Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 103
Guðfrœðin, innrœti og starfsþjálfun prestsefna
Lagt er til, að prestar komi til handleiðslu og náms í kennimannlegum grein-
um fyrstu tvö ár prestsskapar. Þegar prestar hafa orðið starfsreynslu og hafa siglt
ýmsa sjói í starfi, nýtist samráð og handleiðsla betur en á starfsþjálfunartíma
kandídata. Því er m.a. ekki gert ráð fyrir nema tveggja mánaða þjálfunartíma
fyrir vígslu.13 Ákveða þarf sérstaklega hvernig fara skal með umsóknir þeirra,
sem hafa notið guðfræðimenntunar og þjálfunar erlendis.
Þarflr kirkjunnar og viðmið
Þegar unnið er að endurskoðun þjálfunar prestsefna er mikilvægt að ekki sé flan-
að að neinu, markmið séu skýr og leiðir greiðar. Meðal þess, sem svara þarf er:
Hvers konar presta og starfsmenn þarf kirkjan? Þeir þurfa að uppfylla fjölmargar
kröfur og þær þarf að orða og skrá. Hér á eftir eru nefnd viðmið, sem nýta mætti
í vinnu þjálfunarteymis. Þau tengjast ýmsu, sem þegar hefur verið nefnt hér að
framan. Þau munu líMega ekki koma prestum á óvart því að vígslubréf og vígslu-
heit þeirra tjá svipuð atriði þótt orðfærið sé annað. Viðmiðin verður að ræða, við
þeim þarf að bregðast og ákvarða til að starfsþjálfun eigi sér forsendur.14
Trúarþroski
Ávallt verður að huga að inntaki, þ.e. hvemig vinnur guðfræðinemi eða guðfræð-
ingur með inntak sálarinnar, með trúna. Nám og þjálfun eiga að vera stöðug sókn
til þroska í tilbeiðslu og þjónustu við Guð og menn. Það varðar og inntak og sam-
einingu alls fræðastarfs í háskóla. Hið trúarlega inntak hefur áhrif á hvernig unn-
ið er með handleiðslu einstaklingins, hann færður til þroska, sem ekki er aðeins
akademískur og fræðilegur, heldur einnig mótandi fyrir persónu hans eða hennar,
bæði trúarlegur og vitsmunalegur. Vígsluþegi ætti aðeins að verða sá eða sú, sem
hefur þroskaða og margprófaða löngun til að ganga erinda trúar og starfa í þágu
kirkjunnar.
Þekking
Gera verður ráð fyrir, að almenn guðfræðiþekking þess, sem lokið hefur guð-
fræðinámi, sé nægileg. Guðfræðideild H.í. hefur ekki verið kunn að öðru en veita
13 Um vinnuvikur nývígðra, sjá Pétur Pétursson, Drög að nefndaráliti. Sjá einnig þingsályktun
25. kirkjuþings, 18. mál, Gerðir kirkjuþings 1994, (Reykjavík: Kirkjuráð, 1994), 284-85.
Einnig má nefna, að í Svíþjóð fara prestar til samfundar eftir fyrsta árs prestsskap. Þá þarf að
huga að endurmenntun og koma skipan á sbr. það sem gert er víðast erlendis, hvort sem er
austan eða vestan Atlantsála. Prestafélag íslands hefur þar mikið verk að vinna í samvinnu við
embætti biskups og guðfræðideild H.í. og aðra endurmenntunaraðila.
14 Hvemig sænska kirkjan hefur unnið með þetta mál, sjá Att bli Prast i Svenska kyrkan, Biskops-
mötet i samverkan med Svenska kyrkans utbildningsnamd, (Uppsala: Biskopsmötet, 1994).
101