Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 110

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 110
Þórir Kr. Þórðarson Margt bendir til þess að hér á landi sé þessu öðru vísi farið.4 Ungt fólk eygir bjarta framtíð, það bindur hug sinn við vinnuna, framabrautina og tekjuvonina. Engu að síður á það vafalítið við hér að mörgu leyti sem rannsóknir greina erlendis, að breyttu breytanda.5 Talið er erlendis að það unga fólk sem á sér rætur í kirkjulegu starfi stundi trúarsamfélag sitt fremur af félagslegum þörfum en trúarlegum. Þau finni þar möguleika á tjáningu á hugðarefnum sínum um sanna mennsku. Þetta kemur heim og saman við það sem einn þekktasti guðfræðingur samtímans, Hans Kúng, hefur sagt, að meginefhið sem kristindómurinn þurfi að flytja samtíðinni sé Humanum eða mennskan.6 Minnir það á hina ríku áherslu Grundtvigs á sanna mennsku. Jákvætt gildi menningarinnar og sköpunarinnar í kristilegu tilliti er afstaða sem þarf að endurvekja. Séra Friðrik Friðriksson var í verki öflugur málsvari slíkra viðhorfa. íslensk sveitakristni (meðan hún var og hét) var í senn sköpunartrú og endurlausnartrú. Hún byggði á samruna hins mannlega og hins guðlega. Allt var skoðað undan sama sjónarhomi, náttúran, líf skepnanna í gripahúsum og fjárhúsi og líf mannfólksins. Og í bókum og tímaritsgreinum Halldóru Bjamadóttur rann saman í eitt sauðkindin, ullin, tóskapurinn, trúin, bænimar og lífið á sveitabænum. Allt var ein órofa heild undir himni Guðs. Þjóðfélagið tortryggt Á Vesturlöndum gætir þess að imgt fólk tortryggi það þjóðfélag sem feður þess hafa komið á fót. Það telur mengunina, atvinnuleysið og tilgangsleysi framtíðarinnar vera „innbyggð einkenni“ í ríkjandi þjóðfélagskerfi, — eins konar óhjákvæmilegan kvilla er fylgi því tæknivædda þjóðfélagi sem miðar fyrst og fremst að ábatavon í viðskiptum og framleiðslu. Sumir hópar ungs fólks á meginlandinu flykkjast því um stjómmálaflokka sem leggja áherslu á bræðralag, mennsku, heiðarleika og virðingu fyrir einstaklingnum, og em það oft „grænir“ vinstrisinnaðir stjómmálaflokkar sem það gengur til fylgis við. 4 Sjá könnun sem gerð var á vegum forsætisráðuneytis og framkvæmdanefndar þess: Þorbjöm Broddason, Emil Thoroddsen, Ólafur Jónsson og Elías Héðinsson, „Framtíðarsýn ungs fólks.“ í: ísland 2010: Gróandi þjóðlíf. Mannfjöldi, heilbrigði byggð og umhverfi og framtíðarsýn æskufólks fram yfir aldamót. Rvik: Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytis, 1986, bls. 117- 256. 5 Kvíða gætir meðal nokkurs hluta þeirra sem ffamtíðarkönnunin tekur til: „Þegar á allt er litið segjast þrír fjórðu hlutar ungmennanna vera bjarsýnir á framtíð íslands (Tafla 18). Eigi að síður bera svör þeirra um framtíðina vitni töluverðum kvíða (Tafla 27). Á það skal minnst að í þessari könnun var sneitt hjá spumingum um alþjóðlegan vanda og heimsmál.“ Sama st., bls. 255. 6 „Warten auf Johannes XXIV. Gesprach mit Professor Hans Kiing (Tiibingen).“ Lutherische Monatshefte, 26. Jahrgang, 3, Martz 1987, s. 116-121. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.