Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 141
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Bibliapauperum
Transito jordane et portaverunt in testimonium unde flumen transitur et
patria mellis [aditur] (Þegar þeir höfðu farið yfir Jórdan, þá báru þeir þaðan
gögn til vitnisburðar. Farið er yfir ána og til land hunangsins).
í tréþrykkinu er samsvarandi mynd, þar sem tveir menn ganga fram götu og bera
geysistóran vínberjaklasa á stöng, sem svignar milli þeirra. Hinn fremri heldur á
göngustaf í vinstrihendi. En hinn aftari tekur með vinstrihendi um belti sér. Á er
að baki þeirra og handan þeirra borg. Tré eru í bakgrunni báðum megin árinnar.
Myndirnar af mönnunum með vínberjaklasann eru snarlíkar í mörgu tilliti.
Yfirskrift myndarinnar í tréþrykkinu er á latínu:
Versus Flumen transitur et patria mellis aditur (Vers: Farið er yfir ána og
gengið til lands hunangsins).
Skýringartexti tréþrykksins er á latínu:
Legitur in libro numerorum xiij capitulo nuncii quod missi erant ad ex-
plorandum terram promissionis cum redirent praeciderunt botrum &
portauerunt in vecte & transito jordane adduxerunt in testimonium boni-
tatis terre illius quod signifícat si volumus intrare regnum celorum oporter
nos primos transire per aquas baptismi (I 4. Mós. 13 gefur að lesa, að sendi-
menn voru sendir til þess að kanna fyrirheitna landið. Þegar þeir snéru aftur,
höfðu þeir skorið vínberjaklasa og báru á slá. Og þeir fóru yfir Jórdan og komu
með hann til vitnisburðar um gæði þessa lands. Það táknar, að oss ber að fara
fyrst í gegnum vatn skírnarinnar, efvér viljum ganga inn í guðsríki).
í Danmarkskirkju eru sýndir tveir spámenn sínhvoru megin neðan við samfell-
una. Textinn á böndunum er ekki auðlesinn.
í tréþrykkinu eru sýndir fjórir spámenn.
Spámenn halda á textaböndum á latínu.
Sá, sem er efst til hægri á síðunni, ber textaband með áletruninni:
ysaias xii Haurietis aquas in gaudio de fontibus saluatoris (Jesaja 12: Þér
munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum frelsarans).
Spámaðurinn efst til hægri ber textaband með orðunum:
Dauid In ecclesiis benidictite deo domino & fontibus israel (Daviðssálm.
67: í samkundunum blessið Guð, Drottin frá lindum ísraels).
Spámaðurinn neðst til vinstri ber textaborða með orðunum:
Ezekiel xxxvj Effundam super vos aquam mundam (Ezekiel 36: Ég mun
úthella hreinu vatni yfir yður).
Spámaðurinn neðst til hægri heldur á textabandi með þesum orðum:
139