Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 132
Kristján Búason
quid capies leuiathan hamo (Job 40: Getur þú fangað Leviatan með öngli?).72
Spámaðurinn til hægri að neðan ber textaband með orðunum: Abacuc iij
Cornua in manibus eius ibi abscondita est fortidudo eius (Habakuk 3: Það eru
horn í höndum hans. Þar er hulinn styrkur hans).73
b) Síðusárið.
Fyrirmyndin Móses slær vatn af klettinum í Danmarkskirkju sýnir Móses með
hornin fara fyrir Israelsmönnum. I vinstri hendi sinni heldur hann á staf sínum og
slær úr klettinum vatn, sem rennur út af honum. Með hægri hendi bendir Móses
á vatnið, en hinum megin við klettinn stendur maður og sýpur drjúgum úr stórri
könnu. I baksýn eru nokkur tré.
Yfirskrift myndarinnar er á latínu:
effundam super vos aquam mundam
(Ég mun úthella yfir yður hreinu vatni).74
Myndin af manninum, sem teygar vatn úr könnu, undirstrikar neyzlu, og
ásamt með staðsetningu myndarinnar við mynd af kvöldmáltíðinni bendir hún til
altarissakramentisins. Textabandið getur vísað til skímarinnar. En hér vísar það
einkum til vatnsins sem rann ásamt blóði úr síðu Krists, Jóh. 19. 34. Hér virðist
því bæði skírskotað til kvöldmáltíðar og skírnar.75
I tréþrykkinu er myndin af því, þegar Móses slær vatn af klettinum, fyrirmynd
síðusárs Jesú (Mynd 9).
Aðalmyndin (antitypus) sýnir hinn krossfesta látinn eins og í aðalmyndinni af
72 í Vulgata Job 40. 20 stendur „An extrahere poteris leviathan hamo,... “ Þessi texti úr Job 41.1 n
er útlagður allegorískt á miðöldum eins og í predikun um Resurrectio Domini í íslensk hom-
ilíubók. Fornar Stólrœður. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1993. Bls. 108-110. Þar
segir „Sjá gleypandi hvalur merkir gráðgan andskota, þann er svelgja vill allt mannkyn í dauða.
Agn er lagt á öngul, en hvass broddur leynist. Þennan orm tók almáttugur Guð á öngli, þá er
hann sendi son sinn til dauða, sýnilegan að líkama, en ósýnilegan að guðdómi. Diabolus sá agn
líkama hans, það er hann beit og vildi fyrirfara." Bls. 109. í ísl. Biblíunni frá 1912 er þýtt
„Getur þú veitt krókodflinn á öngli?“ En í grísku þýðingunni Septuaginta er þýtt, „axeis de
drakonta en ankiströi...“ (Munt þú veiða höggorminn á öngli).
73 I ísl. Biblíunni frá 1912 er þýtt:.geislar (qarenim) stafa út frá hendi hans, og þar er hjúpur-
inn um mátt hans.“ Sjá um horn Móse hér að framan. Septuaginta þýðir „hom“ (kerata).
74 Þessi texti er tekinn úr Ezek. 36. 25n „Et ejfundam super vos aquam mundam, et mundabimini
ab omnibus inquinamentis vestris, et ab universis idolis vestris mundabo vos. Et dabo vobis
cor novum, et spiritum novum ponam in medio vestri... “ íslenzka þýðingin frá 1912 : „Og ég
mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum
óhreinindum yðar og skurðgoðum. Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda
í brjóst..." Þessi texti er í Biblia Pauperum tengdur myndinni af skím Jesú. Sjá nánar þar.
75 Sjá athugasemd hér framar í tengsum við rím milli týpu og antitýpu, þar sem vísað var til
Passíusálms 48. 6-7, en sr. Hallgrímur Pétursson sýnir þar, að hann þekkir þessa tengingu
beggja sakramentanna, kvöldmáltíðar og skírnar, við blóð og vatn úr síðusári Jesú.
130