Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 107
Kristján Búason
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“
í Upplandi í Svíþjóð
og Biblia pauperum'
Túlkunarhefð miðalda
Það, sem hér fer á eftir, tilheyrir sögu túlkunar fagnaðarerindisins um Jesúm
Krist. í kirkjunni hafa guðfræðingar allt frá upphafi glímt við spuminguna,
hvemig gamlir textar geti haft merkingu fyrir síðari tíma, fyrir allt annað fólk í
öðrum kringumstæðum. Á undan kirkjunni glímdu fræðimenn Gyðinga við þess-
ar spurningar og þróuðu túlkunarreglur eins og alhæfingu, sértekt, hliðstæðu,
o.s.frv.1 2 3 í Alexandríu í Egyptalandi lærðu Gyðingar og síðar kristnir guðfræðing-
ar af stóumönnum allegoríska túlkun fornra texta til viðbótar við bókstaflega eða
sögulega túlkun. Stóumenn miðluðu arfi frá túlkun innvígðra á táknrænum at-
höfnum launhelga, einnig óeiginlegri túlkun grískrar heimspeki á eldri goðsögn-
um. Tvíhyggja Platons gerði ráð fyrir tvenns konar veröld, veröld hugmynda og
veröld skuggamynda. Þá gerði nýplatonisminn ráð fyrir ólíkum stigum skilnings.
í Alexandríu mættust ólíkir straumar og þar var lagður grunnur að fjórfaldri túlk-
un texta á miðöldum, það er að segja bókstaflegri túlkun (sensus litteralis eða hist-
oricus), kirkjulegri túlkun, sem felur í sér heimfærslu á kirkju og kenningu (sens-
us allegoricus), siðferðilegri túlkun, sem felur í sér heimfærslu á einstaklinginn
og siðferði hans (sensus tropologicus), túlkun vonar trúarinnar (sensus anagogi-
1 Þetta erindi var flutt stytt í Þjóðarbókhlöðu 18. 10.1997 í röð fyrirlestra, sem haldnir voru í til-
efni af 150 ára afmæli Prestaskólans í Reykjavík.
2 Strack, H. L., Introduction to the Talmud and Midrash. New York: Harper & Row Publishers
(1931) 1965. Bls. 93-104. Sjö reglum er safnað af rabbi Hillel um 1. f. Kr. og þrettán útfærslur
voru samdar af rabbi Ishmael 100 e. Kr. og kenndar við hann. Þessum reglum fjölgaði með
tímanum.
3 G. Ebeling, Evangelische Evangelienauslegung. Eine Unteruchung zu Luthers Hermeneutik.
Múnchen: Evangelischer Verlag Albert Lempp. Frtiher Chr. Kaiser Verlag. 1942. Bls. 90-159. Á
bls. 143n vísar G. Ebeling til ritsins, Glossa ordinaria, sem hefur verið eignað Walahfrid Strabo
(808/9-849), og var ríkulega notað á miðöldum. Þar er að finna eftirfarandi texta. „ Quattuor sunt
regulae sacrae scripturae, i. e. historia, quae res gestas loquitur. Allegoria, in qua aliud ex alio
intelligitur. Tropologia, i. e. moralis locutio, in qua de moribus ordinandis tractatur. Anagoge, i.
e. spiritualis intellectus, per quem de summis et celestibus tractaturi ad superiora ducimur. his
quattuor quasi quibusdam rotis tota divina scriptura volvitur verbi gratia. “
105