Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 124
Kristján Búason
Samband spádóms og uppfyllingar er að finna í myndinni af boðun Maríu um
formælingu höggormsins, 1. Mós. 3.14nn, og í myndinni af Jesú bornum í must-
erið um ákvæði um hreinsunarfórn.
Af þessu sést, að „innihaldsrím“ er að finna í tengslum við kenninguna um
meydóm Maríu, þrenninguna og sakramentin. „Rím kringumstæðna“ er auðlesið
af myndum, en fyrir „innihaldsrímið“ er þekking á efni skýringartextanna nauð-
synleg. Mismunur mynda og texta gæti bent til þess að teiknarinn hafi unnið tals-
vert sjálfstætt eftir almennri fyrirsögn höfundar.56
Saga afritunar Biblia Pauperum sýnir ákveðna þróun í átt til upplausnar heildar-
skipunarinnar. Þegar á 14. öld tók tilfinning afritara fyrir fjórskiptingunni að
dvína. Ritið var ekki lengur látið hefjast á baksíðu fyrsta blaðs, heldur með
tveimur myndasamstæðum á forsíðu fyrsta blaðs eða jafnvel skipt upp þannig, að
ein myndasamstæða væri höfð á hverri síðu. Uppsetning á sfðu í samfellu tók að
raskast og við tók framsetning í sögulegri röð.57 Jafnframt var aukin áherzla lögð
á hinn skrifaða texta og hann aukinn. Þýðingar bera vott um, að ritið sé þá ætlað
milliliðalaust almenningi. Þá er er aukið við myndasamfellum, svo að þeim
fjölgar úr 36 í 40 eins og í tréþrykki frá því um 1465, þar sem bætt er við Dóms-
degi, Helju, Sæluvist og Krýningu útvaldra.
Samfellan verður ekki eins augljós og áður, þar sem ramminn um myndirnar
verður húsbygging.58 Þessi þróun hófst þegar á stigi afritunar. Menn tóku að út-
færa myndirnar í samfellunum þannig, að þær stóðu sjálfstæðar og ritið varð safn
af töflum.59
Eins og áður var sagt, má sjá, að Albertus Pictor og skóli hans hefur við gerð
kalkmynda í kirkjum í Upplandi í Svíþjóð notað sem fyrirmynd einkum að týpo-
logíunni tréþrykk af Biblia Pauperum með 40 samfellum. Þetta má sjá af því, að
sumar yfirskriftirnar, sem hann notar, er aðeins að finna í tréþrykkinu.60 Albertus
Pictor hefur tekið 15 samfellur þaðan. Hann notar þaðan oft myndbygginguna,
sama máli gegnir um einstakar persónur, stellingar þeirra og klæðnað. í listrænu
tilliti fylgir hann aftur á móti stíl kalkmálninganna.61 Þá er hann einnig talinn
undir áhrifum frá raunsærri útfærslu koparstungna frá Rínarlöndum.62 Uppsetn-
ing mynda bendir til þess, að notaðar hafa verið ólíkar hefðir.
56 Schmidt 1959, 111-115.
57 Schmidt 1959, 102.
58 Schmidt 1959, 103.
59 Schmidt 1959, 104.
60 Comell 1925, 203, og Cornell - Wallin, 26, þar sem bent er á, að orðin „Ut vis Sampsonis
destruxit ora leonis, “ er aðeins að finna í tréþrykki.
61 Cornell 1925, 205n.
62 Cornell - Wallin, 13.
122