Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 177
Hirðir og hjörð
ég hef beint athygli minni að í ríkari mæli en öðrum sviðum Biblíufræðanna að
undanförnu.6
Með áhrifasögu Gamla testamentisins á ég einfaldlega við þau margvíslegu
og víðtæku áhrif sem Gamla testamentið hefur haft á menningu og trúarlíf, eink-
um meðal Gyðinga og kristinna manna. Hef ég sérstaklega beint athygli minni að
því lífi sem Biblíutextamir hafa lifað meðal almennings og þá einkum hér á
landi, t.d. hversu rík áhrif þeir hafa haft á íslenskt mál, eins og rannsóknir Jóns
G. Friðjónssonar prófessors hafa leitt í ljós.71 áhrifasögunni er kannað hvernig
áhrif Biblíunnar hafa birst á fjölbreytilegan hátt í bókmenntum og listum og
hvernig þau verða stöðugt á vegi manns á ólíklegustu stöðum í þjóðfélaginu, t.d.
á nöfnum á hárgreiðslustofum,8 í átökum íslenskra sjómanna við breska sjóliða í
þorskastríði,9 í yfirlýsingu fjármálaráðherra landsins um nauðsyn aðhalds í efna-
hagsmálum í góðæri,10 og svo vitaskuld í boðun og kenningu kirkjunnar, bæði
þjóðkirkjunnar og annarra safnaða og trúfélaga. Mér hefur reynst þetta sérlega
áhugavert viðfangsefni og hafa nemendur mínir í áhrifasögunámskeiðunum við
guðfræðideildina verið mjög iðnir við að draga fram í dagsljósið forvitnileg og
skemmtileg dæmi.
6 Áhugi minn á áhrifasögurannsóknum Gamla testamentisins vaknaði í kjölfars vinnunnar að
doktorsritgerð minni The Image ofGod. Genesis 1:26-28 in a Century ofOld Testament Re-
search. Coniectanea Biblica. OT Series 26, Almquist & Wiksell Intemational, Stockholm
1988. Viðfangsefni þeirrar ritgerðar var rannsóknasaga Gamla testamentisins, og þar leitaðist
ég meðal annars við að sýna fram á að Biblíufræðingar væru alltaf háðir umhverfi sínu, að-
stæðum eða ómeðvituðum forsendum, í túlkun sinni á Biblíutextunum. Hinar mjög svo fjöl-
breytilegu túlkanir fræðimanna á imago Dei-textunum vöktu athygli mína á hlut lesandans í
glímunni við Biblíutextana og þeim áhrifum sem textarnir hafa á hann. f framhaldi af því tók
ég síðan að kanna hin margvíslegu og víðtæku áhrif Gamla testamentisins í menningar- og trú-
arlífi, einkum í íslensku samhengi. Eg hef leitast við að gera greinarmun á rannsóknasögu
Biblíunnar, þar sem fjallað er niðurstöður fræðilegra rannsókna, og áhrifasögunni þar sem við-
fangsefnið er það líf sem Biblíutextarnir hafa lifað meðal almennings og hin fjölbreytilegu
áhrif sem þeir hafa haft.
7 Jón G. Friðjónsson, Rœtur málsins. Föst orðasambönd, orðatiltæki og málshœttir í íslensku
biblíumáli. íslenska Bókaútgáfan 1997.
8 Tvær hárgreiðslustofur í Reykjavík sækja nöfn sín í Gamla testamentið, þ.e. hárgreiðslu-
stofurnar Dalfla og Absalon.
9 í fyrsta þorskastríðinu við Breta skiptust íslenskir varðskipsmenn á Biblíutilvitnunum, að
mestum sóttum í Orðskviðina, við skipstjórnarmenn á herskipum Breta. Var talsvert um þetta
„Biblíustríð" fjallað í breskum fjölmiðlum, eins og fram kemur í endurminningum Eiríks
Kristóferssonar skipherra. Sjá Gylfi Gröndal, Eldhress í heila öld. Eiríkur Kristófersson skip-
herra segirfrá œvintýrum sínum þessa heims og annars. Forlagið, Reykjavík 1993, s. 184-190.
10 Geir Haarde fjármálaráðherra sagði í fréttatíma sjónvarps 28. maí 1998 að nú væri nauðsynlegt
að grípa til hagffæði Gamla testamentisins, þ.e. að leggja fyrir til mögru áranna. Ekki er vafi á
því að langflestir unglingar skilja hvað hér er átt við og þekkja uppruna orðalagsins. Hér höfum
við m.ö.o. eitt af ótal dæmum um texta úr Gamla testamentinu sem lifir góðu lífi meðal ís-
lensks almennings og er raunar hluti af daglegu máli okkar Islendinga.
175