Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 181
Hirðir og hjörð
mikilvægi þessarar myndar að tveir þekktustu leiðtogar ísraelsþjóðarinnar á tím-
um Gamla testamentisins, þ.e. Móse og Davíð, auk Amosar spámanns, eru allir
sagðir hafa gætt sauða áður en þeir tókust á hendur annað og mikilvægara hirðis-
hlutverk.
Köllun fjárhirðisins Móse til verða hirðir þjóðar
Það er vissulega athyglisvert að sjálfur Móse er meðal þeirra persóna Gamla testa-
mentisins sem sagðar eru hafa reynslu af því að gæta hjarðar. í upphafi frásagnar-
innar af köllun Móse í 2M 3-4 segir í íslensku þýðingunni: „En Móse gætti sauða
Jetró tengdaföður síns, prests í Mídíanslandi...“(2M 3:1).17 í frásögnum 2. Móse-
bókar af frelsun hinna hebresku þræla frá Egyptalandi fer mikið fyrir orðaforða á
merkingarsviði líkingarinnar af hirði og hjörð. Komist hefur verið svo að orði að
köllun Móse hafi þýtt að gamla hirðishlutverki hans hafi verið að ljúka og nýtt
hirðishlutverk hans að hefjast.181 stað þess að gæta sauða og leiða þá varð það nú
hlutskipti hans að leiða þjóð sína og frelsa hana úr ánauð. Það er vert að veita því
athygli að frásögnin af köllun Móse fylgir mynstri sem algengt er í köllunarfrá-
sögnum Gamla testamentisins: Köllun - hlutverk - mótmæli - fyrirheit - tákn.19
Það er fastur liður í þessum köllunarfrásögnum að sá sem kallaður er færist
undan, telur sig ekki færan um að gegna hlutverkinu. E.t.v. má kalla það hóg-
værð. A.m.k. er sagt um Móse í 4M 12:3 að hann hafi verið „einkar hógvær,
framar öllum mönnum á jörðu.“ í 18. kafla 2. Mósebókar segir frá samskiptum
Móse og tengdaföður hans, Jetrós prests frá Midíanslandi. Þar hefur það löngum
vakið athygli ritskýrenda að Jetró er þar aðalpersóna sögunnar og segir Móse
fyrir verkum, gagnrýnir hann í raun fyrir skort á valddreifingu, að hafa ætlað sér
um of einn. „Eigi er það gott sem þú gjörir,“ segir Jetró við Móse. Hógværð leið-
togans og hirðisins Móse birtist síðan í því að hann tekur gagnrýnina ekki óstinnt
upp, heldur fer að ráðum tengdaföður síns og fær sér aðstoðarmenn. Þessi texti
hefur verið sagður fyrsta ritaða heimildin um að verkaskiptingu hafi verið ábóta-
vant og að valddreifing sé boðuð til að bæta úr því.20
Frásagnirnar af hirðinum Móse og afskiptum hans af tvenns konar hjörðum
17 Eins hefði mátt þýða: „Móse var hirðir hjarðar Jetrós.“
18 G. Larsson, Uppbrottet. Bibelteologisk kommentar till Andra Moseboken. Verbum Förlag,
Stockholm 1993.
19 Sjá t.d. T.N.D. Mettinger, Namnet och Narvaron. Gudsnamn och Gudsbild i Böckernas Bok.
Bokförlaget Libris. Örebro 1987, s. 31.
20 Sjá E. C. Bliss, Stundaglasið. Bók um tímaskipulagningu. Hafskip og Kamabær 1976, s. 35-36.
Þar segir ennfremur: „Allt of margir stjómendur em eins og Móses, taka allar ákvarðanir sjálf-
ir og njóta þannig þeirrar sælu að vera allsráðandi. Auk þess sem þetta fer mjög illa með þinn
eigin tíma kæfir það framfarir og sköpunarhæfni undirmanna. Þú þarft ekki að vera stjómandi
stórfyrirtækis til að verkaskipting komi að gagni. Foreldrar sem ekki skipta verkum á heimilinu
gera hlutina erfiðari bæði fyrir sig og böm sín.“
179