Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 93
Sigurður Árni Þórðarson
Guðfræðin, innræti og
starfsþjálfun prestsefna
Baugaþrenna
Fyrirlestur í guðfræðideild Háskóla Islands, prófessorinn kafaði djúpt og flaug
hátt í útlistun fræðanna. Ringluðum guðfræðinema fór að verða ómótt. Að lædd-
ist spurningin: Hvað kemur trúnni við þessi floti hugmynda? Er þetta e.t.v. óþarf-
ur heilaspuni? Hann mannaði sig upp og lét broddspurn sína flakka: „Hvert er
fagnaðarerindið í öllum þessum fræðum?" Prófessorinn, sem var vanur maður
og skjótráður, sneri sér mildilega að stúdentinum og mælti fram kjarnavers úr
Nýja testamenntinu: „Því svo elskaði Guð heiminn...," og hélt síðan áfram köfun
og flugi fræðanna, eins og ekkert hefði í skorist.
Engu skiptir hverjir áttu í hlut og hvort sagan er afflutt eða hreinsuð í endur-
sögn. Hún er táknsaga um mót tveggja heima eða skilningsbauga, sem skarast
þegar best lætur. Annars vegar mannvera með ákveðna sýn, geðslag, sögu, upp-
eldi, sorgir, þrár og menntun. Hins vegar heimur guðfræðideildar, sem byggir á
hefð fræða, stöðu í akademíunni, stefnumörkun, kennarahópi og fleiru. Guð-
fræðinemi og guðfræðideild rugla reitum, en í mismiklum mæli eins og dæmin
sanna. Til að nemandi geti nýtt sér námið til fulls verða heimar persónu og guð-
fræðinnar að skarast sem mest.
Auk nema og námsstofnunar er þriðji baugurinn, sem sker hina báða, kirkjan.
í sumum tilvikum hefur guðfræðinemi ekki í hyggju að ganga í þjónustu kirkj-
unnar að námi loknu. Þeim guðfræðikandídötum mun líklega fara fjölgandi, sem
aldrei verða starfsmenn hennar. Annar guðfræðinemi er hagvanur kirkjumaður
og samsamar sig í mörgu málstað og störfum kirkjunnar.
Mikilvægt er að muna eftir þessari þrívídd. Séð af sjónarhóli kirkjunnar verða
tengsl baugaþrennunnar æ flóknari. Kirkjunni er mikilvægt, að guðfræðinemar
sem vilja ganga til starfa á vegum hennar tengist henni með formlegum hætti fyrr
en nú er. Til þess liggja ýmis hagnýt, guðfræðileg rök. Fram hafa verið settar
nýjar tillögur um hvernig kirkjan hafi afskipti af þjálfun prestsefna og að þau af-
skipti hefjist þegar á námstíma guðfræðinema. Kirkjan vill hlúa að starfsmönn-
um framtíðar.
91