Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 123

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 123
Spumingar um hefð og ffelsi Mennimir setja fram skýr boð og bönn, og það hefur Guð raunar gert sjálfur, en þeir vilja að Guð haldi sig stranglega við boðin og refsi án miskunnar. Sagan af Jónasi spámanni („í hvalnum“), með sinni ósviknu glettni og húmor, sýnir einmitt fram á, hversu fjarri það er vilja Guðs að láta dóm ganga. Miskunn Guðs, sem á mannlegan mælikvarða er oft hin mesta rökleysa, er fram sett í bókarlok Jónasarbókarinnar sem andstæða alls þess sem guðsmaðurinn vildi með lífi sínu og starfí. Fyrirgefhing Guðs, er Nínívemenn iðmðust, ómerkti orð spámannsins. vm Frelsi trúar og ábyrgð siðgæðis í einu merkasta riti Sigurbjöms Einarssonar, Trúarlífssálfræði, frá 1954, sem er aðeins til í fjölriti, standa þessa setningar:27 Trú og siðgæði er sitt hvort að sönnu. Trú er sinnar tegundar og ekki fylginautur siðalærdóma . . . Siðgæði getur þróast og komist allhátt án tengsla við trú. En á hinn bóginn er æðra trúarlíf óhugsandi án siðrænnar baráttu og viðleitni . . . Trúarleg vakning eða afturhvarf leiðir alltaf til siðferðilegrar endurfæðingar, en gufar upp ella. Leggi maðurinn niður vopnin í hinni siðrænu baráttu, sveigi hann undan fyrir ffeistingum sínum, deyr trúarlífið líka... Frelsi fagnaðarerindisins er bundið ábyrgð um siðrænt líf einstaklings og þjóðfélags. Frelsið er frelsi til einhvers, ekki einvörðungu frelsi frá einhverju. Frelsi Krists í mynd Dostojefskís af fundi þeirra rannsóknardómarans er líf sem ekki skorast undan þjáningu. Það er líf fyrir aðra, í þágu annarra. Guðsþjónustan, jafnt kvöldbæn bamsins sem messa safnaðarins, er tjáning þessa frelsis. Innan markanna sem frelsi Krists setur ríkir gleði og friður. En frelsi er ekki sama og geðþótti. Frelsi er ætíð frelsi innan tiltekinna marka. Tónskáldið er frjálst að semja innan þeirra marka sem hljómborðið setur. Frelsi kristins manns er því frelsi „í Kristi,“ þ.e. frelsi innan kristslífsins, en ekki frelsi til þess að brjóta af sér mörk hins siðræna lífs. Frelsið er frelsi til þess að þjóna náunganum og Guði. Innan marka ábyrgðarinnar um velferð náungans og andsvarsins við náð Guðs er maðurinn frjáls. Og hann á að vaxa, dafna í þessu frelsi, helgast. Orðið er leiðbeining um þennan vöxt f trúnni. Áherslan á helgunina er orðin brýn í samtíðinni, og í þessum punkti hefur hinni lúthersku hefð skjátlast.28 Einhliða áhersla á náð Guðs og trúarmóttöku einstaklingsins í lútherskri hefð hefur getið af sér skeytingarleysi um uppeldismál, menningu og andlegt heilbrigði 27 Sigurbjöm Einarsson, TrúarUfssálaríræði. Rv. 1954 (fjölrit), s. 73-74. 28 Ég á hér vitaskuld við ranga notkun „tveggjaríkjakenningarinnar“, kenningarinnar um hið andlega og veraldlega valdsvið sem aðskilin svið, sem er mjög útbreidd. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.