Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 82
Jónas Gíslason Sannleikurinn er sá, að þessar frásögur af kristnitökunni fá ekki staðizt; augljóst virðist, að eitthvað vantar inn í þær. Hér hljóta að hafa verið miklu sterkari kristin áhrif, þótt íslenzk stjómskipan, sem ákveðin var við stofnun alþingis 930, hafi verið heiðin; krismir menn gátu ekki farið með goðorð og tekið þátt í þingstörfum svo samtvinnuð sem þau voru framkvæmd heiðinna trúarathafna. Eina skynsamlega skýringin á krismitökunni og aðdraganda hennar virðist vera sú, að miklu meiri krismi hafi lifað í landinu en heimildir greina; þar væri ekki sízt um að ræða áhrif frá pöpum og írskri kristni, sem hefði þá varðveitzt hér frá dvöl þeirra. Samkvæmt því, sem fyrr var að vikið, hafði rómversk-kaþólska kirkjan lítinn áhuga á að draga fram hlut þessarar kelmesku írsku kristni, sem átt hafði í deilum við páfa; þess vegna þurfti að reyna að sanna, að kristni hefði komið hingað frá Noregi, en ekki Bretlandseyjum. Við megum ekki gleyma því, að íslenzk sagnaritun er höfðingjasaga; litlum sögum fer af almúga manna eða þrælum. Margir þrælar á Islandi voru írskrar ættar; ambáttir önnuðust oft uppeldi bama höfðingja. Það væri undarlegt, ef kristnar ambáttir hefðu ekki reynt að sá frækomum trúar sinnar í bamshjörtum; slíkt var alþekkt í Rómaveldi á fyrsm öldum krismi. Erfitt er að verjast þeirri hugsun, að hér hafi staðreyndum verið hagrætt í þágu þeirrar kirkju, sem jafhan lagði áherzlu á, að allt kristniboð hefði komið rétta boðleið frá páfanum í Róm, en ekki frá kirkjum, sem átm í deilum við páfastól. Hér er auðvitað erfitt að sanna eða afsanna staðhæfingar eða túlkanir; hitt ætti að vera jafnljóst, að þessar heimildir verður að rýna og gagnrýna og reyna að meta gildi þeirra á nýjan leik. IV Að lokum er rétt að víkja lítillega að þriðju spumingunni, er ég varpaði fram í upphafi máls míns: Er von til þess að nýjar heimildir komi fram, er gætu varpað nýju ljósi á íslenzka þjóðarsögu? Þeirri spumingu svara ég játandi. Við höfum enn lagt tiltölulega litla rækt við fomleifagröft hér innanlands; veldur þar hvorttveggja fjárskortur og skortur menntaðra fomleifafræðinga. Nú er hópur af ungu fólki við nám í fomleifafræði; miklar vonir em bundnar við störf þess á þessu sviði. Mikil þörf væri á því að hefja skipulegt starf í þessum efnum og reyna að fullkanna, hvort einhverjar leifar sé að finna frá fmmbyggð á þeim stöðum, sem ritaðar heimildir telja fyrst hafa verið byggðir krismum mönnum. Vonandi telur „söguþjóðin“ sig hafa eíhi á því að reyna að ganga úr skugga um uppmna sinn. Jafnframt er ástæða til þess að ætla, að enn geti ritaðar heimildir leynzt í skjalasöfnum ytra. Undanfarin ár hefur mikill íslandsvinur, síra Frank Bullivant í Rómaborg, unnið að nokkurri könnun íslenzkra heimilda í safni Vatíkansins í Rómaborg; hann var hér á ferð fyrir fáum 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.