Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 168
Jón Sveinbjörnsson
Persónusköpun felur í sér lýsingu á persónu sem á viðeigandi hátt talar orð sem eiga bæði við
persónuna sem talar og tilefnið sem fjallað er um. Dæmi: Hvað myndi eiginmaður segja við
konu sína þegar hann væri að leggja upp í langferð eða hershöfðingi við hermenn sína þegar
mikil hætta steðjaði að? Einnig er fjallað um nafngreinda menn. Dæmi: Hvað gæti Kýros hafa
sagt þegar hann hélt liði sínu til móts við Massageta eða hvaða orð fóru á milli þeirra Datis og
stórkonungsins þegar þeir ræddu saman eftir orrustuna á Maraþonsvöllum?
Til þessarar tegundar æfinga flokkast lofræður/hátíðaræður (panegyrike), hvatning og ritaðar
ræður.
Fyrst og fremst þarf því að athuga hvers konar manngerð/persóna (prospon) sá sem talar er og
einnig hvernig manngerð þess er sem hann beinir orðum sínum til. Athuga þarf á hvaða aldri
hann er, tilefnið, staðinn, hlutskipti/stöðu hans og efnið sem ræða á um. Þegar þetta hefur verið
gert er fyrst hægt að koma með viðeigandi orð.
I framhaldinu eru síðan tekin nokkur dæmi um ofangreind atriði sem gæta
þarf að svo sem muninn á málfari aldraðs og lífsreynds manns og ungs og
óreynds. Ekki er hægt að leggja sömu orð í munn karls og konu né heldur í munn
þræls og frjáls manns eða bónda og hermanns. Gæta þarf að hvaðan persónurnar
eru og að hugarástandi þeirra og þjóðerni. Einnig skiptir tilefnið og aðstæður
máli, hvort styrjöld geisi eða friður ríki, hvort sá sem talar er sigurvegari eða hef-
ur beðið lægri hlut og ekki er sama hvemig efnið er sett fram sem rætt er.
Leiðbeiningar eru gefnar um hvaða atriði þurfi að koma fram þegar verið er
að hvetja menn til dáða eða vara menn við einhverju. Einnig eru gefin ráð til að
hugga og hughreysta menn og sýna öðmm meðaumkun, hrósa mönnum eða
biðjast vægðar. Dæmi eru tekin um ólíkar stfltegundir og að lokum stendur:
Þessi æfing er sérstaklega hentug til að lýsa manngerðum/skapgerðum (eþos) og hvötum/til-
finningum (paþos). Almennt talað er þessi æfing nægileg að minnsta kosti fyrir byrjendur jafn-
vel þótt þeir séu vel æfðir/skólaðir í almennum æfmgum. Þeir sem vilja iðka persónusköpun
nákvæmar og á fullkomnari hátt geta einnig beitt aðferðum/röksemdafæslum sem notaðar eru
í sambandi við æfinguna álitamál (þesis) sem við munum ræða hér á eftir.
Hvað er höfundur Markúsarguðspjalls að segja? Er tilgangur hans að greina
frá atburðum eins og þeir gerðust í raun og veru? Er lýsing höfundar á lærisvein-
unum og fræðimönnunum sögulega rétt eða er hann að taka sér skáldaleyfi og
44 M.A. Tolbert, Sowing the Gospel. Merk’s World in Literary-Historical Perspective. Fortess
(Minneapolis) 1989; J.P. Heil, „Reader-Response and the Parables about Growing Seed in
Mark 4:1-34“ í: Catholic Biblical Quarterly. 54 (1992) s. 271-286; W.S. Vorster, „Meaning
and Reference: The Parables of Jesus in Mark 4,“ í: B.C. Lategan & W.S. Vorster (ritstj.),Tej:f
and Reality: Aspects of Reference in Biblical Texts. Semeia Studies. Scholars Press (Atlanta)
1985 s. 27-65.
45 J. Butts, The Progymnasmata ofTheon. A New Text with Translation and Commentary. (Diss.)
Claremont Graduate School, 1986 VIII, 1-; Jón Sveinbjömsson, „Grískan og kristindómurinn"
í: Grikkland árog síð. Hið íslenzka bókmenntafélag (Reykjavík) 1991 s. 274.
166