Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 158
Jón Sveinbjörnsson
Reynt verður að skoða stef kaflans í ljósi hliðstæðra stefja í bókmenntum og
heimspeki- og mælskuritum fyrstu aldar og hvernig menn hafa nálgast þessa
mælskutexta í nútímanum og athuga hvort aðferðir þeirra geti varpað ljósi á
textann (Rhetorical criticism).39
í þriðja þætti (Textinn og við) verður spurt, hvernig „við“ getum tekið þátt í lestri
kaflans út frá þeim aðferðum, sem við höfum beitt, borið saman ákveðin fyrir-
bæri í frumtexta og í nútíð og komið innihaldinu til skila með þeim lestrarmerkj-
um sem nútímamönnum er eiginlegt að vinna úr, þ.e.a.s. „í samhengi menning-
ar“. Segja má að nútíminn einkennist af fjölhyggju og menn nota mismunandi
aðferðir við lestur texta. Aukin samskiptatækni hefur auðveldað mönnum að
kynnast lífsháttum og viðhorfum annarra þjóða og bera þau saman við eigin
viðhorf. Þrátt fyrir víðari sjóndeildarhring virðast menn þó enn í dag vera að
glíma við margar sömu lífsspurningar og vandamál sem menn voru að fást við
fyrr á öldum en nota oft önnur hugtök og myndir. Tengslin geta því orðið óljós
og fornu textarnir kunna þar af leiðandi að missa marks.
Biblíulestur liðinna kynslóða getur verið leiðbeinandi fyrir nútímalesendur.
Ahugavert er að kanna hvernig menn hafa skilið Biblíutexta og notað þá við
ólíkar aðstæður í sögunni. Talað er um áhrifasögu og viðtökurýni í sambandi við
rannsóknir á því hvernig Biblíutextar hafa blásið mönnum í brjóst að skapa nýja
texta og nota stef úr Biblíunni til að tjá viðhorf sín.40
Oftast má finna mörg stef í Biblíutextum og geta aðstæður lesandans oft ráðið
hvaða stef verða fyrir valinu þegar texti er lesinn og túlkaður. Varasamt getur
39 D.L. Stamps „Rhetorical and Narratological Criticism" í: Stanley E. Porter, Handbook to
Exegesis ofthe New Testament. Brill (Leiden) 1997 s. 219-239; Th.H. Olbricht, „The Flowe-
ring of Rhetorical Criticism in America" í: S.E. Porter og Th.H. Olbricht, The Rhetorical
Analysis of Scripture Sheffield Academic Press (Sheffield) 1997 s. 79-102; M.M. Mitchell,
Paul and the Rhetoric of Reconciliation. Westminster (Louisville) 1993 s. 1-19; W. Wuellner,
„Death and Rebirth of Rhetoric in Late Twentieth Century Biblical Exegesis" í Fornberg &
Hellholm (ritstj.) Texts and Contexts s. 917-929; D. Litfin, St. Paul's Thelogy ofProclamation',
Cambridge University Press (Cambridge) 1994; W.R. Domeris, „Socio-History: Sociological
and Social Historical Investigations." í: P.J. Hartin & J.H. Petzer (ritstj.) Text & Interpretation.
New Approaches in the Criticism of the New Testament. E.J. Brill(Leiden) 1991 s.171-185;
sbr. Jón Sveinbjömsson, „Grískan og kristindómurinn." Grikkland ár og síð, 1991, bls. 267-
284.
40 Gunnlaugur A. Jónsson, Hirðir og hjörð. Þcettir úr áhrifa- og rannsóknasögu Gamla testament-
isins. (Skýrslur og rannsóknaritgerðir Guðfræðistofnunar 1997). Sami, „Heimfærsla í biblíu-
kveðskap sr. Valdimars Briem. Dæmi úr áhrifasögu Gamla testamentisins“. f ráðstefnuritinu
Milli himins og jarðar, 1997 s. 195-210. Sami, „The Old Testament in Icelandic Life and
Literature". Studia theologica. Scandinavian Journal ofTheology, 50, no. 2, 1996, s. 109-124.
Sami, „Faraó með sinn heimskuher í hafinu rauða drekkti sér. Af áhrifasögu biblíu textanna,
vanræktu en áhugaverðu fræðasviði". Kirkjuritið 59,1 /1993, s. 12-20.
156