Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 99
Guðfrœðin, innræti og statfsþjálfun prestsefiia
ætti. í Svíþjóð skráir guðfræðinemi sig í röð prestlinga, þeirra sem vilja ganga til
prestsþjónustu, snemma á námsferlinum og tengist hinu kirkjulega samhengi.
Kirkjumar hafa mótandi áhrif og em í sumum tilvikum ábyrgar fyrir þeim nem-
um, sem þær senda til náms. Neminn sækir ákveðna kirkju og tengist söfnuði.
Hann tekur þátt í guðfræðihóp og handleiðslu- eða samtals-hóp og verður að
sækja margs konar þjálfunar- og mats-námskeið. í mörgum tilvikum nýtur hann
handleiðslu. Eftir guðfræðipróf fara kandídatar í „prestaskóla,“ gjaman tveggja
missera. Reynt er að meta hæfni og hæfileika nemans og honum er leiðbeint.
Þessi skipan liggur til gmndvallar tillögugerð nefndarinnar um starfsþjálfun.
Guðfræðideild sjái áfram um ákveðna þætti hins kennimannlega náms og kirkjan
vinni með deildinni, en komi á valkerfi varðandi starfsmenn framtíðar, veiti
handleiðslu og mótun. Telja má, að allir muni hafa nokkurn hag af. Guðfræði-
deildin mun m.a. njóta þjónustu kirkjunnar við nemendur, sem verður hagkvæmt
fyrir nám þeirra og eflir væntanlega virkni og námsgleði. Guðfræðinemarnir fá
strax þjálfun við að beita guðfræði í kirkjulegu samhengi. Kirkjan fær mun betri
möguleika á að stýra vali starfsmanna og hjálpa þeim, sem eiga í kreppu, að
vinna með sín mál áður en þau verða kirkjulegt fárviðri og/eða fjölmiðlamatur.
Kirkjan mun væntanlega njóta betur starfskrafta guðfræðideildar.
Starfsþjálfun
Fyrsta skref kandídataþjálfunar var tekið með setningu reglugerðar í febrúar
1991, sem nú mun brátt verða leyst af hólmi með hinni nýju skipan. Samkvæmt
reglugerðinni var tilgangur þjálfunar, að kandídat kynntist prestsþjónustu af eig-
in raun áður en hann hlyti vígslu. Þjálfun hefur verið skipt milli prestakalla í þétt-
býli og dreifbýli. Meðal þátta, sem hugað var að, voru helgihald, fræðslustarf,
sálgæsla. Þá var í þjálfun fólgin kynning á stjórn og starfsháttum kirkjunnar sem
stofnunar. Þjálfunartíminn var fjórir mánuðir og prófastur gaf umsögn að henni
lokinni.8
Misvel gekk að koma kandidötum fyrir í upphafi og agnúar reglugerðarinnar
komu fljótt í Ijós. Kostnaður var og mikill. Ólafur Skúlason, biskup, ákvað því
endurskoðun og vildi finna leiðir til að gera þjálfunina markvissari.9 Nefnd tók til
starfa, hélt m.a. málþing í Skálholti, gekkst fyrir umræðum á synodus og skilaði
tillögum um nýja skipan þjálfunar prestsefna til biskups í ágúst 1997.10 Biskup
8 Sjá Reglugerð um starfsþjálfun guðfræðikandídata, Stj.tíð B. nr. 89 1991. Þjálfunartími var
styttur úr fjórum mánuðum í tvo árið 1997.
9 Sjá bréf biskups íslands frá 13. okt. 1995 og bréf v. nefndarskipunar dags. 14. okt. 1995.
10 Nefndarmenn voru Baldur Kristjánsson, Pétur Pétursson, Sigurður Ámi Þórðarson og Öm
Bárður Jónsson.
97