Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 184
Gunnlaugur A. Jónsson
2:7 þar sem segir: „Því að Drottinn Guð þinn hefir blessað þig í öllu, sem þú hefir
tekið þér fyrir hendur. Hann hefir borið umhyggju fyrir för þinni um þessa miklu
eyðimörk. I fjörutíu ár hefir Drottinn verið mér þér; ekkert hefir þig skort.“ Þar
er sama sögn notuð og í S1 23.
Orðalagið „vötn þar sem þú mátt næðis njóta“ (orðrétt: „vötn hvíldar“) minnir
á hvíldarstaðinn í óbyggðagöngunni (4M 10:33) og raunar kemur orðið „menu-
hah“ - hvíld - fyrir í merkingunni fyrirheitna landið í 5M 12:9.27
Orðalagið „fyrir sakir nafns síns“ kemur einnig fyrir í S1 106:8 í samhengi
exodus-hefðarinnar. Þessi textatengsl við exodus-frásagnirnar gefa trú sálma-
skáldsins á handleiðslu og vernd Drottins enn traustari grunn en bara persónu-
lega reynslu, þ.e. reynslu Israelsþjóðarinnar af frelsuninni frá Egyptalandi og
þeirri vernd og leiðsögn sem Drottinn veitti henni gegnum óbyggðina.
Orðið „tsalmuth“ eða „tsalmawet“, hvort sem það merkir „dauðans skugga
[dalur]“ eða aðeins „dimmur [dalur]“ eins og nú er yfirleitt talið, á það sér einnig
hliðstæðu innan exodus-hefðarinnar, þ.e. í Jer 2:6 þar sem segir: „Hvar er Drott-
inn sem flutti oss burt af Egyptalandi, sem leiddi oss um eyðimörkina, um heiða-
og gjótulandið, um þurra og niðdimma landið, um landið sem enginn fer um og
enginn býr í.“ Meira að segja „borðið“ í 5. versi sálmsins kemur fyrir í exodus-
samhengi í S1 78:19: „Skyldi Guð geta búið borð í eyðimörkinni?"
Að baki orðinu „náð“ í v. 6 er hebreska orðið „hesed“ sem er einkum notað í
tengslum við sáttmálann. Það á annars vegar við um þær tilfinningar sem ríkja
innan sáttmálssambandsins og hins vegar þau verk sem upp af þeim tilfinningum
spretta. Það má því segja að það exodus-orðalag sem greina má undir yfirborði
alls sálmsins nái hámarki í þessu sáttmálshugtaki, sem leiðir hugann óneitanlega
að sáttmálsgerðinni á Sínaífjalli (2M 19).
Sé fallist á niðurstöður þeirra fræðimanna sem telja að exodus-stefið sé gegn-
umgangandi í S1 23, og óneitanlega er ýmislegt sem mælir með því að þeir hafi
á réttu að standa, þá höfum við hér dæmi um sérlega athyglisverð textatengsl inn-
an Gamla testamentisins, þ.e. hvernig einn texti „les“ annan og er undir áhrifum
frá honum. Því mætti hér allt eins tala um áhrifasögu innan Gamla testamentisins
sjálfs. Raunar er exodus-stefið talsvert fyrirferðarmikið í Saltaranum og kemur
víðar fyrir en nokkuð annað af hinum sögulegu stefjum Gamla testamentisins.28
27 Vissulega hefur sú túlkun komið fram að orðið eigi við musterið í Jerúsalem. Meðal þeirra sem
halda því fram eru Sigurður Örn Steingrímsson í grein sinni „Der priesterliche Anteil. Bedeut-
ung und Aussageabischt in Psalm 23.“ í: W. Gross, H. Irsigler, Th. Seidl (ritsj.) Text, Methode
und Grammatik: Wolfgang Richter zum 65. Geburtstag. St. Ottilien 1991. Sömu skoðun hafði
H. Spieckermann áður sett fram í riti sínu Heilsgegenwart: Eine Theologie der Psalmen.
Göttingen 1989, s. 268.
28 Sjá E. Haglund, Historical Motifs in the Psalms. Coniectanea Biblica. OT Series 23, Stock-
holm 1984.
182