Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 182

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 182
Gunnlaugur A. Jónsson verða til að dýpka skilning okkar á mikilvægi og fjölbreytileika líkingarinnar af hirði og hjörð. Sálmur 23. „Drottinn er minn hirðir“ Hér er sennilega um þekktasta texta Gamla testamentisis að ræða,21 e.t.v. að boð- orðunum tíu einum undanskildum. Hann myndi falla í flokk sálma sem kenndir eru við trúartraust. Það er óvenjulegt við S1 23 að Drottinn, Jahve, er þar hirðir einstaklings.22 Yfirleitt er lrkingin notuð yfir samband Drottins og lýðsins, sáttmáls- eða útvaln- ingarsambandið, til dæmis í S1 77:21: „Þú leiddir lýð þinn eins og hjörð“ og S1 79:13: „En vér lýður þinn og gæsluhjörð þín.“ Huggunarspámaðurinn segir: „Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar" (Jes 40:11). Fræðimenn greinir á um hversu margar líkingar sé að finna í sálminum yfir samband Guðs og þess sem talar í sálminum. Sumir telja að túlka megi allan sálminn í ljósi hirðisstefsins, en flestum fínnst erfitt að fá v. 5-6 til að falla undir það.23 Algengara er að menn vilji sjá hér tvær líkingar eða myndir; annars vegar myndina af hirðinum en hins vegar mynd af rausnarlegum gestgjafa. Enginn vafi er þó á því að sálmurinn er upprunaleg heild enda eru myndimar af hirði og gest- gjafa nátengdar í hugmyndaheimi Miðausturlanda. Annað vers sálmsins hefur að geyma myndir sem ætlað er að sýna að Drottinn sér bæði fyrir mat og drykk. Það hefur ætíð verið eitt mikilvægasta hlutverk hirð- isins að sjá hjörð sinni fyrir góðu haglendi og nægu vatni svo hún geti svalað þorsta sínum. Orðalagið í fjórða versi sálmsins „um dimman dal“ er í sumum eldri íslensku biblíuþýðingunum er þýtt með „dauðans skugga dal“ (Viðeyjarbiblía). Þarna endurspeglast óvissan varðandi hebreska frumtextann.24 Danski Biblíufræðing- urinn E. Nielsen er meðal þeirra sem telja að þrátt fyrir að þýðingin „dauðans skugga dal“ byggi á mjög gamalli hefð þá sé hún varla rétt. Hann bendir réttilega 21 Fróðlega grein um áhrifasögu sálmsins í bandarísku samhengi er að finna í bók W.L. Holladay, The Psalms through Three Thousand Years. Prayerbook ofa Cloud ofWitnesses. Minneapolis: Fortress Press 1993. Sjá einkum kaflana „The Lord is My Sheperd, then and Now“, s. 6-14 og „Epilogue: How the Twenty-third Psalm Became an American Secular Icorí', s. 359-371. 22 1M 48:15 er annað dæmi um að þessi mynd geti verið notuð um samband Guðs og einstak- lings. Þar segir Jakob (ísrael): „sá Guð, sem hefir varðveitt mig frá barnæsku allt fram á þennan dag.“ 23 Sbr. spurning H-J. Kraus í skýringariti hans við Saltarann, Psalmen, I. Teilband. Biblischer Kommentar Altes Testament, Neukirchener Verlag, 5. útg. 1978, s. 335. „Síðan hvenær drekka kindur úr bikar?“ 24 Sænska þýðingin frá 1917 hafði t.d. „dödsskuggans dal“ en nýja þýðingin, sem verið er að vinna að hefur „den mörkaste dal“. Frumtextinn hefur orðið „tsalmawet" sem talið er merkja 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.