Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 221
Yfirlit yfir sögu lúthersrannsókna
engu valdi og ríki Karls mikla þ.e. Evrópa, sameinast á ný í eitt ríki og menning-
arsvæði. í þessu ríki framtíðarinnar er kirkjan fóstra menningar og manngæsku.
Þetta framtíðarríki kallaði Novalis þriðja ríkið. Hugmynd hans hefur haft óhemju
mikil áhrif og þá sérstaklega innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar, enda gerðust
margir fulltrúar rómantísku stefnunnar rómversk-kaþólskir.
Þessi hugsun hefur haft mjög neikvæðar afleiðingar í sögu Evrópu og nægir
hér að minna á þriðja ríki nasismanns fyrr á öldinni.
Hvorki hughyggjan né rómantíkin leiddu af sér frjóar rannsóknir á síðmiðöld-
um eða siðbótinni. Lúther var einungis lesinn, ef hann er á annað borð lesinn, til
að byggja undir eigin kenningar, bæði í jákvæðum og neikvæðum skilningi. Eins
og svo oft í sögu Lútherrannsókna er hinn sögulegi Lúther og veruleiki hans
hreinni í andstöðu við þær hugmyndir er menn gerðu sér af honum.
Lúthertúlkun aldamótaguðfrœðinnar
Það sem einkennir aldamótaguðfræðina41 er söguáhugi fulltrúa hennar og við-
leitni þeirra til hlutlausra athuguna, þ.e. að láta heimildimar tala. Þessi viðleitni
kemur fram í Lútherrannsóknum aldamótaguðfræðinnar, en hér ber hæst nöfn
Albert Ritschl og Ernst Troeltsch. Þess ber að geta að aðstæður til Lútherrann-
sókna breytast til muna eftir 1826, en þá er gefin út heildarútgáfa rita Lúthers hin
svokallaða Erlanger-útgáfa. Við þessa útgáfu styðjast rannsóknir aldamótaguð-
fræðinnar.
Albert Ritschl (1822-1899) notar sér yfirburði Erlanger-útgafunnar í Lúther-
rannsóknum sínum.42 Meginniðurstaða þeirra er sú að Lúther leysi trúna undan
oki allra hleypidóma er dulúð og fmmspeki miðalda ollu.43 Réttlætingarkenning
Lúthers veldur þessum straumhvörfum, en samkvæmt henni enduruppgötvar
Lúther prédikun Jesú um ást Guðs þ.e.a.s. kenningu Jesú um föðurást Guðs til
manna sem eru börn hans. Guð Lúthers er Guð kærleikans. í ljósi þessarar upp-
götvunar sinnar áttar Lúther sig á að maðurinn er frjáls í samskiptum sínum við
Guð og þetta frelsi hans veitir honum frelsi í samskiptum sínum við náttúruna.
Það veitir honum möguleikann að drottna yfir henni og móta þar með eigin líf og
41 Aldamótaguðfræðin eða hinn svokallaði „líberalismi" mótaðist á Islandi á allt annan máta en í
Þýskalandi og er í raun mjög sérstæð guðfræðistefna innan íslenskrar guðfræðihefðar sem á sér
á margan hátt litla sem enga samsvörun við líberalismann í Þýskalandi. I þessari grein er
einvörðungu tekið mið af aldamótaguðfræðinni í Þýskalandi.
42 Rétt er að geta þess að Ritschl studdist einnig við útgáfu Walchs (1740-53) á ritum Lúthers, þar
sem Erlangenútgáfan lá ekki fyrir í heild sinni, sjá von Loewenich: Luther und der Neupro-
testantismus, 92.
43 Lútherrannsóknir Ritschl eru að finna í verki hans: Die cliristliche Lehre von der Rechtfertig-
ung und Versöhnung. Það kom út á árunum 1870-1874. Sjá Wenz: Geschichte der Versöhn-
ungslehre in der evangelischen Theologie der Neuzeit, 80-118.
219