Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 182
Gunnlaugur A. Jónsson
verða til að dýpka skilning okkar á mikilvægi og fjölbreytileika líkingarinnar af
hirði og hjörð.
Sálmur 23. „Drottinn er minn hirðir“
Hér er sennilega um þekktasta texta Gamla testamentisis að ræða,21 e.t.v. að boð-
orðunum tíu einum undanskildum. Hann myndi falla í flokk sálma sem kenndir
eru við trúartraust.
Það er óvenjulegt við S1 23 að Drottinn, Jahve, er þar hirðir einstaklings.22
Yfirleitt er lrkingin notuð yfir samband Drottins og lýðsins, sáttmáls- eða útvaln-
ingarsambandið, til dæmis í S1 77:21: „Þú leiddir lýð þinn eins og hjörð“ og S1
79:13: „En vér lýður þinn og gæsluhjörð þín.“ Huggunarspámaðurinn segir:
„Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér
og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar" (Jes 40:11).
Fræðimenn greinir á um hversu margar líkingar sé að finna í sálminum yfir
samband Guðs og þess sem talar í sálminum. Sumir telja að túlka megi allan
sálminn í ljósi hirðisstefsins, en flestum fínnst erfitt að fá v. 5-6 til að falla undir
það.23 Algengara er að menn vilji sjá hér tvær líkingar eða myndir; annars vegar
myndina af hirðinum en hins vegar mynd af rausnarlegum gestgjafa. Enginn vafi
er þó á því að sálmurinn er upprunaleg heild enda eru myndimar af hirði og gest-
gjafa nátengdar í hugmyndaheimi Miðausturlanda.
Annað vers sálmsins hefur að geyma myndir sem ætlað er að sýna að Drottinn
sér bæði fyrir mat og drykk. Það hefur ætíð verið eitt mikilvægasta hlutverk hirð-
isins að sjá hjörð sinni fyrir góðu haglendi og nægu vatni svo hún geti svalað
þorsta sínum.
Orðalagið í fjórða versi sálmsins „um dimman dal“ er í sumum eldri íslensku
biblíuþýðingunum er þýtt með „dauðans skugga dal“ (Viðeyjarbiblía). Þarna
endurspeglast óvissan varðandi hebreska frumtextann.24 Danski Biblíufræðing-
urinn E. Nielsen er meðal þeirra sem telja að þrátt fyrir að þýðingin „dauðans
skugga dal“ byggi á mjög gamalli hefð þá sé hún varla rétt. Hann bendir réttilega
21 Fróðlega grein um áhrifasögu sálmsins í bandarísku samhengi er að finna í bók W.L. Holladay,
The Psalms through Three Thousand Years. Prayerbook ofa Cloud ofWitnesses. Minneapolis:
Fortress Press 1993. Sjá einkum kaflana „The Lord is My Sheperd, then and Now“, s. 6-14 og
„Epilogue: How the Twenty-third Psalm Became an American Secular Icorí', s. 359-371.
22 1M 48:15 er annað dæmi um að þessi mynd geti verið notuð um samband Guðs og einstak-
lings. Þar segir Jakob (ísrael): „sá Guð, sem hefir varðveitt mig frá barnæsku allt fram á þennan
dag.“
23 Sbr. spurning H-J. Kraus í skýringariti hans við Saltarann, Psalmen, I. Teilband. Biblischer
Kommentar Altes Testament, Neukirchener Verlag, 5. útg. 1978, s. 335. „Síðan hvenær drekka
kindur úr bikar?“
24 Sænska þýðingin frá 1917 hafði t.d. „dödsskuggans dal“ en nýja þýðingin, sem verið er að
vinna að hefur „den mörkaste dal“. Frumtextinn hefur orðið „tsalmawet" sem talið er merkja
180