Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 190
Gunnlaugur A. Jónsson
stórt hlutverk og gengur sem rauður þráður í gegnum myndina.38 Þessi mynd hef-
ur einnig notið mikilla vinsælda hér á landi.39 í upphafi þessarar listrænu og
fallegu kvikmyndar syngur söngkona fallegt lag við sálm 23 eftir hið kunna
tékkneska tónskáld Antonin Dvorak (1841-1904) og í lok hennar hefur dreng-
hnokkinn Kolja, aðalpersóna myndarinnar, yfir orð sálmsins.
Þannig myndar sálmurinn ramma um kvikmyndina og kemur raunar oftar við
sögu í henni. Því er eðlilegt að sú spuming vakni hvort boðskapur myndarinnar
sé ekki með einhverjum hætti tengdur S1 23. Ég hef lesið mikið af erlendri um-
fjöllun kvikmyndagagnrýnenda um myndina, en hvergi fundið að menn velti
þessari spumingu fyrir sér og kemur það óneitanlega á óvart.
Sérhver áhorfandi hlýtur þó að sjá hversu nálægð dauðans er fyrirferðarmikið
stef í myndinni og er þar augljóslega tengt við ljóðlínuna „þótt ég fari um dauð-
ans skugga dal“ úr sálminum. Sögusviðið er Tékkóslóvakía um það leyti sem
þjóðin er að losna undan yfirráðum Sovétmanna og lýkur myndinni á flauelsbylt-
ingunni svonefndu. Sterkasta atriði myndarinnar er lokaatriðið þegar Kolja litli
er á leið heim til Rússlands á nýjan leik, út í óvissuna, og hefur þá yfir sálm 23 á
tékknesku. Sálmurinn var það fyrsta sem hann hafði lært í því máli, svo oft hafði
hann verið viðstaddur útfarir þegar sálmurinn var sunginn og spilaður af hinum
nýja pabba hans. Þessi lok myndarinnar sannfæra áhorfandann um að allt muni
fara vel og hann heldur heim sáttur. Guðfræðingur hlýtur líka að spyrja sig þeirr-
ar spurningar hvort ekki megi greina exodus-stefið í myndinni í sögusviðinu þar
sem um er að ræða kúgaða þjóð sem er að losna úr ánauð. Jóhanna Þráinsdóttir,
stud. theol. og þýðandi myndarinnar á íslensku, hefur að mínu mati prýðilega sýnt
fram á það í grein sinni um myndina þar sem hún kemst meðal annars þannig að
orði:
I tékknesku kvikmyndinni Kolja má segja að 23. sálmur sé notaður til að innramma tvenns
38 Jóhanna Þráinsdóttir, stud. theol., þýddi texta myndarinnar á íslensku. Hún flutti einnig mjög
áhugavert erindi um myndina í námskeiði um áhrifasögu Saltarans síðastliðið vor og er erindi
hennar væntanlegt í næsta hefti Orðsins. Rits Félags guðfrceðinema (1998). Lengst hefur farið
lítið fyrir markvissri könnun á notkun biblíulegra stefja í kvikmyndum. A því hefur nýverið
orðið ánægjuleg breyting með útgáfu tveggja rita eftir Larry J. Kreizter, ritanna Tlie New
Testament in Fiction and Film. Sheffield Academic Press 19993 og The Old Testament in
Fiction and Film. Sheffield Academic Press 1994. Um kvikmyndir, trú og kirkju, sjá ennfrem-
ur Martin Ammon og Eckart Gottwald (útg.), Kino und Kirche im Dialog, Göttingen, Ziirich
1996 og Margaret R. Miles, Seeing and Believing. Religion and Values in the Movies, Boston
1996.
39 Til gamans vitna ég hér í umsögn Björns Bjamasonar menntamálaráðherra um myndina sem
hann setti inn á heimasíðu sína 6. apríl 1997: „Það er svo margt sagt með skemmtilegum og
einföldum hætti að með ólíkindum er. Að geta með þessum einstæða hætti til dæmis brugðið
upp andrúmsloftinu í kringum hrun sovéska heimsyfirráðakerfisins er snilldarverk."
188