Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 213
Yfirlit yfir sögu lúthersrannsókna
Rétt er að geta þess að áhrifa þessarar túlkunarhefðar gætir einnig í bók Erik
H. Erikson Young Man Luther. Erikson reynir að skilgreina baráttu Lúthers með
aðferðum sálgreiningarinnar, en áttar sig ekki nægilega á málfarsnotkun miðalda.
Þetta á sérstaklega við um málfar þjáningar dulúðarinnar15 sem Lúther notar.
Óneitanlega bendir Erikson á marga athyglisverða þætti, en er því miður mjög
einhliða í túlkun heimilda sinna.16 Innan kaþólsku kirkjunnar blómstra nú Lúth-
errannsóknir og átta menn sig æ betur á hinum „kaþólska" Lúther og hve sterk
hin samkirkjulega hefð kemur fram í ritum og gjörðum siðbótamannsins.
Áhugi fræðimanna beinist að því hve „kaþólsk" kjarnaatriðin í guðfræði
Lúthers eru, þ.e. réttlætiskenningin og trúarskilningurinn. Fyrstan má nefna Otto
Hermann Pesch er skrifað hefur mikið verk um réttlætingarkenninguna hjá Lúth-
er og Tómas frá Akvínó. Pesch ber saman guðfræði Lúthers og Tómasar og
kemst að þeirri niðurstöðu að það sé meira sem sameinar en það sem skilur að.
Mun þessara tveggja guðfræðinga er samkvæmt Pesch aðallega að finna í að-
ferðafræði þeirra. Tómas gengur út frá skynseminni og styðst við aðferðir heim-
spekinnar í framsetningu sinni, á meðan Lúther gengur út frá trúarreynslu
mannsins og setur hugsun sína fram með málfari og hugsun Biblíunnar.17 Þá má
einnig nefna Peter Manns, lærisvein Lortz, sem hefur dýpkað skilgreiningar
hans. Manns undirstrikar hve „kaþólskur“ trúarskilningur Lúthers er og að hann
sé alls ekki hægt að samsama við huglægni, sem svo oft er haldið fram í gagnrýni
kaþólskra á Lúther.18 Manns hefur einnig skrifað afbragsgóða ævisögu Lúthers
sem hann kallar Martin Luther auk fjölda greina um Lúther er hann kallar „Vater
im Glauben“'9 eða föður okkar í trúnni, þ.e. sem fyrirmynd.
Þó að Lúthermynd Lortz hafi leyst hina röngu mynd rómversku kirkjunnar af
hólmi, er hún samt sem áður bjöguð af þeim fordómum að Lúther sé um of
bundinn af huglægni. Walter Mostert bendir á í þessu samhengi að Lúther sjálfur
áleit skólaspekina vera holdtekju huglægninnar. Einkenni þessarar stefnu er að
áliti Lúthers að hún virðir ekki raunveruleika orðsins. í þessu samhengi er rétt að
geta þess að páfi studdi skólaspekina.20
15 Brecht: Martin Luther Bd. I, 133-137.
16 Bomkamm fjallar ítarlega um bók Erikson og niðurstöður hans í grein sinni: „Luther und sein
Vater“, 38-61.
17 Pesch: Theologie der Rechtfertigung bei Martin Luther und Thomas von Aquin, 918nn.
18 Sjá hér sérstaklega grein Manns: „Fides absoluta-fides incarnata", 1-48.
19 Manns: Vater im Glauben. Studien zur Theologie Martin Luthers. Sjá nánar grein hans í þess-
ari bók: „Was macht Martin Luther zum Vater im Glauben ftir die Christenheit?“, 400-423.
20 Mostert: Luther. III. Wirkungsgeschichte, 582.
211