu þeirrar kirkju, sem jafhan lagði áherzlu á, að allt kristniboð
hefði komið rétta boðleið frá páfanum í Róm, en ekki frá kirkjum, sem
átm í deilum við páfastól. Hér er auðvitað erfitt að sanna eða afsanna
staðhæfingar eða túlkanir; hitt ætti að vera jafnljóst, að þessar heimildir
verður að rýna og gagnrýna og reyna að meta gildi þeirra á nýjan leik.
IV
Að lokum er rétt að víkja lítillega að þriðju spumingunni, er ég
varpaði fram í upphafi máls míns: Er von til þess að nýjar heimildir komi
fram, er gætu varpað nýju ljósi á íslenzka þjóðarsögu?
Þeirri spumingu svara ég játandi.
Við höfum enn lagt tiltölulega litla rækt við fomleifagröft hér
innanlands; veldur þar hvorttveggja fjárskortur og skortur menntaðra
fomleifafræðinga. Nú er hópur af ungu fólki við nám í fomleifafræði;
miklar vonir em bundnar við störf þess á þessu sviði. Mikil þörf væri á
því að hefja skipulegt starf í þessum efnum og reyna að fullkanna, hvort
einhverjar leifar sé að finna frá fmmbyggð á þeim stöðum, sem ritaðar
heimildir telja fyrst hafa verið byggðir krismum mönnum. Vonandi telur
„söguþjóðin“ sig hafa eíhi á því að reyna að ganga úr skugga um uppmna
sinn.
Jafnframt er ástæða til þess að ætla, að enn geti ritaðar heimildir
leynzt í skjalasöfnum ytra. Undanfarin ár hefur mikill íslandsvinur, síra
Frank Bullivant í Rómaborg, unnið að nokkurri könnun íslenzkra
heimilda í safni Vatíkansins í Rómaborg; hann var hér á ferð fyrir fáum
80