Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 212
Sigurjón Arni Eyjólfsson
út í þremur bindum á árunum 1911-1912. Hann reynir að túlka verk Lúthers með
aðferðum sálfræðinnar og álítur Lúther vera truflaðan á geði og fómarlamb eigin
fmyndunarveiki. Dómur Grisar er þó hinn sami og Denifle en falinn undir „skiln-
ingi“ hans á „sjúkleika“ Lúthers.9
Rómversk kaþólskir Lútherfræðingar gerðu fyrst upp við þessa hefð þegar
líða tók á þessa öld og oft gegn mikilli andstöðu kirkjunna manna.10 Fremstir í
flokki uppgjörsmanna voru þeir Franz X. Kief og Joseph Lortz en sá síðamefndi
skrifaði hið mikla verk Die Reformation in Deutschland. í þessu verki er siðbótin
skilgreind í sínu sögulega samhengi og Lúther metinn sem einn af mörgum þjón-
um kirkjunnar sem rís gegn hnignun hennar og reynir að „siðbæta" hana. Lortz
bendir í þessu sambandi á nauðsyn þess fyrir kaþólikka að koma auga á hinn
kaþólska Lúther. Hann segir að enduruppgötvun Lúthers á hinum biblíulega rétt-
lætingarskilningi (að réttlæti Guðs felst í því að Guð réttlætir manninn í Kristi en
maðurinn ekki sjálfan sig með verkum sínum, Rm 1.17) sé enduruppgötvun kaþ-
ólskrar sannfæringar er margir ritskýrendur miðalda þekktu." En sannleikur hins
biblíulega boðskapar var á síðmiðöldum aftur á móti bæði hulinn alþýðu manna
og kirkjuleiðtogum. „Dýrð kirkjunnar“ þ.e. ljós fagnaðarerindisins í boðun henn-
ar, er á síðmiðöldum samkvæmt Lortz ekki sögulega sýnileg.12 Verk Lúthers er
því ekki hægt að afgreiða sem villu. Lortz bendir á nauðsyn þess að greina hinn
sannkaþólska boðskap Lúthers frá þeim stöðum í kenningu hans sem litaðir eru
af „villu“. Að vissu marki er hægt að afsaka margt í hugsun Lúthers í ljósi sam-
tíðar og persónugerðar hans og slíkt verður að gerast ef samtal á að takast við hin
kaþólska Lúther. Lortz gengur mjög langt í mati sínu á verkum hans. T.d. styður
hann Lúther heilshugar í deilum hans við Erasmus frá Rotterdam.13
Adolf Herte14 gekk endanlega milli bols og höfuðs á þessum fordómum í
verki sínu um túlkunarsögu rómversku-kirkjunnar á Lúther. Herte sýnir fram á
að framsetning Cochláus á ævi Lúthers frá árinu 1549, móti nær alla framsetn-
ingu og mat rómverk-kaþólsku kirkjunnar á Lúther og sýnir fram á að í fyrsta
lagi sé það einsdæmi í sögunni hve lengi svo röng og hatursfull framsetning hafi
haldist innan sögurannsókna og í öðru lagi að hún standist engan veginn hinn
sögulega raunveruleika. Eftir þetta verk ætti enginn fræðimaður, er heldur þess-
um aldargömlu fordómum fram, að vera tekinn alvarlega.
9 Grisar: Luther Bd. I, 86-97; Luther Bd. III, 596-607. Þessa texta er einnig að finna hjá Born-
kamm: Luther itn Spiegel der deutschen Geistesgeschichte, 436-441.
10 Manns: Lortz, Luther und der Papst, 311 n.
11 Lortz: Die Reformation in Deutschland Bd.I, 183.
12 Lortz: Die Reformation in Deutschland Bd.I, 16, 432-436.
13 Lortz: Die Reformation in Deutschland Bd. I, 127-137; Manns: Lortz, Luther und der Papst,
329.
14 Herte: Das katholische Lutherbild im Bann der Lutherkommentare des Cochlaus, Bd. 1-3.
210