Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 147
Guðfrœði og biblíuþýðing
koma fram.7 Elstu latnesku þýðingarnar nefnast Itala (sú ítalska) eða Vetus Lat-
ina (gamla latneska) en Hieronymus vann að endurbættri latneskri þýðingu á ár-
unum 384-405 sem var síðar (á 13. öld) nefnd Versio Vulgata (hin almenna).
Þýðing Gamla testamentisins á norræna tungu, Stjórn, og aðrar fornnorrænar
þýðingar frá miðöldum veita miklar upplýsingar um þýðingaraðferðir til foma.8
Þar má koma auga á áhrif kennslubókanna í ritlist9 og bent hefur verið á hvemig
þýðendurnir höfðu lesendur sína í huga með því að móta þýðingamar eftir nor-
rænum fornbókmenntum.10
Margar biblíuþýðingar hafa haft mótandi áhrif á málfar og menningu þjóða,
t.d. þýðing Williams Tyndales* 11 og þýðing Jakobs konungs (King James Versiorí)
meðal enskumælandi manna, þýðing Lúthers meðal þýskumælandi manna og
Guðbrandsbiblía hjá ókkur íslendingum. Þessar Biblíuþýðingar urðu sjálfstæðir
textar og gæddir eigin lífi sem lifðu á vörum fólks. Mikill hluti talshátta í ensku
er t.a.m. talinn eiga rætur sínar að rekja til þýðingar Tyndales.12 Jón Friðjónsson
prófessor hefur á undanfömum ámm rannsakað áhrif Guðbrandsbiblíu og biblíu-
málsins á íslenskt mál og telur að orðfræðileg áhrif Biblíunnar séu svo mikil að
telja megi fullvíst að ekkert eitt rit hafi haft jafngagnger áhrif á íslenska tungu og
Biblían. Hann bendir á að þýðingar kristilegra rita séu meðal elstu heimilda um
íslenskt mál, frá því um og fyrir 1200 og jafnvel enn eldri.13
En þegar tímar liðu reyndust margar þessara þýðinga erfiðar fyrir nýja les-
endur og því varð oft nauðsynlegt að þýða að nýju og gera textann læsilegri. Oft
gat þó reynst erfitt fyrir nýja þýðendur og „endurskoðendur“ að „leiðrétta" eldri
leshætti sem höfðu unnið sér sess í hefðinni.
7 Sbr. S. Olofsson, The LXX Version: A Guide to the Translation Technique ofthe Septuagint.
Sami: God Is My Rock: A Study of Translation Technique and Theological Exegesis in the
Septuagint. Coniectanea Biblica Old Testament Series 30 og 31. Almqvist & Wiksell
(Stockholm) 1990;
8 J.J. Kirby, Bible Translation in Old Norse. Libraire Droz (Genf) 1986;
9 Jón Sveinbjömsson, „Fornar biblíuþýðingar," Skírnir, hausthefti 1989 (163. árg.) s. 41-49.
10 Gunnar Harðarson, Littérature et Spiritualité en Scandinavie Médiévale. La Traduction
Norroise de Arrha Animae de Hugues de Saint-Victor. Etude historique et édition critique.
Brepols (Paris) 1995; sbr. Rita Copeland, Rhetoric, Hermeneutics, and Translation in the
Middle Ages. Academic Traditions and Vernacular Texts. Cambridge Studies in Medieval
Literature; II. Cambridge University Press (Cambridge) 1991.
11 D. Daniell, „Translating the Bible,“ í: S.E. Porter (ritstj.), The Nature ofReligious Language.
A Colloquium. Roehampton Institute London Papers 1. Sheffield Academic Press (Sheffield)
1996, s. 68-87; D. Daniell (ritstj.); Tyndale's New Testament.. in a Modern Spelling Edition
and with an Introduction. Yale Univ.Press (New Haven og London) 1989.
12 D. Daniell, „Translating the Bible“ bls. 84; B.J. & H.W. Whiting, Proverbs, Sentences and
Proverbial Phrases fom English Writings mainly before 1500. Harvard Univ.Press (Cambridge
MA) 11968.
13 Jón G. Friðjónsson, Rœtur málsins. Föst orðasambönd, orðatiltœki og málshcettir í íslensku
biblíumáli. íslenska Bókaútgáfan 1997, bls. xxxvii-xxxix.
145