Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 65
Breytingar á skólamálum á íslandi áfyrri hluta 19. aldar
vins og umsagnir Moltke og Hoppe og setti fram nýjar tillögur, en gat þess jafn-
framt að flestar þær hugmyndir sem fram hefðu komið í tillögugerð þremenning-
anna væru þess eðlis að þeim yrði ekki hrundið í framkvæmd sakir kostnaðar.
Samt féllst skólastjórnarráðið á að gera úrbætur í húsnæðismálum skólans og
gera nemendum kleift að læra byrjunaratriði þýskrar tungu. Þá vildi það láta
samræma prófin í skólanum og hjá einkakennurum.10
Sýnilegur árangur af erfiði Baldvins varð ekki mikill, enda greindi hann á við
Moltke hvaða leið skyldi farin í heilbrigðismálum. Baldvin benti réttilega á að
læknar þeir sem í landinu væru gætu engan veginn sinnt sjúklingum sínum vegna
erfiðra samgangna og fjarlægðar og því væri leitað til skottulækna í nágrenninu
þegar veikindi bæri að höndum. Moltke taldi hins vegar að lélegur læknir væri
verri en enginn og læknakennsla yrði til lítilla nota þegar sjúkrahús vantaði.
Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu, en þessar tillögur og sú umræða sem af
þeim leiddi urðu síðar grunnurinn að þeim breytingum sem urðu á íslensku
skólakerfi þegar leið að miðri 19. öld.
Snemmsumars árið 1832 kom út bæklingur eftir Tómas Sæmundsson sem bar
heitið Island fra den intellctuelle Side betragtet. Hann var í tveimur hlutum, sá
fyrri um alþýðufræðslu, en síðari hlutinn um æðri menntun og endurbætur á
henni. Hann benti á þá staðreynd að engir alþýðuskólar væra í landinu sakir
strjálbýlis og grundvöllur undir þá einungis á tveimur stöðum á landinu.
I síðari hlutanum ræddi hann um endurbætur á æðri menntun og lagði til að
Bessastaðaskóli yrði fluttur til Viðeyjar, einum bekk yrði bætt við og námsgrein-
um fjölgað. Að auki kæmi „selecta“, þar sem kennd yrði guðfræði. Líkt og Bald-
vin taldi Tómas æskilegt að kennd yrði tónlist, dans, leikfimi, glímur og sund.
Nauðsynlegt væri að menn kynnu að bera sig vel vegna samkvæmislífsins. ís-
lenskir stúdentar sættu aðhlátri í hópi danskra stúdenta sem þekktu ekki mun
menningar og siðfágunar."
Þegar Tómas kom úr suðurför sinni vorið 1834 sótti hann um Breiðabólstað í
Fljótshlíð. Umsóknin er dagsett 17. maf og þar segir hann að auk þess að sækja
heim erlenda háskóla og auka með því skilning og þekkingu á guðfræði hafi
hann sérstaklega viljað afla sér staðgóðrar þekkingar í öllu sem laut að uppeldis-
og skólamálum.12 Þessi ummæli benda til að hann hafi þá þegar haft í hyggju að
helga krafta sína skólamálum fremur en að starfa í þjónustu kirkjunnar.
Skólastjórnarráðið skrifaði stiftsyfirvöldunum á íslandi 11. janúar 1831 og
leitaði ráða um endurbætur á íslenskum skólamálum. Þau svöruðu með rækilegri
álitsgerð 4. febrúar 1832. Þar var talið æskilegast að skilja guðfræðikennsluna
10 Lovsamling for Island IX. bindi, bls. 629-30.
11 Tómas Sæmundsson. Islandfra den intellectuelle Side betragtet, bls. 26-27.
12 ÞÍ. Kansellískjöl; KA-134.
63