Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 122
Þórir Kr. Þórðarson
sjálfan sig, enginn úrskurðað annan Guði vanþóknanlegan fremur en
sjálfan sig.25 Svonefhd „skerping lögmálsins“ er hér á ferð. Jafnvel hinn
siðavandasti trúarleiðtogi (á borð við faríseann, sem í dæmisögunni er
sökum lærdóms í helgum fræðiun og guðrækni e.k. samnefhari biskupsins
og guðfræðiprófessorsins) stenst ekki kröfur þessarar alfullkomnunar sem
Fjallræðan lýsir og hefur því sjálfur jafhríka þörf fyrir miskunn Guðs og
eiturlyfjasalinn (sem væri nútímahliðstæða tollheimtumannsins í sömu
dæmisögu).
Sé mælistiku þess algjöra lögmáls sem Fjallræðan gengur út frá
brugðið á mannlegt líf eins og því er lifað af eðlisnauðsyn manna (sem era
ekki „gjörsamlega blindir, heymarlausir og síðast en ekki síst nokkum
veginn sneyddir mannlegri náttúra“) fer aldrei hjá því að menn missi ekki
einhvem tíma marks og höndli samkvæmt eiginhagsmunum og gleymi að
sýna öðrum tillitssemi (einnig í sambandi kynjanna, en það var til
umræðu) eða „syndgi“ á máli Biblíunnar.26
Fjallræðan sýnir því að enginn fær lifað hinu alfullkomna lífi, en
bendir jafnframt á það mark er menn skuli keppa eftir — hina algjöra
fullkomnim (Matt. 5.48).
Gamli Nói
Höfundur áðumefndrar greinar vill hnykkja enn betur á um haldleysi
Biblíunnar sem leiðarvísis um dyggðugt lífemi og segir:
í flóðinu mikla var það aðeins gömul og góðhjörtuð fyllibytta og hans
nánusm, sem fengu náð fyrir augum Guðs.
Þessa skemmtilegu lýsingu á Nóa ætla ég alltaf að nota hér eftir er ég
ræði um þá merkilegu sögu, því að lýsingin minnir á, að í Biblíunni er
mikil áhersla á það lögð að Guð sýnir hinum veiku umburðarlyndi og
gefur sig að hinum breysku á sérstakan hátt: Engin fjöður er dregin yfir
kvennamál Davíðs, hins messíanska konungs, undanfara sjálfs Messíasar,
er hann leiddi Úría í dauðann til þess að komast yfir hina fögra konu hans,
Batsebu. Og Pétur, sem afneitaði Kristi, er sérstakt útvalið verkfæri Guðs.
Jafnvel Páll telur sjálfan sig langt frá því að vera fyrirmynd annarra (1.
Tímóteusarbréf 1.15).
25 Krossinn er eini staðurinn í himingeimnum þaðan sem við getum virt fyrir okkur
ávirðingar náungans. Frá öllum öðrum sjónarhomum birtast þær í röngu ljósi. (Páll
Þórðarson, Ást Guðs og ábyrgð manns. Prédikanir um trú og samfélag, Rvík 1980,
bls. 213.)
26 Jón Kristófer orðar þetta svo: „Eins og hraðskreiðir léttbátar/ trítla á öldum sundsins/
milli eyjannay stiklum við á stundum bilsins/ milli upphafs og endis/ og fjarlægjumst öll
hvert annað./ Eins og varkárir farmenn/ sveigja um grynningar/ forðumst við endimörk
skeiðsinsy þar sem hvfldin bíður okkar/ og fjarlægjumst öli/ hvert annað,/ sem erum á
sömu leið/ að sama, síþráða marki/ frá sama vanda og neyð./ Því oftast nær er einhver
skekkja/ í allra stefnu, mun sjást./ Hún miðast ekki við mflu/ en manngildi — sannleik
og ást.“ („Kannski ljóð?“ Ljóðormur 6. Rvflc 1987, s. 12.)
120