Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 123
Spumingar um hefð og ffelsi
Mennimir setja fram skýr boð og bönn, og það hefur Guð raunar gert
sjálfur, en þeir vilja að Guð haldi sig stranglega við boðin og refsi án
miskunnar. Sagan af Jónasi spámanni („í hvalnum“), með sinni ósviknu
glettni og húmor, sýnir einmitt fram á, hversu fjarri það er vilja Guðs að
láta dóm ganga. Miskunn Guðs, sem á mannlegan mælikvarða er oft hin
mesta rökleysa, er fram sett í bókarlok Jónasarbókarinnar sem andstæða
alls þess sem guðsmaðurinn vildi með lífi sínu og starfí. Fyrirgefhing
Guðs, er Nínívemenn iðmðust, ómerkti orð spámannsins.
vm
Frelsi trúar og ábyrgð siðgæðis
í einu merkasta riti Sigurbjöms Einarssonar, Trúarlífssálfræði, frá
1954, sem er aðeins til í fjölriti, standa þessa setningar:27
Trú og siðgæði er sitt hvort að sönnu. Trú er sinnar tegundar og ekki
fylginautur siðalærdóma . . . Siðgæði getur þróast og komist allhátt án
tengsla við trú. En á hinn bóginn er æðra trúarlíf óhugsandi án siðrænnar
baráttu og viðleitni . . . Trúarleg vakning eða afturhvarf leiðir alltaf til
siðferðilegrar endurfæðingar, en gufar upp ella. Leggi maðurinn niður
vopnin í hinni siðrænu baráttu, sveigi hann undan fyrir ffeistingum sínum,
deyr trúarlífið líka...
Frelsi fagnaðarerindisins er bundið ábyrgð um siðrænt líf
einstaklings og þjóðfélags. Frelsið er frelsi til einhvers, ekki einvörðungu
frelsi frá einhverju. Frelsi Krists í mynd Dostojefskís af fundi þeirra
rannsóknardómarans er líf sem ekki skorast undan þjáningu. Það er líf
fyrir aðra, í þágu annarra. Guðsþjónustan, jafnt kvöldbæn bamsins sem
messa safnaðarins, er tjáning þessa frelsis. Innan markanna sem frelsi
Krists setur ríkir gleði og friður.
En frelsi er ekki sama og geðþótti. Frelsi er ætíð frelsi innan
tiltekinna marka. Tónskáldið er frjálst að semja innan þeirra marka sem
hljómborðið setur. Frelsi kristins manns er því frelsi „í Kristi,“ þ.e. frelsi
innan kristslífsins, en ekki frelsi til þess að brjóta af sér mörk hins siðræna
lífs. Frelsið er frelsi til þess að þjóna náunganum og Guði. Innan marka
ábyrgðarinnar um velferð náungans og andsvarsins við náð Guðs er
maðurinn frjáls. Og hann á að vaxa, dafna í þessu frelsi, helgast. Orðið er
leiðbeining um þennan vöxt f trúnni.
Áherslan á helgunina er orðin brýn í samtíðinni, og í þessum punkti
hefur hinni lúthersku hefð skjátlast.28 Einhliða áhersla á náð Guðs og
trúarmóttöku einstaklingsins í lútherskri hefð hefur getið af sér
skeytingarleysi um uppeldismál, menningu og andlegt heilbrigði
27 Sigurbjöm Einarsson, TrúarUfssálaríræði. Rv. 1954 (fjölrit), s. 73-74.
28 Ég á hér vitaskuld við ranga notkun „tveggjaríkjakenningarinnar“, kenningarinnar
um hið andlega og veraldlega valdsvið sem aðskilin svið, sem er mjög útbreidd.
121