Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 180
Gunnlaugur A. Jónsson
Hirðistitill konunga og leiðtoga
Það er vert að hafa í huga að fjárhirðirinn í Landinu helga var frábrugðinn ís-
lenska smalanum að því leyti að fjárhirðirinn gekk á undan hjörð sinni en rak
hana ekki eins og íslenskir smalar eða fjármenn. Sú mynd var því vel til þess fall-
in að nota yfir leiðtoga, þann sem gekk í fylkingarbrjósti.
Hirðistitillinn var mikið notaður um konunga og pólitíska leiðtoga í hinum
fomu Miðausturlöndum. Hér áttu hlut að máli bæði Súmerar, Babýloníumenn,
Assýringar og Egyptar.15 í þessu konungsheiti fólst ekki síst, að konungurinn ætti
að vernda hina minni máttar.
Það er athyglisvert að þegar Gamla testamentið notar þennan titil um póli-
tíska leiðtoga þá er það yfirleitt á neikvæðan hátt. Guð var hinn sanni hirðir ísra-
els og aðra hirða þjóðarinnar vantaði yfirleitt mikið upp á að uppfylla þær vonir,
sem tengdar voru hirðishlutverkinu (sbr. Esk 34).
Þó að þess verði ekki vart að Gyðingar hafi beinlínis innleitt hirðisheitið í
konungstitil sinn þá er ljóst af Gamla testamentinu að stundum hefur verið talað
um konunginn sem hirði. Sambandið milli hirðis og konungs sjáum við til dæmis
hjá þekktasta konungi Israelsmanna, þ.e. sjálfum Davíð. Hefðirnar um starf hans
sem hirðis á unga aldri ber örugglega ekki bara að skilja sem sögulegan fróðleik
um uppruna hans, heldur sem eins konar forsögn um konungstign hans. Hér má
til dæmis benda á S1 78:70-72:
Hann útvaldi þjón sinn Davíð
og tók hann frá fjárbyrgjunum.
Hann sótti hann frá lambánum
til þess að vera hirðir fyrir Jakob, lýð sinn,
og fyrir Israel, arfleifð sína.
Og Davíð var hirðir fyrir þá af heilum hug
og leiddi þá með hygginni hendi.
Trúlega hefur myndin af hirðinum upphaflega ekki verið tengd sambandi
Guðs og einstaklings heldur sáttmálssambandi hans við þjóðina, enda er hún
langoftast notuð þannig.16
Fyrsti hirðirinn sem nefndur er í Biblíunni er Abel, sem féll fyrir hendi bróður
síns, jarðyrkjumannsins Kains (1M 4). Amos spámaður hafði einnig verið hjarð-
maður þó að annað hebreskt orð sé raunar notað þar. Þá segir það sína sögu um
15 Sjá Jack W. Vancil, „Sheep, sheperd" f: Anchor Bible Dictionary, Vol. 5, Doubleday, New
York, 1992, s. 1187-1190.
16 Benda má á eftirtalda ritningarstaði: Jes 40:11 ; 49:9n; 63:14; Esk 34:10nn; S1 80:1; 95:7;
100:3.
178