Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 214
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Rétttrúnaðurinn, upplýsingarstefna og heittrúarstefnan
Rétttrúnaðurinn (1577-1750)
Lúther naut mikillar virðingar innan kirkju mótmælenda. Það kemur meðal ann-
ars fram í því að hann lifði það að sjá heildarútgáfu verka sinna, en slíkt var áður
óþekkt. Lúther hafði aldrei réttlætt kennivald sitt með tilvísun til ákveðinna and-
legrar reynslu. Hann benti alla tíð á að hann væri kallaður til kirkjulegra starfa
sem munkur og vígður til prests, auk þess sem hann hefði hlotið doktorstitil við
viðurkenndan háskóla er starfaði með leyfi páfa og væri prófessor í Heilagri ritn-
ingu við háskólann í Wittenberg. Þ.e.a.s hann naut allra kirkjulegra réttinda til að
boða fagnaðarerindið og kenningu sína og því mæti einungis dæma hann út frá
orði ritningarinnar. Lúther varði sig þannig gegn allri gagnrýni um að siðbótin
byggðist á tilviljunarkenndum upplifunum og skoðunum eins manns. Biblíufesta
Lúthers varð til þess að honum var síðar þökkuð enduruppgötvun hinnar biblíu-
legu kenningar. í ljósi hennar fylgdi endurmat á kenningunni um réttlætinguna;
um skiptinguna á milli lögmáls og fagnaðarerindis; um sakramentin, guðþjónust-
una, bænina, og samband ríkis og kirkju; um hjónabandið, uppeldi, skólahald
osfrv. Um alla þessa málaflokka fjallar Lúther mjög ítarlega.
Af þessu hlaust sú þróun að rétttrúnaðurinn leitaði til Lúthers sem kenniföður
kirkjunnar. Rétttrúnaðurinn mótaðist í kringum 1577 en þá var samið hið mikla
játningarrit Samlyndisreglan (Konkordienformel). í þessu riti er lúthersk kenn-
ing sett fram með hliðsjón af þeim deilum er höfðu verið innan hreyfingar sið-
bótarmanna og í ljósi átaka siðbótarmanna við rómversku kirkjuna. Rétttrúnað-
urinn átti í stöðugum deilum við (1) gagnsiðbót rómversku kirkjunnar og sér-
staklega Jesúíta, (2) við kalvinista sem stunduðu trúboð á lútherskum landsvæð-
um, (3) við vingltrúarmenn (endurskírendur, dómsdagsspámenn o.fl.), (4) við
stefnu hollenska guðfræðingsins Georg Calixt (1586-1656) er hafnaði hinu af-
gerandi gildi réttlætingarkenningarinnar með áherslu sinni á að kenningarlegt
samsinni fyrstu fimm aldanna (consensus quinquesaecularis) nægði til að yfir-
vinna allan kirkjuklofning.21 Þrátt fyrir að Lúther nyti mikillar virðingar innan
rétttrúnaðarins, var hann ekki álitinn óskeikull „pappírs-páfí“.22 Virðingin er
hann naut byggðist fyrst og fremst á skýrleika hinnar biblíulegu kenningar í rit-
um hans. Lúther var því ætíð lesinn og túlkaður í ljósi Ritningarinnar, Ágsborg-
arjátningarinnar og Samlyndisreglunnar. í Samlyndisreglunni setur rétttrúnaður-
inn fram hina kristnu kenningu og er því ekki að undra að hann styðjist þar bæði
við túlkun Lúthers og framsetningu. Eftirtektarvert er að hún fylgir Lúther ekki
21 Um Calixtus, sjá grein Lau: „Calixt", 1586nn. Sjá einnig Homig: Lehre und Bekenntnis im
Protestantismus, 86-96.
22 Lohse: Martin Luther. Einfiihrung in sein Leben und Werk, 214.
212