Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 114
Kristján Búason
heimildir um 15. aldar stíl í helgimyndagerð, en skýrðu myndimar í hvelfingum
gjalda vafans í stíllegu tilliti, enda þótt þær haldi heimildagildi sínu um helgi-
myndahefðina í táknrænu og guðfræðilegu tilliti.
Kalkmyndirnar í austurhluta kirkjunnar, sem hér eru til umfjöllunar eru taldar
sverja sig í ætt við skóla málarans Albertus Pictor (pictor, málari),20 en hann
starfaði í Mið-Svíþjóð frá því um 1470-150921 og myndskreytti fjölda kirkna. Af
þeim, sem varðveitzt hafa án síðari tíma aðgerða, er m. a. hin þekkta kirkja í
Hárkeberga í Upplandi.22 Kalkmyndirnar tilheyra þýzk-norrænni menningarhefð
kringum Eystrasalt.23
I starfi sínu var Albertus Pictor undir áhrifum m. a. frá áðurnefndri Biblia
Pauperum.24
Biblia Pauperum
Biblia Pauperum hefur varðveitzt í 79 handritum og handritabrotum.25 Þau elztu
eru frá því skömmu eftir 1300 með skýringartextum á latínu, en sum yngri hand-
ritin eru með þýðingum á þýzku. Nokkur ung handrit varðveita textann, en eru án
mynda.26 Þau byggjast á myndskreyttu handritunum.27 Frá því um 1460 dreifðist
þetta rit í tréþrykki. Það virðist hafa borizt í hendur manna í Svíþjóð á árunum
milli 1470 og 1480 og Albertus Pictor er fyrsti málarinn þar, sem þekkir til þess
og notar það.28
Handritin eru upprunnin á þýzku málsvæði og frumritið sennilega samið þar
á 13. öld, nánar tiltekið í einhverju Benediktinaklaustri í Bayern eða í grennd við
landamæri Þýzkalands og Austurríkis, héruðum í grennd við Salzburg.29 Elztu
20 Sundquist, 18.
21 B. I. Kilström, Albert Málare och hans motivkrets. í C.-M. Edsman (red.), Kyrkomas varld.
Árg. III. Helsingborg 1961. Bls. 104. Söderberg, 216-224.
22 Cornell, H. och Wallin, S., Uppsvenska málarskolorpá 1400-talet. Stockholm 1932. Bls. 56.
23 Cornell - Wallin, 10.
24 H. Comell. Biblia Pauperum. Stockholm 1925. Bls. 203n. Þetta er grundvallarrit í rannsóknum
á Biblia Pauperum og inniheldur talsvert af myndum af handritum þessa rits. Þaðan er mynd 4
tekin.
25 G. Schmidt - A. Weckwerth, Biblia Pauperum (Armenbibel). í Lexikon der Christlichen
Ikonographie 1. Rom-Freiburg-Basel-Wien: Herder 1968. Dálk. 293-298.
26 Cornell 1925, 69-119, og G. Schmidt, Die Armenbibel des XIV. Jahrhunderts. Graz / Köln:
Verlag Hermann Böhlhaus Nachf. 1959. Bls. 1-76. Þetta rit eftir Schmidt byggir á rannsókn-
um Cornell 1925, en tekur til umQöllunar 15 nýfundin handrit til viðbótar þeim 63, sem
Cornell hafði undir höndum. Ritið inniheldur fjölda mynda af handritum Biblia Pauperum.
27 Schmidt 1959, 6 og 78.
28 Kilström 1961, 107, og Schmidt 1925, 103. Otto Sylwan, Kyrkomálningar i Uppland frán
Medeltidens slut. Antikvarisk Tidskrift XIV (1899). Hér eftir Söderberg, 206.
29 Cornell 1925, 149n, talar um Suður-Þýzkaland eða Austurríki. Schmidt 1959, 85nn, telur
Suður-Þýzkaland sennilegast.
112