Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 109
Spumingar um hefð og firelsi
einnig á tímum Guðbrands Þorlákssonar, vissi allur almenningur í
Evrópu hvað var rétt og hvað rangt, hvað til heilla horfði og hvað til
ógæfii. Hebresk og grísk viðhorf (en af þeim fæddist menning
Vesturlanda) sameinuðust í kristindómnum og mótuðu viðhorf álfunnar.
í tæknivæddum þjóðfélögum nútímans hefur almannaheill þurft að
víkja fyrir baráttu hagsmunahópa fyrir bættum eiginhag og keppni við
aðra hagsmunahópa, svo að staðið hefur hagþróun fyrir þrifum.2
En í hversu ríkum mæli mótast gildismat ungs fólks á íslandi af
ofangreindum viðhorfum? Ekki er unnt að svara þeirri spumingu hér, en
reynt verður að varpa ljósi á hana.
Beygurinn
Á meginlandi Evrópu hafa menn rannsakað þann beyg sem margt
ungt fólk ber í brjósti fyrir framtíðinni. Telja menn að ótti gagnvart
framtíðinni móti gildismatið. Margir bera tóm í hjarta, finnst framtíðin
ekki bjóða upp á það sem vænst er, og sumir hópar ungs fólks hafa óbeit á
efnishyggju samtíðarinnar eins og hún birtist í tækniþjóðfélaginu. En
samt em þeir hlutfallslega fáir sem byggja viðhorf sín á kristnum eða
kirkjulegum sjónarmiðum þótt frábitnir séu efnishyggju. Trú og kirkja
eiga sér hlutfallslega fáa formælendur. Þetta á ef til vill að einhverju leyti
við hér líka.
Franskur blaðamaður kannaði viðhorf ungs fólks í Frakklandi og
komst þannig að orði, að æskan hafnaði bæði Marx og Jesú. Ungt fólk í
þessum löndum tengist sjaldnast á nokkum hátt trúarlegu eða kirkjulegu
lífi. Og við spyrjum hvort hið sama eigi við um þúsundimar á
Húsafellshátíðinni.
Þeir sem um þetta rita taka eftir því að í nágrannalöndunum skortir
ungt fólk oft viðmiðun í lífinu, það á sér ekki mælikvarða að mæla
lífsgildin við. Og þá vill vonin doðna. Einn fræknasti sundkappi heims,
ungur maður, Michael Gross að nafni, hefur sagt, að framtíðin sé
vonlausasta ólán sem hugsast geti.3 — Talið er að það sé
atvinnuleysisvofan og kjamorkuóttinn sem valdi mestu um slíka afstöðu.
2 Sbr. Þráin Eggertsson í „Þjóðfélagið er keðja og hver er öðrum háður. Þórir Kr.
Þórðarson ræðir við deildarforseta viðskiptadeildar, Þráin Eggertsson prófessor“ í:
Viðhorf og markmið. Samtöl um Háskóla Islands. Fylgir Árbók Háskóla Islands 1982-
84. Rvík 1986, bls. 14-20 (15).
3 Ekki gætir þessarar hugsunar einungis hjá æskunni. Einn kunnasti leikritahöfundur
samtímans, Friedrich Diirrenmatt, kemst svo að orði (og virðist skoðun hans hljóta stoð
í sjónvaipsfféttum dag hvem): „Heimurinn (og þar af leiðandi leiksviðið sem tákn um
þennan heim) er í mínum huga eitthvað hrikalegt, ein benda af ólánum sem við verðum
að sætta okkur við í stað þess að hefjast upp frammi fyrir henni. . . Gætum við bara
staðið utan við heiminn, myndi hann ekki lengur ógna okkur... Sú skoðun Brechts að
heimurinn sé slys, sem hann lýsir í „Die Strassenzene“ og rekur hvemig slysið varð,
gætí orðið — og varð reyndar — kvejkjan að stórbrotinni leiklist.“ (Friedrich
Diirrenmatt: Vandi leikhússins [1955]. Ámi Ibsen snaraði og stytti. í: Leikskrá
Þjóðleikhússins, Rómúlus mikli, september 1987 (óblaðsíðusett).
107